Vikan

Tölublað

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 24

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 24
Smásaga efftir Sven Forsell Hann kom inn í bókabúðina, rétt fyrir lokunartíma og fór að blaða í tímaritum sem lágu á borði næst dyrunum. Hann var hár og grannur, augnaráðið flóttalegt og eitthvað grunsamlegt við alla hans framkomu. Hárið var hrafnsvart og þykkt og náði niður á flibbann að aftan. í fangelsinu gekk hann undir nafninu Refurinn, vegna þess að hann var bæði slunginn og rauðhærður. Það var ekki nema vika síðan hann litaði hárið svart; gerði það daginn eftir að hann brauzt út úr fangelsinu. Bóksalinn sem var ungur maður, var að láta bók upp í efstu hilluna, hann sneri sér nú að viðskiptavininum, brosti og sagði kurteislega: „Hvað get ég gert fyrir yður“? Refurinn glotti og illgirnin skein út úr augum hans: „Eg ætlaði að finna einhverja spennandi leynilögreglusögu, ef til : vill getið þér bent mér á einhverja, hr. bókavörður, — afsakið, ég ætlaði að segja bóksali". Bóksalinn horfði óttasleginn á komumann og hvíslaði með hálfkæfðri rödd: „Ert það þú, hvernig komstu hingað“? Refurinn leit til ungu stúlkunnar í pappírsdeildinni og síðan á bóksalann, þýðingarmiklu augnaráði. Stúlkan kom nú fram í bókabúðina og sagði: „Nú er ég búin að læsa kassanum og láta lyklana í skúffuna". „Það er gott, þakka yður fyrir, nú megið þér fara heim, sagði bóksalinn. Þeir-heyrðu að bakdyrnar opnuðust og lokuðust aftur. Nú voru þeir aleinir. Refurinn kveikti í sígarettu og horfði í kring um sig og glotti. „Það lítur sannarlega vel út hjá þér herra bóksali Thor Svend- sen. Þú ert sællegur og vel klæddur, þó að ég muni eftir þér í öðrum búningi og öðru umhverfi. Þú komst þér líka vel þar, en ég var ekki nothæfur til annars en að afhýða kartöflur. Það er meira en ár síðan“. „Hvaða erindi átt þú við mig, ég hef ekki tíma til að standa hér og hlusta á þvaður", sagði Thor. „Það var leiðinlegt, hefur þú ekki tíma til að rif ja upp gamlar minningar“. Refurinn hló og sló öskunni af sígarettunni, án þess að hafa augun af hinum, síðan tók hann ofan hattinn og lagði hann á búðarborðið. Thor starði undrandi á litinn á hári hans. „Það er satt, ég lagaði svolítið litinn á hárinu á mér, ég var orðinn leiður á því að vera rauðhærður." „Ég skil, þú hefur brotizt út.“ Refurinn hló ruddalega. „Alveg rétt, ég var líka orðinn leiður á því, að sitja í fangelsi og afhýða kartöflur. f dag er vika síðan ég flýði, nú er ég á leið suður á bóginn og vona að komast með skipi til útlanda. Það var hreinasta tilviljun að ég kom í þetta litla þorp, svo sá ég nafnið þitt á hurðinni og hugsaði með mér: Þetta skyldi þó aldrei vera Thor Svendsen, sem einu sinni var fangi nr. 245. Fanginn sem hag- aði sér svo vel í fangesinu, að hann var skipaður bókavörður. Þú ert kannske orðinn svo finn maður, að þú kallir á lögregluna." „Ég er enginn svikari," sagði Thor. „Það kemur mér ekki við, þó að þú hafir strokið úr fangelsinu, en þú þarft ekki að vera að koma mér í nein vandræði. Þú verður að fara héðan samstundis, það er það eina sem ég bið þig um.“ „Ég skil þig fullkomlega, það gæti verið óþægilegt ef borgarar bæjarins fengju að vita hvað þú átt fína vini frá fyrri árum. Það gæti minnkað við- skiptin, ef þeir fengju vitneskju um, að þú hafir borið fangabúning í heilt ár, er þetta ekki rétt athugað hjá mér.