Vikan

Tölublað

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 21

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 21
Teikning með umsókn um einkaleyfi fyrir „Útbúnað á flöskutappa". Hugvitsmaðurinn hugsar sér að vír gangi í gegn um tappann. Neðst er vírnum fest í nokkurskonar tölu, sem liggur að tappanum neðanverðum, cn ofan á tapp- anum er vírlykkja, sem á að toga í til að losa tappann. Einkaleyfi var ekki veitt. inn á annan endann á spýtunni, og þá er tilgangslaust fyrir mig eÖa þig aS setja hann á „hinn" endann. AS visu er eldspýtnapatentið útrunniS fyrir löngu en þetta er samt lögmálið, sem gildir. Ef íslendingur ætlar að sækja um einka- leyfi fyrir uppfinningu, þa þarf hann að hafa samband við Iðnaðarmálaráðuneyt- ið, sem sér um þetta smáræði fyrir hann. Og það fyrsta, sem þarf að gera er að rannsaka nákvæmlega hvort nokkur ann- ar hefur orðið á undan til að finna hlut- inn upp. Segjum t.d. að þú finnir upp sjálflýsandi skráargat. Þá verður þú að byrja á þvi að senda bréf til ráðuneyt- isins, lýsa nákvæmlega skráargatinu og öllum útbúnaði í sambandi við það, fá góðan teiknara til að teikna gatið og allt lýsingardótið, skrifa gagnorða og stutt- orða lýsingu á þvi hvað það er i raun og veru, sem þú þykist hafa fundið upp. Það er t.d. allsendis tilgangslaust fyrir þig að segja að þú hafir fundiS upp skrá- argatið. Þú hefur heldur ekki fundið upp rafmagnið, eSa hvað það nú er sem þú ætlar að nota til að lýsa upp gatið. Held- ur ekki peruna. En kannske þú álitir að "\ „Hringbulluvél". Útskýringar eru nokkuð flóknar, en aðalatriðið mun vera það, að bullan snýst í eilífum hringjum inni í strokknum — sem auðvitað er hrínglaga — og snýr þannig hreyfiásnum. Einkaleyfi var ekki veitt. eins vel kalla það einkarétt á notkun uppfinningarinn- ar í vissan tima. En það er ekki allt þar með sagt. Það er ekki gert a nokkrum augnablikum að veita slíkt leyfi, vegna þess að stofnunin verður auðvitað um leið aS sjá um að einkaleyfin hljóti þá vernd, sem nauðsynlegt er, þ.e.a.s. að hvert það einkaleyfi, sem veitt er, fari ekki inn á svið eða skerði önnur einkaleyfi, sem áður hafa verið aefin. Það er t.d. alveg þýðingarlaust fyrir uppfinn- ingamann að „finna upp" eldspýtu, sem hefur brenni- steininn á hinum endanum á spýtunni „vegna þess að maður byrjar alltaf á vitlausum enda" eins og maður- inn sagði. Slikt mundi ekki verða talið til hagnýtra uppfinninga, að maSurinn sem fann upp eldspýtuna fyrstur, hefur þegar hlotiS rétt til aS setja brennistein- þú hafir veriS fyrstur til að finna upp útbúnaðinn i sambandi við þetta, fyrir- komulagið eða eitthvað mekanískt aðal- atriði i skránni. Þessu aðalatriði í uppfinningunni verð- ur þú að lýsa mjög nákvæmlega, svo eng- inn geti flækt það inn i önnur atriði eða vefengt hvað þú átt við. Það dugir ekki aS segja: „Ég hef hugsaS mér aS hafa útbúnaS inni i skranni, sem lýsir upp gatið ef einhver kemur nær því en 10 metra." Nei, þú verður aS segja: „Fótó- sellu er komiS fyrir við dyrnar. Ef ein- hver kemur nær dyrunum en 10 metra, þá kveikir fótósellan rafljósiS, sem kom- ið er fyrir innan i skránni skv- teikningunni, og lýsir upp gatið. Krafa mín er sú, aS fyrirkomulag ljósaútbúnaðarins inni í skránni verði tekið gilt sem uppfinning min, og mér veitt einkaleyfi á þvi." Nú veit ráðuneytið auðvitað ekk- ert um það, hvort einhver annar hefur fundiS þetta upp á undan þér eSa ekki. ÞaS gæti vel veriS aS einhver arabískur þrælasali hafi fundiS upp sem læsingu fyrir kvennabúriS sitt fyrir 14 árum, og hafi fengið einkaleyfi á því í 17 löndum. Og þá er auðvitað fyrst að rannsaka það. Hér á landi eru engar uplýsingar til um slika hluti, og þessvegna hefur ráSuneytið sam- vinnu viS dönsku einkaleyfastofn- unina, sem leitar aS þessu og gefur siðan skýrslu hingað. Danska stofn- unin hefur skrá yfir öll einkaleyfi, sem veitt hafa verið á Norðurlönd- unum, í Englandi, .Bandaríkjunum Þýzkalandi og víðar. Setjum nú svo að ekki takist að finna neitt einkaleyfi, sem líkist þessu. Þá fær ráðuneytiS hér skýrslu um þaS, og þá er aSeins eftir aS vita hvort ráSuneytiS telur rétt og eðlilegt að veita þér einka- leyfið. Þá eru mörg atriði, sem koma til athugunar. Uppfinningin þarf að hafa hagnýta þýðingu til að byrja með. Það er að segja, aS ráðu- neytið þarf að vera sannfært um að sjálflýsandi skrá sé í raun og veru nauðsynleg, og mundi kóma mörg- um bóndanum að gagni þegar hann kemur döggvaður heim að kvöldi til. í öðru lagi þarf ráðuneytið að sannfæra sjálft sig um það, að þetta sé i raun og veru uppfinning, en ekki bara eitthvað píp Ef þú ætlar að setja venjulegt vasaljós fyrir innan skrána, og láta fótóselluna kveikja á því — þá er það engin uppfinning. Bara nýtt fyrirkomulag á þekktum hlutum. Eitt atriði enn, sem taka þarf til athugunar. Þú mátt ekki hafa sýnt uppfinninguna opinberlega áður en þú sóttir um einkaleyfið. Ef þú hefðir t.d. sett hana á dyrnar á Hótel Borg og aug- lýst í blöðunum að þarna gætu allir séð hve sniðugur þú værir, þá mundir þú ekki fa einkaleyfi. Ástæðan er einfaldlega sú, að ef uppfinningin hefur verið opinber- lega til sýnis, þá getur hið háa' ráðuneyti alls ekki verið 100% visst um að þú sért hinn raunveru- legi uppfinningamaður. Þú gætir allt eins vel hafa verið sýningar- gestur, en bara séð möguleikann og orðið fljótari til að sækja um leyfið. Þetta er líka liður i vernd- inni, og þetta er ein ástæðan fyrir neitun um einkaleyfi hér á landi. Menn þurfa endilega aS sýna öllum uppfinninguna fyrst og safna gull- Framhald á bls. 30. VIKAN 14. tbl. 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.