Vikan

Tölublað

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 22

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 22
HÚS OG HÚSBUNAÐUR GAMALT OG NÝTí Heimurinn, mannlífið, tízkan, — allt snýst í hring og leitar þess sem fró var horfið eins og maður sem villist og uppgötvar að hann er kominn í hring og aftur staddur á þeim stað, sem hann byrjaði ferðina. Hýbýli manna taka stöðugum breytingum, en ekkert í innréttingum og húsbúnaði hefur staðið af sér allar breytingar. Svo þegar liðin eru tíu eða tuttugu eða jafnvel fimmtíu ár, þá líta menn um öxl og sjá, að það sem var gott í tíð feðra þeirra eða hjá afa og ömmu, er reyndar býsna gott ennþá. Þá er það gamla dregið fram í dagsljósið að nýju og stundum kemur Það er vafasamt, að nokkur nútíma hýbýli geti orðið öllu heimilislegri og öllu meira sjarmer- andi en þessi enska stofa, sem mun vera frá aldamótunum siðustu. Raunar er hér um að ræða bókaherbergi og stofu í senn. Trégólf og hand- unnin motta á því. Eik í skápunum og ó veggj- unum að öðru leyti. Stólar með renndum fót- um og ofnum setum. Eikarskápur með hillum upp við vegginn. \P: 1 ¦*5?h -<aðiritlti & ( Ijós, að bókaskápur í gömlum stíl, veggklukka eða borð með renndum fótum, fer prýðilega með allra nýjustu húsgögnunum. Og meir en það: Gömlu mun- irnir eða nýir munir í gömlum stíl gefa heimilinu ein- hverskonar rótgróinn festusvip, sem því miður vant- ar oftast, að minnsta kosti hjó yngra fólki. Hér á íslandi er raunar til lítils að hverfa, hvað gamla tímann áhrærir. I bændaþióðfélaginu, sem leið undir lok á þessari öld, var húsbúnaðurinn í ætt við húsakynnin,- gert af vanefnum úr lélegum efnum og með lélegum verkfærum. Enda eigum við nálega engan íslenzkan arf í þessu efni. Föstu rúmin í bað- stofunum voru hægindi um leið og um húsgögn eftir okkar mælikvarða var ekki að ræða. Að vísu eru til gamlir íslenzkir munir, skópar og skatthol og kann- ske einstaka stóll frá embættis- eða ríkismannaheim- ilum, en flestallt mun það danskættað. Af íslenzkum uppruna eru hinsvegar kistur og kistlar, sumt járn- slegið eða jafnvel útskorið og hinir merkustu gripir en fóséð nú orðið. Á þessu er mikill og tilfinnanlegur munur, borið saman við grannþjóðir okkar, sem eiga aldagamlar byggingar og meira að segja urmul af dýrindis hús- gögnum frá fyrri öldum, sem eru eftirsótt enn í dag. í þetta sinn bregðum við upp myndum af nýtízku hús- gögnum og myndum frá enskum heimilum frá öld- inni sem leið. » ésmmm Stofa úr gömlu, amerísku húsi frá öldinni sem leið, hugsuð sem íverustaður fyrir alla fjölskylduna. Bjálkar í loftinu, skatthol við vegginn, arinn með keramikflísum, ævagömul klukka, borð með skúffum og renndum fótum, sömuleiðis þrjú smærri borð, trégólf og nokkur lítil gólfteppi. 22 VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.