Vikan

Tölublað

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 29

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 29
Framhald af bls. 9. hana og gimsteinarnir drupu henni í mittisstað eins og daggarperlur.. . . Angelique var þegar í stað ljóst, að ef hún sneri sér við núna, hefði hún gert sig hlægilega að eilífu. Svo hún hélt áfram, en stöðugt hægar, með hinni einkennilegu tilfinningu hjálparleysis og ósjálfræðis, sem stundum bregður fyrir í draumi. Umhverfið leystist upp og varð loðið, og hún sá ekkert skýrt nema konunginn. Hún starði beint á hann, eins og hún væri dregin að segulstáli. Þótt hún hefði viljað líta undan, hefði hún ekki getað það. Hún var nú komin eins nærri honum og hún hafði einu sinni verið í kuldalegu herberginu í Louvre, þar sem hún hafði staðið andspænis honum og allt þurrkaðist út úr minningu hennar annað en það hræðilega atvik. Henni var ekki einu sinni ljóst, hve á- hrifamikil koma hennar eftir göngunum var; þar sem hún var alein á miðjum sólbökuðum svölum í þessum glæsilega búningi og sinni full- þroska geislandi fegurð. Lúðvík XIV nam staðar og sömuleiðis hirðmennirnir i kringum hann. Lauzun þekkti Angelique þegar í stað, beit á vörina og faldi sig bak við hina hirðmennina, léttur i skapi. Nú myndu' þeir verða vitni að nokkru stórkostlegu! Konungurinn snerti hatt sinn mjög kurteislega, Fegurð kvenna snart hann mjög djúpt, og hin rólega ögrun sem skein út úr þessum smaragðs- grænu augum, afvopnaði hann fullkomlega. Hver var hún? Hversvegna hafði hann ekki tekið eftir henni áður? Án þess að vita hversvegna, hneigði Angelique sig mjög djúpt. Meðan hún kraup, óskaði hún þess að hún þyrfti aldrei að rísa á fætur framar. Þó rétti hún úr sér og augu hennar leituðu ósjálfrátt að andliti kon- ungsins. Þrátt fyrir betri fyrirætlanir starði hún ögrandi á hann. Konungurinn varð þrumu lostinn. Það var eitthvað óvenjulegt í framkomu þessarar óþekktu konu, og einnig í undrunarfullri þögn hirðmannanna. Hann litaðist um og hleypti örlítið í brúnir. Angelique hélt það myndi líða yfir hana. Hendur hennar tóku að titra i fellingum pilsins. Hún var aflvana, hún var að detta. 1 sama bili gripu einhverjir fingur um hennar, svo fast, að hana langaði til að æpa og rödd Philippe sagði mjög rólega: — Sire, má ég biðja hágöfgi að gera mér þann heiður að leyfa mér að kynna fyrir honum konu mína, Marquise du Plessis-Belliére. — Konu yðar, Markgreifi? sagði konungurinn. — Þetta eru fréttir, sem koma á óvart. Ég heyrði eitthvað minnzt á að gifting yðar stæði fyri dyrum, en ég bjóst við því að þér mynduð koma og segja mér frá því sjáifur. —¦ Sire, mér fannst ekki viðeigandi að ónáða yðar hágöfgi með slíkum smámunum. — Smámunum? E'ru hjónabönd smámunir? Gætið að því, mark- greifi, að láta ekki Monsieur Bousset heyra til yðar! Og þessa konu! Við heilagan lúðvik, svo lengi sem ég hef þekkt yður verð ég stundum að velta því fyrir mér, hvernig þér eruð eiginlega skapaður! Vitið þér ekki, að þetta lítillæti gagnvart mér nálgast að vera ófyrirleitni? —• Sire, mér þykir fyrir því að yðar hágöfgi skuli túlka þögn mína þannig. En þetta var svo þýðingarlaust. —¦ Þegið þér, Monsieur. Tilfinningaskortur yðar er takmarkalaus og ég læt ekki viðgangast að þér talið svona ókurteislega í návist jafn fallegrar veru og konan yðar er. Berið mig fyrir því, Monsietir, þér eruð aðeins tilfinningalaus hermaður. Madame, hvað segið þér um þessa framkomu eiginmanns yðar? — Eg skal reyna að umbera hann, Sire, svaraði Angelique, sem hafði náð sér lítið eitt, meðan á þessu samtali stóð. Konungurinn