Vikan

Tölublað

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 9
Samt beið hún Þar til mestu ólguna hafði lægt vegna komu Þessarra tveggja fyrirmanna, sem farið höfðu fram úr vagni Angelique. Siðan steig hún niður úr vagni sínum og gekk að marmaratröppunum. Flipot, sem nú var klæddur í einkennisbúning þjónaliðs du Plessis — blátt og gulhvítt — hélt uppi skikkjulafi hennar. — Mundu nú að Þurrka Þér ekki um nefið á erminni, sagði hún. — Gleymdu ekki, að við erum komin til Versala. —¦ Já, Marquise, andvarpaði þessi fyrrverandi vasaÞÍófur, frá hirð kraftaverkanna, um leið og hann litaðist um, og neðrivör hans slapti af aðdáun. Versalir höfðu ekki ennþá fengið þá þrúgandi tign. sem hún hlaut siðar, þegar Mansard bætti við hinum tveimur hvítu álmum. undir lok stiórnartímabils Lúðviks XIV. Þetta var álfahöll. sem reis á lágri hæð. gerð í f.iörlegum arkítektúr með smíðajárnssvölum og háum reykháf- um. Turnarnir, sem miókkuðu upp, mænisskreytingin, rennurnar og reykháfsfæturnir, allt var þetta skrevtt með gullbvnnum og glitraði eins og gimsteinar á dýrmætu skríni. Hallinn á þakinu var annaðhvort silfurgljáandi eða flauelssvartur, eftir því hvernig liósið féll á það, og hvassar útlinur þaksins virtust renna saman við asúrbláan himininn. Umhverfis höllina var mikill ys. Því marglitir einkennisbúningar Þiónustumannanna iðuðu í einni kös. ásamt dökkum vinnufötum mann- anna, sem komu og fóru með hjólbörur og tæki. Klingjandi hávaði meitlana. sem glumdu á steinunum, tóku undir við trumbur og pípur stórrar hl.iómsveitar fótgönguliða, sem lék í miðium hallargarðinum. Angelique sá engin gamalkunnug andlit, Þótt hún litaðist um. Loks gekk hún inn i höllina. gekk I gegnum dyr vinstra megin, þar sem virtist vera meiri umferð. Griðarmikill litaður marmarastigi leiddi hana inn í stórt herbergi, yfirfullt af fremur illa klæddu fólki, sem leit á hana með undrun. Hún spurðist fyrir og komst að raun um. að hún var í biðstofunni. Á hver.ium mánudegi komu menn hingað til að legg.ia fram bænar skrár sínar eða leita svars við þeim, sem þegar höfðu verið lagðar fram. Angelique fannst hún ekki eiga heima á þessum stað. meðal þessa fólks, ekkna og munaðarleysing.ia, hún. sem var f.iaðurskreytt, með Þ.ión á eftir sér. Hún var í Þann mund að snúa við. þegar hún tók eftir Madame Scarron. Hún faðmaði hana að sér glöð yfir Þvi að s.iá að lokum eitt kunnugt andlit. —¦ Ég er að leita að hirðinni, sagði hún. — Eiginmaður minn er i fylgdarliði konungsins, og mig langar að hitta hann. Madame Scarron, sem nú var fátækari og dapurlegri en nokkru sinni fyrr, var ef til vill ekki sú heppilegasta, sem Angelique gat fundið til að fræðast af um ferðir hirðarinnar. En í raun og veru, var Þessi unga kona. eftir svo langa bið I hinum konunglegu biðsölum, kunnugri flestum öðrum um stundaskrá hirðarinnar. Jafnvel betur en hirð- skrifarinn Loret sjálfur, Þótt hann ætti að fylgjast með hvað gert væri dag út og dag inn. Madame Scarron leiddi Angelique að öðrum dyrum, sem opnuðust út á gríðarstórar svalir yfir garðinum. —¦ ~Ég bvst við að konungurinn og lið hans sé þarna yfirfrá, sagði hún. — Hann er nýfarinn inn í salinn sinn, Þar sem hann eyðir nokkr- um mínútum með helztu prinsessunum. Að því loknu fer hann inn í garðinn, nema hann komi hingað fyrst. Alla vega er bezt fyrir þig að fara eftir þessum opnu svölum. Þegar þú kemur alveg út í endann, ferðu til hægri inn forherbergið, sem liggur inn í salinn til konungsins. Þar eru allir núna. Þá áttu ekki í erfiðleikum með að finna manninn Þinn. Angelique leit eftir löngum svölunum, þar sem hún sá aðeins