Vikan

Tölublað

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 12
 ,¥SÍBig5& '«1««®. ^SÉÉ: " Hi •>:•:-•.,¦.¦ Alffred LOFTLEIÐIR Líklega eitt voldugasta fyrirtæki landsins, og örugglega þaS þekktasta á erlendum vettvangi. Skrifstofa forstjór- ans er í hínu nýja húsi fyrirtækisins á Reykjavíkurflug- velli, — efst uppi og lengst inni í vesturálmunni. Gluggar snúa til vesturs og norðurs, með útsýn yfir völlinn. Veggir eru klæddir jakaranda — öðru nafni palisander. Gísli Halldórsson arkitekt sá um innréttinguna, en hús- gögnln eru eftir eigin vali. Þau eru dönsk, að undanteknu skrifborðinu, sem er bandarískt. „Mér þykir vænt um skrifborðið," sagði Alfreð. „Ég veit að það er ekki í sam- ræmi við annað hér inni, en það verður að hafa það. Ein- hver bauð mér danskt skrifborð fyrir nokkru síðan, með þeim kjörum að ég mætti skila því aftur, ef mér líkaði það ekki. Borðið var bæði gott og fallegt, en þegar ég heyrðið verðið — 34 þúsund krónur — þá blöskraði mér alveg og skilaði því aftur." Áfast við skrifstofu Alfreðs, er fundarherbergi með stóru borði og 13 stólum. Það er þar, sem milljónasamningarn- ir eru ræddir og undirskrifaðir. Húsgögnin þar eru frá Hjálmari Þorsteinssyni. :::.: ':- : • i::::» :;:-:X WmmM SKMKTOFÖR ÞaS getur veriS dálítið forvitnilegt aS vita hvernig þeir hafa búiS um sig, mennirnir sem „hafa allar áhyggjurn- ar<( eins og einn þeirra komst að orði. VIKAN tók sig til og heimsótti nokkra forstjóra stórfyrirtækja, og hér birt- um við myndir af skrifstofum þeirra. Það heyrast oft kvartanir um það, að arf- itt sé að ná fundi forstjóra eða yfirmanna fyrirtækja, því þeir séu annaðhvort upptekn- ir á fundum, eða alls ekki viðlátnir á skrif- stofunni. Af þessu verðum við að draga þá ályktun að færrí hafí komið inn á forstióra- skrifstofurnar en óskað hafa. Það væri því vafalaust fróðlegt fyrir þó menn að vita hvers þeir hafa farið á mis, — hvernig það aliraheilagasta lítur í rauninni út. Vissulega er líka forvitnilegt að sjá hvað stærri fyrirtækin og stofnanir gera fyrir æðstu starfsmenn sína — eða réttara sagt: Hvað þetr leyfa sér að gera fyrir sfálfa sig í nafni fyrirtækisins. Hvernig er só staður, þar sem forst|órinn dvelur mestan hluta ævinnar — eða dvelur ekki, eins og sumir vilja vera láta. Eru forsti'óraskrifstofurnar skrautlegar til að sýna vald húsbóndans og auka á glæsi- leik hans og fyrirtækisins, — eru þær búnar þægindum og flúri til augnayndis fyrir for- stjórann og gesti hans, eða eru þær fullkomn- ar vinnustofur fyrir afkastamikla og vinnu- sama menn? Blaðamaður og Ijósmyndari VIKUNNAR heimsóttu nokkur fyrirtæki til að skoða for- stjóraskrifstofur nokkurra fyrirtækia í Reykja- vík, og hér birtum við svo myndir að því, sem fyrir augun bar. Það verður að segjast strax, að þar kom margt fyrir sjónir, sem við höfðum ekki búizt við, og þá í fyrsta lagi það, að það allra- heilagasta í hverju fyrirtæki, er í raun og veru ekki eins íburðarmikið hér á landi eins Framhald á Ms. 43. ViS höldum áfram með forstjóramyndir í næsta blaði. Þá heimsækjum við m.a.: Vilhjálm Þ. Gíslason út- varpsstjóra, Erlend Einarsson forstjóra S.Í.S., Gísla Sigurbjörnsson forstjóra Elliheimilisins, FriSrik Kristjánsson forstjóra Kr. Krist|ánsson & CO., Örn Johnson forstjóra Flugfélags Islands, Axel Kristjánsson forstj. Rahfa, o.fl. TEXTI: G.K. MYNDIR: KRISTJÁN MAGNÚSSON OG PÉTUR ÞORSTEINSSON. 12 VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.