Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 08.04.1965, Qupperneq 14

Vikan - 08.04.1965, Qupperneq 14
HEILDVERZLUNIN HEKLA Það er Þór Sandholt, arkitekt, sem hetur teiknað skrifstofu Sigfúsar af mikilli smekk- vísi. Hún er stór en þægileg, án alls íburðar, en húsgögn og allur frágangur vandaður. Veggir eru klæddir tekkspæni og gólfteppi hylur allt gólfið. Skrifborð, fundarborð og stólar eru íslenzk smíði, traustbyggt og smekkiegt. Myndin nær ekki til hornsins lengst til hægri, cn þar eru tveir djúpir leðurstólar og sófi, klætt svörtu leðri, og sófaborð þar á milli. Á veggnum fyrir aftan Sigfús er lituð ljósmynd af afa hans, Sigfúsi Bergmann Guðmunds- syni, en á móti honum (sést ekki á myndinni) eru tvö stór málverk, annað cftir Ásgrím: Úr Hornafirði — og hitt eftir Svein Þórarinsson: Brim við Grindavík. Suðurhliðin er öll einn stór gluggi, þar sem sólin kemst óhindrað inn allan daginn — þegar veður leyfir — en út um gluggann er góð yfirsýn yfir bílastæði og innakstur til Volkswagen verkstæðanna niðri í húsinu. Óttarr Möller EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Óttarr er í gömlu húsi og gamalli skrifstofu og hefur haft lítil tækfiæri til að stækka, breyta eða endurbæta. Þar er allt með traustum blæ, algerlega iaust við skraut eða jafnvel þægindi. Skrifstofan er í suð-austur horni Eimskipafélagshússins. Þegar Óttarr flutti þangað inn, voru þrennar dyr á herberginu, sem eyðilögðu alveg tvo veggi. Tveim þeirra hefur hann látið loka og byggja upp í. Veggir cru málaðir ljósri málningu. Á gólfi er íslenzkt teppi. Skrifborðið er ekki nýtt, enda segir Óttarr að það hafi fylgt sér alveg síðan 1947. Gestir sökkva þægilcga niður í djúpa hægindastóla, klædda dökkrauðu leðri, eða sófa í sama stfl. Á veggjum eru málverk — flest af skipum félagsins. Á myndinni sjáum við málvcrk af Gullfossi gamla, málað 1928. Málarinn er útlendur, C. Kölle. Hina myndina hefur Kristján Magnússon málað, en hún sýnir Dettifoss, Brúarfoss, Lagarfoss og Goðafoss. Það er málað 1930. Önnur listaverk, sem prýða skrifstofu Óttars eru eftir Karen Agnete Þórarinson, Örlyg Sigurðsson, Halldór Pétursson og einhvern þýzkan listamann. VIKAN 14. tbl. Ólafur Johnson 0. J0HNS0N 0G KAABER ■O Gunnar Hansson, arkitekt, hcfur séð um að innrétta skrifstofu Ólafs, sem er með þeim smekklegustu, scm við sáum að okkar áliti. Bæði á þiljum og í húsgögnum er matt- lakkaður askur og öll húsgögn íslenzk. Myndin er tekin frá dyrunum, en til vinstri við myndina er gluggi, sem nær yfir allan útvegginn, með útsýn til Esju í fjarska, en nær sér í húsið Héðinshöfða á bak við gamla vinnuskúra, sem eiga að hverfa síðar. Tveir stórir skápar með rennihurðum skýla stórum peningaskápum, en x öðr- um minni skápnum á bak við Ólaf geym- ir hann ritvél. Á litlu borði við hlið hans er svo diktafónn. Þægilegir hægindastól- ar og sófi er við vesturvegginn óg fyrir ofan sófann málverk eftir Steinþór Sig- urðsson. Uppi á peningaskápunum er orginal skúlptúr eftir Ásmund, sem hann nefnir „Gróður jarðar“. Á bak við Ólaf er upphieypt mynd í litum eftir spænskan listamann, sem var hér á landi um tíma. Þar á veggnum er iíka ævafornt landa- kort af íslandi, handmálað og vafalaust mjög verðmætt. Til vinstri á myndinni sést fundarborð við norðurvegginn — allt í sama stíl og mjög smekklegt. Skrilstofvr forstjóranna

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.