Vikan

Tölublað

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 36
r----------------------:--------- SÓLGLERAUGU SUMARTÍZKAN 1965 ER KOMIN \ EINKAUMBOÐ FYRIR: SOCIÉTÉ DES LUNETIERS, PARIS. GLERAUG NAVERZLUN INGÖLFS S. GÍSLASONAR SKÓLAVÖRÐUSTÍG 5 \_________________________________________________J var að opna kaupfélagið og bað hann þegar um brennivín og fékk það. Síðan reið hann burtu á ný og vissu menn ekki hvað af honum varð og ekki kom hann heim til sin það kvöldið. Næsta dag kom hann svo aftur í kaup- félagið og var þá orðinn skítug- ur og heldur illa til reika en bað um meira brennivin og fékk það og var þó sæmilega drukkinn fyrir. Þegar hann hafði fengið af- greiðslu og var að fara kom læknirinn þar inn fyrir dyrn- ar. Guðmar nain staðar festi sjónir á lækninum og sagði svo hátt að allir máttu heyra: „Hvat skal nú til ráða? Hvort er þetta ekki læknirstuskan sú hin arma?“ Læknirinn bandaði fyrirlitlega til Guðmars með tveimur fingr- um og sagði „þessi maður er ölvaður ég tala ckki við hann. Þar að auki hef ég reynt hann að því að vera fífl." Guðmar setti rauðan við þessi orð og hann sneri sér við í búð- inni og mælti svo skýrt að vel mátti heyra: „Það mun engu skipta þik mannfýla ok eigi höf- um vér kvenna skap.“ „fig kalla ykkur til vitnis um það sem hér eruð í lniðinni að þessi maður hefur svivirt mig og það opinberlega og liklegast að ég stefni honum fyrir meið- yrði.“ „Vera má þat en hinn veg dreymdi mik þó.“ „Ekki bætir það úr skák, ef hann reynir að ögra mér.“ „Esa gapríplar góðir.1)" Læknirinn snarstansaði og hikaði við, áður en hann mælti lágt: „Við hvað áttu, maður? Ég skal mæta þér allsgáðum.“ „Engi em ek vigamaðr,“ svar- aði Guðmar „en þó skal ég gera þat ef þú vill.“ Læknirinn rétti úr sér aftur og sagði „við munum siðar finn- ast Guðmar bóndi á Bakka. „Þat þykkir mér vist, en halda skal fram ferðinni, þvi ekki dug- ir ófrestað.“ Að svo mæltu snar- aðist hann út og á bak honum StóraBlakk sínum og þeysti út úr kaupstaðnum fram í sveit. 16. KAFLI Guðmará Bakka fínnur lækninn í læknum Þegar Guðmar á .Bakka var ekki kominn heim og komið á annan sólarhring og það á útmánuðum þótt einstök veður- blíða væri dag eftir dag frost- lausar stillur fór frú Jónhildur á Bakka að ókyrrast. Hún hafði engum sagt að Guðmar væri týndur heldur eyddi því alltaf ef hún var spurð hvar hann væri og með sjálfri sér þóttist *)Úr Njáls sögu. „Esa gapriplar góðir“=Ekki eru þeir góðir sem glápa á konur. Höf. hún viss um að hann hefði ekki farið sér að voða en samt fór hana að lengja eftir honum og lét leggja á uppáhaldshestinn sinn en það var móálótt hryssa kostagripur lítil en ganglétt. Síðan fór hún ein af stað og sagði engum hvert hún ætlaði en stefndi inn i kaupstaðinn sem leið lá meðfram hádegis- hæðinni og ætlaði svo í gegnum skarðið en sá sig um hönd og lagði á fjallið það var styttri leið en erfiðari og sjaldan farin nema þá að sumarlagi. Þegar hún kom upp á háfjallið lá leiðin eftir móabarði um liríð en síðan of- an í mjótt en fremur djúpt gil drag og þar sitraði lækjarspræna eftir botninum. Frú Jónhildur var í þúngum þaunkum og gætti ekki að jjví hvar sú móálótta fór og kom að gilinu dálitið ofar en vant var og það fyrsta sem hún sá var maður á stórum dökk- um hesti var að ríða ofan í gil- ið hinumegin frá nokkuð neðan við alfaraleiðina. Hún stöðvaði þá móálóttu og af tilviljun var hún þá á bak við stóran stein svo aðeins liöfnðið af frú Jón- hildi stóð upp fyrir steininn en ekkert af hryssunni og beið til að sjá hvort það var ekki rétt sem lienni sýndist að þetta væri Guðmar. Jú þetta var Guðmar. Hann var búinn að lóna fram og aftur um heiðina allan daginn því þegar hann lagði á hana um morguninn týndi liann brennivínsflöskunni sinni og var búinn að leita að henni allan daginn og var nú allsgáður og ætlaði bara að drifa sig heim. Þegar hann reið ofan í gilið sá liann útundan sér að hann var of neðarlega og leit upp eftir gilinu. Þá sá hann skjóttan hest með hnakk og beisli standa undir klettanefi rétt neðan við alfaraleiðina og bita og fór að gá hvort ekki væri maður nærri og sá einliverja þúst liggjandi niður við lækinn. Hann sá ekki betur en þetta væri lækn- irinn að minnsta kosti var þetta hann Læknisskjóni, en hann taldi öruggara að gá að því hvort það væri eitthvað að þess- um manni sem lá þarna ofan við lækinn þvi hann sá hann ekki bæra neitt á sér svo hann reið þangað upp eftir. Jú þetta var læknirinn. liggjandi grafkyrr á grúfu með andlitið ofan i sytr- unni eins og hann væri að þamba vatn úr læknum. „Hó“ sagði Guðmar en læknir- inn ansaði ekki svo Guðmar renndi sér af haki og ýtti við honum. „Heyrðu lasm,“ sagði hann en læknirinn var eins og liflaus skrokkur fyrir tánni á honum. Guðmari var ekki um þetta svo hann hörfaði aðeins aftur á hak og sagði: „Albúinn er ég þess að mæta þér upprétt- um læknir en það krefst ég þess að þú hafir ekki þvílíkt gabb i frammi til að koma að mér óvör- gg VXKAN 14. tbl,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.