Vikan

Tölublað

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 7
 Innbyggðir ofnar með Ijósi — gleri I hurð — tímastilli — grilli — með eða ón grillteins. Verð fró kr. 6.400,00. ina, og því spyr ég þig, Vika mín góS — getur þú ekki hjálp- að mér um uppskrift að góðum sítrónudrykk? Vonandi bragðast þetta: 2-3 sítrónur, 125 gr. sítrónusýra, 3 kg. sykur, 2 dl. sjóðandi vatn. Þvoðu svo sítrónurnar og skerðu gula lagið af berkinum utan af, plokkaðu svo það hvíta og kast- aðu því. Skerðu svo sítrónurnar í þunnar sneiðar og leggðu þær í postulínskrukku — já, það stendur að það eigi að vera POSTULÍNSkrukka — með sykrinum og sítrónusýrunni. Helltu sjóðandi vatninu yfir og settu þétt lok á krukkuna. Hrærðu samt í áður. Þegar syk- urinn og sítrónusýran hafa leytst upp, skal renna vökvanum á flöskur og loka þeim vel. Þessi kjarnasafi, sem getur geymst mjög lengi, er svo þynntur eftir hendinni í hlutföllunum 1 dl. safi móti einum lítra af vatni. En svona eftir á að hyggja — bókin mín segir ekkert um, hvað eigi að gera við gula lagið af berk- inum —• ætli þú verðir ekki bara að henda því líka? Eða búa til marmelaði? LITUÐ GLERAUGU. Kæra Vika! Ég hef sjónskekkju og verð þess vegna að ganga með gler- augu, en þykir það voða leiðin- legt að vera alltaf með eins gleraugu og geta aldrei breytt neitt til. Ég vona að þú getir frætt mig um hvort það er nokk- uð hættulegt að vera með lituð gleraugu sem eru fyrir mína sjón um leið? Með fyrirfram þökk. Ein pjöttuð. Eftir því sem okkur er sagt, er allavega óhætt að nota svo- kölluð reyklit gleraugu, sem hægt er að fá með réttum styrk- leika fyrir flestar gerðir sjón- skekkju. Sumir eru meira að segja með svo viðkvæm augu, að þeim cr talið betra að nota reyk- lit gler að öllu jöfnu. AF HVERJU EKKI? Kæri Póstur! Getið þið þarna hjá Vikunni ekki birt meira úr verkum Gunn- ars Gunnarssonar, en þetta sem birtist í 11. tbl. t.d. Svartfugl. Svo finnst mér að þið getið gert minna af því að vera með erlend- ar smásögur. Af hverju komið þið aldrei með sögur eftir Þóri Bergsson og Einar Kvaran svo dæmi séu nefnd. „Er nauðsynlegt að leita svona mikið til erlendra rithöfunda". Hvernig er það? Getið þið ekki sagt lesendum ykkar íslenzkar ferðasögur? Virðingarfyllst. M.E.S. Ég fór að leita í 11. tbl. og fann þar ekkert úr verkum Gunnars Gunnarssonar, en afturámóti rabb um kvikmynd þá, sem gerð var eftir sögu hans Borgarættinni. Og ef ég man rétt, hefur Svart- fugl aldrei verið kvikmyndaður. Með smásögurnar stendur dæm- ið þannig, að mjög lítið framboð er af frambærilegum innlendum sögum, en erlendar berast í þús- undatali. Við höfum nýlega ver- ið með tvær frásagnir eftir Þóri Bergsson og önnur þeirra var ís- lenzk ferðasaga, en Einar Kvaran hefur aldeilis orðið útundan og verður þegar í stað skipuð nefnd til að rannsaka það mál. Við leit- um aldrei til erlendra rithöfunda, en það er eins og þeir láti verk- um sínum snjóa yfir okkur. Frá- sagnir af ferðalögum innanlands voru í síðasta árgangi Vikunnar m.a. í þessum tölublöðum: 1. 20. 26. 27. 29. 30. 33. 34. 35. (tvær frásagnir) 36. 41. 44. 49. 51. 52. 52. Og kannski víðar þótt ég muni ekki eftir því í svip. TÖFF. Pósturinn lo Vikan! Kæri herra! Ég var að lesa pistil þinn um orðið „töff“. í enskri tungu er til orð, sem þýðir sama og „stæl- gæi“ á íslenzku. „A toff“ gengur í mjög fínum og fallegum fötum en er ekkert „svalur" eins og hit't orðið merkir. „Tough“ hefur allt aðra merkingu. R. Steinsson. Þakka tilskrifið, og vona það sé rétt þýtt af enskunni. En af þessu bréfi þínu er ljóst, að svar- ið við spurningu Ásgeirs litla í 11. tbl. er já: Töff og stælgæi getur verið það sama. O-fc-Jl-ÆJL- Borðhellur 3ja og 4ra hólfa. VerS frá kr. 4.500,00 -----ZR-.BJL-.fcJh- Þvottapottar 50 og 100 lítra. Verð kr. 3.200,00 og 4.150,00. JR. sa.fcji ax. Eldavélar 3ja og 4ra hólfa. Hellur eða gormar, með eða án klukku og hitahólfi. Verð frá kr. 6.400,00. ÁBYRGÐ OG VARAHLUTAÞJÓNUSTA. KYNNIÐ YÐUR HINA HAGKVÆMU GREIÐSLUSKILMÁLA

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.