brosti. — Þér eruð skynsöm kona og mjög falleg. Það tvennt fer ekki alltaf saman! Markgreifi, ég fyrirgef yður vegna hins frábæra vals yðar.... og vegna hinna dásamlegu augna hennar.... græn augu.... það er litur, sem ég hef ekki oft tækifæri tíl að dást að. Konur með græn augu eru.... Hann snöggþagnaði og virti fyrir sér andlit Angelique. Svo fölnaði brosið á andliti hans og allur líkami hans virtist stirðna eins og hawn hefði orðið fyrir eldingu. Fyrir augum hirðmannanna, sem fyrst urðu undrandi og síðan skelfdir, varð Lúðvík XIV náfölur. Það fór ekki fram hjá neinum; því konungurinn var rjóður í andliti og bartskeri hans var iðulega að taka honum blóð. En nú varð hann á fáeinum sekúndum eins hvítur og skyrtulíningin hans, þótt enginn dráttur hefði hreyfzt i andlitinu. Þrátt fyrir betri vitund horfði Angelique á hann með sama svip og sek börn horfa stundum á þá, sem þau búast við að muni refsa þeim fyrir óþekkt. — Eruð þér ekki frá Suður-Frakklandi, Madame? spurði konungur- inn svo allt i einu. ¦— Frá Toulouse? — Nei, Sire, hún er frá Poitou, sagði Philippe. — Faðir hennar er de Sancé de Monteloup barón, sem á búgarð skammt frá Niort. —¦ Ó, Sire! Að rugla saman stúlku frá Poitou og Suður-Frakklandi, hrópaði Athénais de Montespan og rak upp klingjandi hlátur. Þér, Sire! Hin fagra Athénais var svo mikið í náðinni, að hún hikaði ekki við að gera svo djarfa athugasemd. Það hjálpaði til að dreifa vandræðunum. Konungurinn fékk aftur sinn-eðlilega litarhátt. Hann hafði ávallt stjórn á sjálfum sér og nú leit hann glaðlega á Athénais. — Það er sagt að konurnar frá Poitou hafi mjög mikinn þokka, en gætið þess Madame að Monsieur de Montespan neyðist ekki til að heyja einvígi við alla Gaskona í Versölum. Það gæti verið að þeir vildu halda uppi hanzkanum fyrir sínar konur. —¦ Var þetta móðgun í yðar garð, Sire? Sé svo var það alveg óviljandi af minni hálfu. Ég ætlaði aðeins að segja að þótt yndisþokki beggja sé svipaður að magni og gæðum, eru engar likur til, að þeim verði ruglað saman. Ég vona, að yðar hágöfgi fyrirgefi mér þessa auðmjúku athugasemd. En brosið í stóru, bláu augunum var allt annað en auðmjúkt. — Ég hef þekkt Madame du Plessis í mörg ár, hélt Madame de Mont- espan áfram. — Við ólumst upp saman. Fjölskyldur okkar eru skyldar Angelique hét því að gleyma aldrei skuld sinni við Madame de Mont- espan. Hvað sem kom henni til, hafði hún örugglega bjargað vinkonu sinni. Konungurinn hneigði sig aftur með ánægjubrosi fyrir Angelique du Plessis-Belliére. — Gott! Það er heiður fyrir Versali að hafa yður, Madame. Verið velkomin. Svo bætti hann við með lágri röddu: — Vér erum glaðir að sjá yður aftur. Þá varð Angelique ljóst, að hann þekkti hana, en hann hafði tekið á móti henni og vildi slá striki yfir það sem liðið var. I síðasta skipti stóð bálkösturinn á milli þeirra. Unga konan hneigði sig djúpt og fann tárin koma fram í augun. Sem betur fór hafði kon- ungurinn gengið af stað aftur. Hún gat risið á fætur, laumazt til að strjúka úr augunum og litið í áttina til Philippe. — Hvernig get ég þakkað þér, Philippe? — Þakkað mér! hreytti hann út úr sér í lágum hljóðum og beit á jaxlinn af reiði. Ég gerði ekkert annað en forða nafninu mínu frá at- hlægi og vanvirðu! Þú ert konan mín, djöfullinn eigi það! Eg bið þig að muna það hér eftir. Að koma til Versala á þennan hátt! Án þess að vera boðin! Án þess að vera kynnt! Og stara svo frekjulega á konunginn! Getur ekkert komið í veg fyrir þessa eilífu helvitis frekju! Ég hefði átt að drepa þig þarna um nóttina. — Ó, Phiíippe, farðu nú ekki að eyðileggja