Vikan

Tölublað

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 18
Tungl- farapnli* munu feröast í bilum I Bandaríkjunum starfa uú 315 þúsund manns að því að fram- kvæma ókvörðun Kennedy forseta: „Til tunglsins fyrir órið 1970". Appollo framkvæmdin er stærsta, dýrasta og djarfasta fram- kvæmd sögunnar. Hvert einstakt smáatriði þarf að vinna sitt ná- kvæmisverk hárrétt, á þeirri stund er Satúrnuseldflaugin leggur af stað upp í loftið frá Cape Kennedy, með þrjá geimfara um borð. Frá tunglinu verður síðan farið í aðrar geimferðir í framtíðinni. Ekki er búizt við því að tunglið sýni þessum þrem geimförum gest- risni, sem orð er á gerandi. Þeir verða að flytja með sér loft, mat og drykk héðan af móður jörð, og þeir þurfa að verja sig gegn geisl- un, sólgosum og meteorum. Geim- sérfræðingarnir vita ennþá ekki með neinni vissu hvað skeður þeg- ar fyrstu geimfararnir stíga út úr geimfarinu sínu. Munu bæði þeir og farartækið sökkva niður í gljúpt MOLAB-bíllinn er með 2 m. há hjól. yfirborðið? Eldflaugaskot og aðrar rannsóknir hafa ekki ennþá gefið neinar nákvæmar upplýsingar um yfirborð tunglsins. Menn vita ekki heldur hvort geimfari getur geng- ið um yfirborð þess. Bandaríkjamenn hafa varið til þess geysimiklum upphæðum, að finna þægilegt og öruggt farartæki á tunglinu. Síðasta tunglbílinn smíð- aði Bendix Corp. fyrir NASA, band- arísku geimferðastjórnina. Hann nefnist MOLAB (Mobile lunar la- boratory). Hjólin á bílnum eru 2 metrar í þvermál, til að þau sökkvi sem minnst niður í yfirborðið. Hægt verður að nota bílinn bæði sem farartæki og samastað á tunglinu og framkvæma ýmiskonar rann- sóknir úr honum. Þá verður einnig hægt að safna saman sýnishornum af yfirborði tunglsins úr bílnum,án þess að geimfararnir þurfi að yfir- gefa hann. Mao alvai*Iega sjukur Hefur Mao Tse-tung misst völdin í Peking? Þetta er spurning, sem oft hefur heyrzt undanfarið um hinn 71 árs gamla kommúnistaleið- toga, og aðallega vegna þess að hann hefur verið haldinn sjúkdómi, sem gerir það að verkum að hann hefur ekki getað unnið af fullum krafti. Margir hafa það álit að mik- il valdabarátta geysi meðal ráða- manna þar, og sjálfir hafa kín- verjar viðurkennt að flokkurinn sé klofinn, ekki sízt í rússnesk-kín- verska málinu. Sögurnar um veikindi Mao Tse- tung komust alvarlega á kreik, þeg- ar franski blaðamaðurinn Edward Behr upplýsti það í bandarísku tímariti fyrir skömmu, að sennilegt væri að Mao þjáist af svokölluðum Parkinson-sjúkdómi. Behr sá föður sinn deyja úr þessari veiki, og þyk- ist því þekkja einkenni hennar. Hann fór í ferðalag til Kína ásamt nokkrum frönskum stjórnmálamönn- um og verksmiðjueigendum, og þá hitti hann Mao. Allir í hópnum sáu að Mao var veikur, enda var þjónn við hlið hans til að styðja hann. Annar vestrænn hópur kom til Kína fyrir nokkru, og þá sáu þátttakend- ur einnig greinilega að Mao var veikur. Umhverfis hann voru þá ávalt nokkrar hjúkrunarkonur. Parkinson veikin er ólæknandi, krónísk taugaveiki, og ástæðan fyr- ir henni er ókunn. Þeir, sem fá veik- ina eru oftast á fimmtugsaldri, og hún er algengari hjá körlum eh konum. Helztu einkenni sjúkdóms- ins er vöðvaspenna, titringur á höndum og handleggjum, erfiðar og seinar hreyfingar, hægur gang- ur og blæbrigðalaus rödd. Sálræn einkenni koma einnig oftast í Ijós, þunglyndi, skapstyggð og einmana- kennd. Spurningunni um það, hver muni taka við af Mao, þegar hann fellur frá, er ennþá ósvarað. Það eru til í það minnsta þrír krónprins- ar: Forsetinn og æðsti maður ríkis- ins, Liu Shao-chi, 66 ára, forsætis- ráðherrann Chou En-lai líka 66 ára og aðalritari miðstjórnar kommún- istaflokksins, Teng Hsiao-ping, 62. SiÐAN SIÐAST Slcemmfiferðasicipirfi eiga fpamtíð fyrir sér Það er fimmti hver maður, sem fer með skipi yfir Atlants- hafið. Hinir fljúga allir. Getur það þá verið að það borgi sig fyrir stóru útgerðarfélögin að reka sín stóru hafskip? Núna, yfir vetrartímann eru um 30 stór farþegaskip á skemmtisiglingum í Karabíska hafinu og á Kyrrahafinu. Ódýr- asta fargjaldið á þeim er um 150 þúsund ísl. kr. Þessar ferðir ná þeim tekjum inn, sem skipafélög in tapa í samkeppninni gegn þot- unum um hásumarið. Það virðist ekki vera útlit fyr- ir að tími stóru skipanna sé lið- inn enn, ef dæma má eftir því að Cunardskipafélagið hefur ný- lega pantað nýtt skip, sem á að leysa Queen Mary gömlu af hólmi. Það er komið langt með smíði skipsins, sem ennþá heit- ir þó bara „Q-4“, en hún fer fram í hinu þekktu skipasmíðastöð John Brown við Glasgow. Þar er einnig verið að smíða risa-far- þegaskip fyrir Sænsk-amerísku línuna. Þetta nýja skip verður minna en bæði Queen Mary og Queen Elizabeth, en á að geta tekið jafn- marga farþega — 2000. Skipið er 59 þús. tonn, en Queen Mary 80 þús. og Queen Elizabeth 88 þús. Ástæðan fyrir því að þetta skip er haft minna, er aðallega sú að skipafélagið ætlar að nota það til skemmtiferða að vetrum. Það getur því farið bæði um Suez- og Panamaskurðinn, en það geta hin ekki. Bæði hin, stóru skipin, hafa sýnt að þau komast ekki til margra þekktra staða, vegna þess hve stór þau eru. Skemmtisigling á Karabiska hafinu kostar 150 þúsund. Jg VIKAN 14. tbl,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.