Vikan

Tölublað

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 40
MULALUNDUR Lausblaðabækur Vinnubækur Fermingarbækur Bréfabindi Möppur með rennilás Glærar plastmöppur fólíó, kvartó og ýmsar aðrar stærðir. MULALUNOUR „HvaS er þetta Jónhildur min ekki var mér nauðugt að skreppa heim með honum Bjarna og fá hjá honum kaffi og með því," sagði Guðmar. „Þegi þú Guðmar þegar ég er komin til að bjarga þér því ég er komin hingað til að segja frá því er ég varð vitni að því að hann Guðmar minn fann læknirinn alveg óvart þar sem hann lá dáinn með andlitið of- an í læknum." Þegar hún var búin snýtti Bjarni sér hrepp- stjórasnýtu og sagði: „Það má vera Jónhildur húsfreyja að þú segir satt en hitt er líka til að þú hafir verið í vitorði með bónda þínum og þið hafið unnið saman að þvi að vinna á lækn- irnum, slíks eru mörg dæmi úr sögunni. Og svo er það líka til í dæminu að þú frú Jónhildur hafir sjálf unnið á læknirnum en Guðmar síðan komið að þér óvarri. Þetta eru allt saman möguleikar sem eitt yfirvald má ekki loka augunum fyrir. Því úrskurða ég ykkur bæði i varð- hald þar til líkrannsókn er lok- ið og skýrsla læknirsins handan við fjörðinn liggur fyrir/ 18. KAFLI Jónhildur á Bakka segir leyndarmálið Það var ekki fyrr en á sunnu- dagskvöldið að skýrslan kom frá lækninum hinumegin við fjörð- inn en í henni stóð að dauða læknisins hefði borið að með eðlilegum hætti þvi hann hefði fengið hjartaslag sennilega þeg-' ar hann ætlaði að fá scr að drekka úr læknum og það yrði ekki sakazt við neinn mannlegan mátt um það og engir áverkar hefðu verið á likinu en líklega hefðu líkflutningamennirnir far- ið óvægilega með það þvi það var svo óhreint á andlitinu en þau óhreinindi höfðu greinilega ekki komið fyrr en læknirinn var búinn að vera dáinn nokkra stund. Þetta leysti þau Guðmar og Jónhildi á Bakka undan öll- um grun og þau fengu að fara heim og Bjarni í Hlíð lánaði Guðmari hest sem hann sagðist myndu senda eftir seinna. Þegar hjónin voru komin vel i hvarf sneri Guðmar á Bakka sér að Jónhildi konu sinni og spurði: „Var það satt Jónhildur að þú hefðir farið að leita að mér upp á fjallið eða áttirðu erindi við læknirinn?" „Auðvitað var það satt Guð- mar minn að ég var að leita að þér. Ég var orðin svo dauðhrædd um þig því þú fórst án þess að segja mér hvert og varst búinn að vera svo dauðans lengi í burtu. Hvað hefði ég svo sem átt að vilja læknirnum upp á fjall? hefði ég þurft eitthvað að hitta hann hefði ég nú liklegast riðið út að Skálum en ég hef ekki þorað fyrir þér að kalla á hann jafnvel þó börnin hafi verið veik hvað þá þegar þau og ég erum öll frisk guði sé lof." „Á jæja Jónhildur mín þú verður mér kannski reið en ég segi nú ekki nema þér hvað mér er í hug en ég hef verið svo leið- ur út af þessu með hana Svein- björgu litlu okkar og hann Gunnar litla á Skálum að ég hef ekki á heilum mér tekið og aft- ast hefur mér fundizt ég öllum heillum horfinn því hvorki þú né hún Sigga hafa viljað hjálpa mér að koma í veg fyrir að syndir okkar kæmu niður á börnunum og þau ættust systkin- in að ósekju. En hafir þú kom- ið til að leita að mér upp á fjall- ið er mér þó duggunarlitil hugg- un i þvi." Þau voru nú að komast á móts við Fossinn og frá Jónhildur sagði: „Guðmar minn einu sinni bað ég þig að koma með mér ofan i hvamminn og skoða með mér myrkrið viltu gera það aft- ur?" „Og hvað ætli ég geti ekki laumast með þér ofan í hvamm- skömmina sagði Guðmar og beindi hestinum ofan að gljúfr- inu. Þau voru orðin of sein núna til að sjá hvaðan myrkrið kom en þau komu sér fyrir í skjóli ofan i hvamminum og frú Jón- hildur mælti: „Ég hafði ekki ætlað að segja þér það Guðmar minn og þú ræður hvernig þú tekur þvi en ég held það sé rétt- ast okkar allra vegna að ég geri það, en hún Sveinbjörg okkar litla er ekki dóttir þín heldur læknirsins sáluga en þetta er lika það eina sem ég hef skrökv- að að þér um dagana en það var vegna þess að ég vildi verða kon- an þín en ekki læknirsins þó ég léti hann snúa á mig af því að ég var svo mikill krakki. Ég vona bara að þú getir fyrirgef- ið mér þetta Guðmar minn og nú hlýtur þú að skilja að þú þarft eki að hafa slæma samvizku þó þau eigist hún Sveimba okkar litla og hann Gunnar á Skálum og ég er sjálf svo glöð þau skuli ætla að eigast því þá kemst hún Sveimba litla ennþá nær því að vera raunveruleg dóttir þin af holdi og blóði.' Guðmar þagði góða stund en þegar hann tók aftur til máls var hann furðu léttur í máli og þróttmeiri i tali en hann hafði lengi verið. „Þetta hefurðu gert mér beztan greiðan af mörgum góðum um dagana Jónhildur mín að halda fram hjá mér áður en við trúlofuðumst. Og hefði ég vitað þetta fyrr hefði ég lík- lega tekið ögn mildilegar í skánk- ana á læknirstuskunni þarna uppi við lækinn um daginn." Að svo mæltu tók hann utan um hálsinn á konunni sinni og kyssti hana beint á munninn og það var bara úðinn i fossinum og myrkrið i kringum þau og hvin- ur i stráum. "iöTkafli.........""........." Séra Gunnar frá Skál- um vígist að Hofi Svo liðu nokkur ár og Guðmar varð aftur eins og hann átti að sér og kannski ekki fritt við að hann væri svolitið hressari og lægi að öllujafni betur á honum en áður enda hljómaSi nú bráð- um aftur barnsgrátur um SuSur- húsið sem hafði ekki heyrzt þar í nokkur ár þó þau væru nú bæði að verða nokkuð við aldur og um vorið komu þau heim ung- lingarnir úr skólanum að sunn- an og Guðmar tók á móti þeim með mikilli gleði og svo opin- beruðu þau Sveinbjörg og Gunnar trúlofun sína i veizlu heima á Bakka. Gunnar fór aftur suður og svo til útlanda og svo dó hann séra Ólafur gamli á Hofi um vetur- inn þegar Gunnar úrskrifaðist sem guðfræðingur um vorið. Gunnar sótti um brauSið og var einróma kjörinn og biskupinn 40 VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.