“ Thor kreppti hnefana svo að neglurnar skárust inn í holdið og hann fékk kökk í hálsinn. Það var erfitt að horfast í augu við sannleikann, og þetta var allt rétt sem Refurinn hafði sagt. Aðeins ein manneskja í þessum bæ vissi um fortíð hans. Hugsunin um það, að Refurinn gæti nú rifið niður allt, sem hann og María höfðu byggt upp, gerði hann svo magnþrota að hann titraði eins og lauf í vindi. Hann hallaði sér að komumanni og spurði: „Hvað þarft þú að fá til þess að geta sloppið héðan út úr bænum. Ef til vill get ég hjálpað þér, þó að ég viti, að það getur orðið mér dýrt spaug, að hjálpa strokufanga." „Ég gæti komizt af með 500 kr. Það er ekki meiningin að féfletta þig,“ sagði Refurinn. Thor fölnaði í andliti en sagði ekkert. Svo tók hann 100 kr. upp úr veski sínu og rétti komumanni. „Þú færð þennan hérna en ekki eyri meira, með því skilyrði að þú hverfir héðan á stundinni." „Ég hugsa aðeins um að komast héðan sem fyrst, en hve langt kemst maður fyrir 100 kr., sagði Refurinn. „Þú færð ekki meira hjá mér,“ sagði Thor og hélt seðlinum á lofti. „Þá verð ég að láta mér nægja það sem ég get fengið,“ sagði Refurinn, um leið og hann hrifsaði seðilinn og stakk honum í buxnavasann, en hæðnisglott lék um vrair hans. „Reyndu nú að koma þér héðan, við eigum ekkert vantalað hvor við annan," sagði Thor um leið og hann gekk gegnum skrifstofuna og opnaði þröngar bak- dyr á búðinni. Refurinn rétti fram höndina, en Thor lét sem hann sæi það ekki og hinn hvarf út í myrkrið eins og rotta. Thor stóð kyrr þar til hann var horf- inn, þá gekk hann.inn og slökkti ljósin, lokaði síðan rækilega og hélt af stað heim. Þegar hann kom út á götuna, mætti hann konu sinni, sem var komin til að sækja hann. „Ég gat ekki skilið hvað væri orðið af þér,“ sagði hún. „Það var heilmikið, sem ég þurfti að lagfæra, og því tafðist ég svo lengi," svaraði hann lágt. Hann var feginn að það var dimmt úti, svo að María gat ekki séð framan í hann, en þegar hún smeygði hendinni undir handlegg hans, þá fékk hann kökk í hálsinn. Hann var ekki mikill leikari og átti ekki gott með að dylja hana neins. Þegar þau komu út á torgið staðnæmdust þau við gluggann á bóka- búðinni og athuguðu útstillinguna Thor sá að Refurinn var að hverfa fyrir götuhornið. Maríu varð litið framaní mann sinn, þegar hún sá svip hans varð hún mjög óróleg. „Hvað er að“, spurði hún. ,,Ekkert“ svaraði hann og reyndi að brosa. „Ég er bara svo óvenjulega svangur og þreyttur, hvað fæ ég að borða“. „Þú færð svínakótelettur“, sagði María. „Það er eitthvað það bezta sem ég get hugsað mér, við skulum flýta okkur heim“, sagði Thor og leit ástúðlega á konu sína. Meðan þau sátu undir borðum sagði María, að hún hefði séð skuggalegan náunga fyrir utan bókabúðina, þegar hún kom. „Það var eitthvað ógeðslegt við hann, það leit helzt út fyrir að hann væri að hugsa um að fremja innbrot", bætti hún við. Thor skildi að hún hafði séð Refinn. Hann forðaðist að mæta augnaráði konu sinnar og svaraði engu. Hann hugsaði um, hvað hann ætti að gera, hvort hann ætti að segja henni allt, eða hlífa henni við óþarfa áhyggjum. Hann valdi síðari kostinn. Hann þóttist vera viss um að Refurinn þyrði ekki að vera í bænum til morg- uns, hann sem var strokufangi sem lýst var eftir, hlaut að hverfa burt sem skjótast. Eftir eina klukkustund átti járnbrautarlest að leggja af stað, til Suðurlands og líklegast var að hann færi með henni. María athugaði mann sinn í laumi, hún hafði einnig sínar áhyggjur. Það vakti athygli hennar, hvað Thor varð órólegur, þegar hann horfði á eftir þessum óhugnanlega náunga, þegar hann hvarf fyrir götuhornið. Maríu grunaði hvaðan þeir mundu þekkjast, en hún Framhald á bls. 31. 24 VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.