þennan dásamlega dag! Þa uvoru komin að garðinum, í kjölfar hinna. Blár himinninn var eins og tjald bak við hvíta gosbrunnana og sólarljósið, sem glampaði á mjúku yfirborði stóru tjarnanna niðri í garðinum, varpaði ofbirtu í augu Angelique. Henni fannst hún ganga í miðri Paradís. Hún lyfti báðum höndum að vörum sér, eins og barn sem gripið er undrun, og stóð grafkyrr og starði á þessa fegurð, sem henni fannst ekki geta verið raunveruleg. Léttur vindblær bærði hvítar f.iaðrirnar 1 hárskrauti hennar og strauk þeim við ennið. Neðan við stigana hafði vagn konungsins numið staðar. En þegar hann var í þann veginn að stiga inn í hann, sneri hann sér við og gekk aftur upp þrepin. Angelique varð allt í einu ljóst, að hann stóð við hlið henn- ar. Hann var aleinn, því með smávægilegri bendingu hafði hann gefið fylgdarmönnum sínum merki um, að hann vildi fara einn. — Eruð þér að dást að Versölum, Madame? spurði hann. Angelique hneigði sig og svaraði mjög virðulega: — Sire, ég þakka yðar hágöfgi fyrir að hafa lagt slíka fegurð fyrir augu þegna sinna. Framtiðin mun standa í þakkarskuld við yður! Lúðvík XIV varð þögull andartak. — E'ruð þér hamingjusöm? spurði hann að lokum. Angelique Ieit undan og í sólinni og andvaranum fannst henni hún allt í einu yngri, rétt eins og unglingsstúlka, sem hvorki hefur þekkt sorg né skelfingu. — Hvernig er hægt annað en að vera h'amingjusamur i Versölum? muldraði hún. —• Grátið þá ekki framar, sagði konungurinn. — Og veitið mér þá ánægju að fylgja mér. Mig langar að sýna yður garðinn. Angelique stakk hönd sinni í lófa Lúðvíks XIV. Ásamt hanum gekk hún niður þrepin í áttina að tjörnunum og hirðmennirnir hneigðu sig um leið og þau gengu framhjá. Þegar hún var setzt við hlið Athénais de Montespan og sneri móti prinsessunum og hans hágöfgi, sá hún í svip andlit eiginmanns síns. Philippe horfði á, þrumu lostinn á svip, en þó ekki án áhuga. Var honum að verða ljóst, að hann hafði kvænzt undri? Angelique fannst hún svo létt, að hún gæti flogið. 1 hennar augum var framtiðin eins blá og sjóndeildarhringurinn. Hún sagði við sjálfa sig, að synir hennar myndu aldrei framar kynnast fátæktinni. Þeir myndu verða aldir upp í akademíu Mont-Parnasse og verða sannir að- alsmenn. Angelique vissi, að hún myndi sjálf verða einhver dáðasta konan við hirðina. Og úr því konungurinn hafði látið í ljós þá ósk sína, ætlaði hún að reyna að þurrka úr hjarta simi alla þá beiskju, sem þar fólst. Og djúpt í sálu sinni vissi hún, að ástareldurinn sem hafði lagt hana undir sig, þessi hræðilegi logi, sem um leið hafði eyðilagt ást hennar, myndi aldrei deyja. Hann myndi endast alla hennar ævi. Alveg eins og La Voisin hafði sagt. En örlögin vildu láta Angelique hvila sig um hrið og það var ekki nema sanngjarnt, til að öðlast nýtt þrek með nýjum sigrum fegurðar- innar. Seinna myndi hún aftur snúa inn á ævintýrabrautina, en þennan dag átti hún engan ótta lengur. Hún var komin tíl Versala! ENDIR FYRSTU BÓKAR f fullri alvöru Framhald af bls. 2. myndlistargagnrýni. Hin blöðin virðast ekki vera þess umkomin að finna menn, sem vilja gagn- rýna eða þá að þau hafa engan áhuga á því. Og meðal þess f jölda áhugamanna, sem að staðaldri sækja sýningar, er enginn sem finnur hjá sér hvöt til þess að segja álit sitt. Það er rétt, að oftast er farið hörðum orðum um skilningsleysi og rangtúlkun gagnrýnenda, en það skiptir ekki höfuðmáli, hvort gagnrýni sé áreiðanleg á heimsmælikvarða. Ef hún rótar við lognmollunni, þá er tilgangi hennar náð. G. S. VIKAN 14. tbl. 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.