Vikan

Tölublað

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 33

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 33
auk þess er kalt á þjóðvegunum". „Þér eruð þá afbrotamaður, sem auglýst er eftir“, spurði María. Refurinn ypti öxlum og svar- aði. „Maður getur ekki brotizt út úr fangelsi, án þess að aug- lýst sé, hvernig maður lítur út, þessvegna er aðkallandi að ég fái önnur föt, og frakka, og það verður Thor að láta mig fá. „Það er bezt að þér hringið til hans, síminn er hérna“. Að svo mæltu gekk hann fram á gólfið svo að María kæmist inn fyrir skrifborðið. Ég verð hér, svo að ég geti fylgzt með hvað þér segið, það er vissara fyrir Thor að vekja engar grun- semdir. Svo er rétt að láta þess getið, að það geti haft alvarleg- ar afleiðingar, ef Refurinn yrði fyrir einhverjum óþægindum. María gaf símaskránni horn- auga, um leið og hún færði sím- ann nær, þar stóð símanúmer lögreglustöðvar 131. Hún valdi númerið mjög rólega, eins og hún væri að hringja heim til sín, hún laut höfði, þorði ekki að líta upp, því að hún fann að Refur- inn fylgdist vel með öllu. “Seg- ið mér eitt, var þetta rétt núm- er, aðeins þriggja stafa, það get- ur ekki verið rétt“, mælti hann. „Haldið þér að ég þekki ekki mitt eigið símanúmer? Ef þér eruð í vafa þá skuluð þér sjálfur ganga úr skugga um það“. Hún ýtti símaskránni til hans. Hann fór að blaða í skránni, en var auðsjáanlega ekki vanur að með- höndla svona plagg. Það leið nokkur stund þangað til hann fann nafnið Svendsen og þá komu margirr dálkar af fólki með því eftirnafni. „Bók- sali — Bóksali", tautaði hann, um leið og hann lét vísifingur- inn líða niður eftir dálkunum. „Lögreglustöðin“, var sagt í eyra Maríu í símanum. „Halló, halló“, svaraði hún, já það er ég, þú verður að koma strax hingað í bókabúðina. Ég hef fengið heimsókn, það er Ref- urinn. Hann þarf að fá föt og frakka, til þess að hann geti kom- izt út úr bænum. Þú verður að koma með þetta hingað sam- stundis og gæta þess að vekja engar grunsemdir. Ég get ekki sagt meira í símann, en komdu fljótt, og komdu að bakdyrun- um“. Síðustu orðin hljómuðu eins og: kveinstafir. Þegar hún lagði símtækið frá. sér, faldi hún andlitið í höndum sér, lagðist fram á borðið og brast í ákafan grát. „Það er engin ástæða til að: gráta, þið munuð ekki verða fyr- ir meiri vandræðum mín vegna. Þegar ég hef fengið föt og ferða- peninga, hverf ég héðan sam- stundis“, sagði Refurinn. María lá fram á skrifborðið, þangað til hún heyrði að bílhurð var skellt fyrir utan. Þá stóð hún upp og gekk að bakdyrunum, hún ætlaði að hlaupa út, en Refurinn þreif í kápu hennar en hún lét hana renna af öxlum sér og hljóp í fangið á lögreglumanni sem stóð fyrir utan. Ég þakka yður fyrir að þér skilduð mig, tautaði hún um leið og henni sortnaði fyrir augun, síðan missti hún meðvitundina. Þegar hann raknaði við aftur, lá hún á legubekk á lögreglustöð- inni, Thor stóð við hlið hennar og hélt hendi hennar milli beggja sinna. „Hvar er Refurinn“? spurði hún. „Hann veldur ekki meiri vand- ræðum fyrst um sinn“, sagði lög- reglustjórinn. Þetta var vel af sér vikið, þér sýnduð mikla still- ingu Frú Svendsen, við höfðum grun um, að hann væri hér í bænum, og þegar þér hringduð gátum við komið samstundis og handtekið hann. En það er ekki óeðlilegt að þér hafið fengið taugaáfall, ég vona að þér náið yður fljótlega". María kinkaði kolli, en þagði og leit á manninn sinn. „Ég hefði átt að snúa mér til yðar strax í dag“, sagði Thor „þá kom Refurinn til mín, en því miður hvílir skuggi yfir fortíð minni og mig skorti hugrekki til þess“. „Þér skuluð ekki hafa neinar áhyggjur af því, Svendsen, ég þekki það mál og ég vill láta yður vita, að lögreglan mun ekki leggja stein í götu þess manns sem hefur tekið út sína hegn- ingu og byrjar nýtt líf“. „Við höfum fylgzt með yður síðan þér komuð til bæjarins og sannfærzt um að þér eruð heið- arlegur rnaður". „Ég þakka yður fyrir þessi orð og alla framkomu yðar“, sagði Thor mjög hrærður. Allt í einu breytti lögreglu- stjórinn um umræðuefni og sagði glaðlega. „Mér er sagt að sé kom- in út ný saga eftir Agatha Christie". „Já hún kom í gær“, svaraði Thor. Þá lít ég inn í búðina hjá yð- ur á morgun, ég er alveg vitlaus í leynilögreglusögur. ★ BIFREIÐAEIGENDUR BIFREIÐAVERKSTÆÐI i ALLT I BENZIN- OG DIESEL\/ELAR HEi»oliTE STIMPLAR, SLIFAR OG HRINGIR AUTOLITE KERTI, KERTAÞRÆÐIR, O.FL. ALLS r l 4 þ IjasRjais^ VELAPAKKNINGAR -TRANCO VENTLAR OG STÝRINGAR ENDURBYGGJUM BENZÍN- OG DIESELVELAR RENNUM SVEIFARÁSA BORUM VÉLABLOKKIR PLÖNUM HEDD- OG VÉLABLOKKIR RENNUM VENTLA OG VENTILSÆTI ÚRVAL AF BIFVÉLAVARAHLUTUM í VERZLUN VORRI SENDUM í PÓSTKRÖFU Þ. JÓNSSON & CO BRAUTARHOLTl 6 - SIMAR 15362 & 19215 - REYKJAVIK VIKAN 14. tbl. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.