nokkra svissneska verði. —¦ Ég dey úr hræðslu, sagði hún. — Viltu ekki koma með mér? — Ó! kæra vina, hvernig gæti ég það? stamaði Prangoise og leit vandræðalega á föt sín. Þá fyrst varð Angelique ljós mismunurinn á fötum Þeirra. —¦ Hvað ertu hér ennÞá bið.iandi? Hefurðu ennbá fjármálaáhyggjur? — Þvl miður, meira en nokkru sinni fyrr! Dauði konungsmóðurinnar varð til þess að lífeyririnn var tekinn af mér. Ég kom hingað i von um að fá hann aftur. Monsieur d'Albret hefur lofað að vera mér innan handar. — TSg vona að þér lánist það. Mér Þykir Þetta mjög leitt.... —¦ Madame Scorron brosti hlýlega og strauk henni um kinnina. — Vertu ekki að hugsa um Það. Það máttu ekki. Þú ltíur út fyrir að vera svo hamingjusöm! Þar að auki áttu skilið að vera hamingju- söm. Mér Þykir gaman að sjá, hvað þú ert falleg. Konungurinn er við- kvæmur fyrir fegurð. Ég er viss um, að hann verður hrifinn af þér. Ég er nú tekin að efast um það, hugsaði Angelique og hjarta hennar tók að berjast mjög ört. Hún var sannfærð um að hún væri ekki með öllum mialla. En hvað um það, hún ætlaði ekki að haga sér eins og hlaupari, sem gefst upp fáeinum skrefum frá markinu. Hún brosti við Madame Scarron og þaut svo út é svalirnar, svo hratt að Flipot varð móður á eftir henni. Þegar hún var komin hálfa leið, kom hópur í ljós á hinum endanum. Jafnvel úr Þeirri fjarlægð átti Angelique ekki í neinum vandræðum með að Þekkia í miðjum hópi hirðmannanna hinn glæsilega konung Þjóðar sinnar. Hann virtist hærri en hann var vegna háu, rauðu hælanna og háu hárkollunnar. Þetta gerði hann hærri og virðulegri en hirðmenn hans. Þar að auki kunni enginn betur en hann að nota Þessa löngu stafi, sem hann hafði komið í tízku, en fram til Þess höfðu Þeir verið Þeim einum leyfðir, sem voru gamlir eða lasburða. Hann gerði stafina að tæki sjálfstraustsins, til að undirstrika fallegan limaburð og jafnvel, eins og ratmin var í hans tilfelli, til að undirstrika Þokka sinn. Hann kom nær, hallaðist fram á svartviðarstafinn með gullna hnúðn- um og ræddi glaðlega við prinsessurnar tvær, sem gengu sín hvoru megin við hann: Henríetta af Englandi og hin unga hertogaynja d'.Enghien. Nú til dags tók hin opinbera ástkona Lousie de La Valíiére ekki Þátt í hirðlífinu. Sú vesalings stúlka varð sífellt minna skraut, eftir Því sem dagarnir liðu. Hún hvíldist í dyngju sinni, en konungurinn heimsótti hana við og við og spurði eftir heilsufari hennar. Þessi morgunn var mjög fagur og Versalir skörtuðu hinu fegursta. En var það ekki gyðja vorsins sjálf, sem kom Þarna á móti Þjóðhöfð- ingjanum í mynd óþekktrar konu? Sólin lagði geislabaug umhverfis Framhald á bls. 29. MEÐ fáið þér betri myndir Minolta Uniomat 35 mm. filma Linsa: Rokker f. 28 45 mm. lokari: Frá B 1/8 - 1/1000. Aðrar fáanlegar 35 mm. myndavélar: MINOLTA AL MINOLTA SR— 1 MINOLTA HIMATIC-7 MINOLTA REPO MINOLTA SR-7 MINOLTINA P huXi:- ^\\\\XX\\\\X\\\XV\\\\X\\\\\\\N\X\\\\V\V\\\\\\^^^ ÍMINOLTAt ZoomS'l \\\\\\\\v\\v\\\\\\\vv\\v\v\vv\\v\\\vv;. Kvik- mynda töku- vélin • SJÁLFVIRK/eða • STILLANLEG • RAFDRIFIN IUE STÆRÐ: 10x2,3x2,0 em. 9 MINOLTA 16 R - Einföld - ódyr. MINOLTA 16 II - Standard gerð • MINOLTA 16 EE II - Sjólfvirk - fullkomin 9 Fyrirliggjandi aukahlutar og hjálpartæki svo sem: Framköllunartankar, Skuggamyndasýningavélar, Filmur svart/hvítar og litfilmur. FÁST í MYNDAVÉLAVERZLUNUM UM LAND ALLT, r SALA & VIÐGERÐAÞJÓNUSTA: FILMUR & VÉLAR, SkóiavörSustíg 3. HEILDSOLU BIRGÐIR t i P. Ciíöjónsson 09 Sveínn Björnsson & (0. Skúlagötu 26, sími 11740 — GarS.tst-»ti 35, sími 24204.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.