Vikan

Tölublað

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 17

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 17
FRAMHALDSSAGAN 3. HLUTI - NIÐURLAG TEIKNINGAR VIÐ SÖGUNA GERÐI BALTASAR Guðmar og Jónhildur á Bakka eiga dóttur sem Sveinbjörg heitir, en Guðmar á einnig launson, sem Gunnar heitir og á heima á bæ skammt undan. Þar kemúr, að þau Gunnar og Sveinbjörg fella hugi saman, og veldur það Guðmari miklu hugarangri. Aftur á móti er Jónhildur samþykk þess- um samdrætti, og þegár Sveinbjörg segir foreldrum sínum frá trúlofun þeirra Gunnars, verður hún alls hugar fegin, en Guðmari svelgist illa á kaffinu sínu. blessast að leggja saman tvö göm- ul sár." „Okkar á milli sagt Guðmar minn veit ég hvað þú ert að fara. En ef þú ætlar að fara að rifja það upp núna og gera eitt- hvað veður út af þvi skal ég neita fram í andlátið þó svo að það kosti að ég fari i verri staðinn. Ég skal segja þér alveg eins og er að einu sinni dreymdi mig um að komast í húsfreyju- sessinn á Bakka en það var ekki vegna jarðarinnar heldur sem til þurfti: að giftast bóndanum þar tilvonandi. Nú endurtekur sagan sig í börnunum okkar en það veit enginn nema við og eigum við að valda börnum okk- ar óhamingju með því að vekja það upp sem er löngu dautt?"' „Sko það er nefnilega vegna þessarar hamingju eða ekki ham- ingju að ég er að hugsa svoltið um þetta sko. Ég er nefnilega efins i að það kunni nokkuð gott af sér að leiða að systkini eigist og fari að hlaða niður krökkum, þáð aldrei nema þau Eftir Slgríðl Gtel&tióttur ffrá Vík f----------------¦------------------------¦------------------- í NÆSTA BLAÐI: Rítdómur Sigurðar A. Magnússonar um hina nýju skáldsögu Hvinur í stráum, sem hann kallar KERLINGABÓK ALLRA KERLINGABðKA birtist í næsta blaði. Látið hann ekki fram hjá ykkur fara. séu vitlaust feðruð og'hann ætli að verða prestur." „Við skulum ekki ræða frekar um þetta GuSmar minn, en þaS segi ég þér i fullri alvöru að ef þú ætlar eitthvað að fara að spilla á milli barnanna er mér aS mæta og þaS er ekki vist þér þyki þaS betra. Það kann aS vera aS ég viti eitthvað sem þér kæmi ver að ég léti uppskátt og eins annað sem þér væri veigur í aS ég þegði um.' „Ojamm ojá," sagði GuSmar. „Það er nú kúnstin sem færri kunna, ýmist að segja eða þeigja. Það er eins og það snúist við i kokinu á þeim sumum." 14. KAFLI Guðmará Bakka leggst i rumið Eftir því sem nær dró vetri varð Guðmar æ einrænni og fór meir einförum en nokkru sinni fyrr, Hann hætti að grípa í nokk- urt verk og þó vinnufólkið spyrði hvað það ætti að gera var varla að hann anzaði því, svo það voru allir hættir að snúa sér til hans heldur báru málin ævinlega undir hana frú Jónhildi sem stjórnaði öllu bæði innan- húss og utan af mikilli rögg- semi. Svo kom haustið og ungling- arnir fóru suSur í skólana sína og frú Jónhildur sá alveg um að búa hana út hana Sveinbjörgu og lagði henni og Björgu frænku hcnnar til farareyri. Svo fóru þau þrjú öll sömul með skipinu einn daginn og frú Jónhildur fylgdi þeim til skips en Guðmar fór á fætur snemma um morgun- inn og fannst hvergi nokkurs staðar þegar hún Sveinbjörg litla ætlaði að kveðja hann svo hún varð að fara án þess. Þegar frú Jónhildur kom heim um kvöldið var Guðmar háttaður uppi i Suð- urhúsinu og ansaSi ekki hvernig sem á hann var yrt. Sama sagan var daginn eftir að hann vildi Framhald á bls. 34. VIKAN 14. tW. 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.