Vikan

Tölublað

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 44

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 44
(EMITII • •• líjfrtiwmr Fagurt og heilbrigt hörund vekur hvarvetna athygli og aðdáun. CERNITIN-snyrti- , efnin hafa þá kosti, sem hver kona hefur óskað eftir. CERNITIN-dagkrem Svíar urðu fyrstir til að nota CERNITIN í andlitskrem. Og ! fyrstu voru þau seld einungis í apotekum eftir lyfseðli, eins og lyf. En nú er sala þeirra frjáls. Vegna margra óska undanfarið, eru eftirtaldar teg. komnar hingað: CERNITIN-dagkrem, CERNITIN-næturkrem, CERNITIN- Alroundkrem, CERNITIN-hreinsikrem, CERITIN-andlitsvatn. Fást nú í Laugarness apóteki og Keflavíkur apoteki. Umboðsmenn verða smámsaman teknir um land allt. En fciist CERNITIN-snyrtivörur ekki á staönum, veroa þær send- ar ySur í póstkröfu, ef þér óskið. Sími 23444 - Pósthólf 885. Fermingrariir Höfum ávallt fyrirliggjandi þessar vönduðu svissnezku úrategundir: Ornega Alpina Certina Damas Terval Tissot Pierpont Roamer SENDUM í PÓSTKRÖFU. ÚRSMIÐIR BJÖRN & INGVAR Laugavegi 25 — Sími 14606. ATH. bxt.n HEIMILISFANG. dís fyrir drukkna sjómenn. En ég held að það hljóti að vera sannkallað helvíti fyrir banda- ríska stúlku. Hvernig í óskopun- Um komstu þangað? — Heldurðu, að sá staður sé til í heiminum, þar sem ekki er hægt að finna afdankaða, banda- ríska dansmær? Hvernig ég komst þangað? Það er gömul saga, og ekki einu sinni skemmti- leg . — Það er löng leið frá þokka- legu einbýlishúsi í Azusa til dans- húss í Port Said. — Rétt er nú það. Ég býst við, að það sem ýtti mér út á þessa braut, hafi verið það að ég var kjörin ungfrú appelsína í Azusa fyrir sex árum. Þess háttar kem- ur alls konar flugum í hausinn á manni. Maður reynir Holly- wood — enginn árangur. — Þá New York — ekki heldur. Þá bítur maður á jaxlinn og skrifar glaðleg bréf heim og fer að læra dans og söng og ef maður er svo heppinn að hafa vöxt númer tólf getur maður fengið smá vinnu hér og þar en aldrei .til langframa. Næturklúbbar hafa sérstakt lag á að leggja upp laup- ana eða breyta um skemmtiat- riði, þegar sízt vonum varir. Þá er maður á götunni og of þver til að fara heim..... — Og hvað svo? spurði dr. Maverick, þegar Pat stanzaði og gleymdi sér við minningarnar, sem mörkuðu skarpa andlits- drætti hennar. Hann þekkti stúlkur eins og Pat, og kunni sögur þeirra. Hann hafði hitt þær og hlustað á játningar þeirra í flestum höfnum heims. Það var ekkert nýtt eða frábrugðið í því, sem hún hafði að segja, en það var rétt að láta hana tala út, það geroi henni gott, veslings stúlkubarninu .... — Þá fær maður stærsta tæki- færi ævinnar, hélt hún áfram. — Maður hittir forstjóra, sem er að fara með tólf stúlkur til Par- ísar, og hann veitir manni at- hygli. Maður skelfur af sviðs- hrolli og er alveg viss um að maður sé ekki nógu góður og fær næstum slag, þegar þeir velja mann í þennan tólf stúlku flokk úr tvöhundruð og sextíu kvenna hópi. Manni finnst maður sitja á veldisstóli heimsins og kaup- ir sér ný föt og fer til Parísar. Og svo er maður þar. — Já? Og hvað er athugavert við París? — Það er hvergi andstyggi- legra að vera. Maður skammast sín fyrir staðinn, sem maður dansar á, það er staður fyrir ferðamenn, sem langar ekki til annars en að kynnast lastalífi stórborgarinnar og maður lifir í stöðugum ótta um að einhver frá Azusa slæðist inn og þekki mann. Svo segja þeir sex af stúlkunum upp og mann langar að fara aft- ur heim. En þá kemur í Ijós gat í samningnum, maður verður að borga sjálfur farið heim og auð- vitað eru engir peningar til. Þá tekur maður hverju sem er, því maður verður að fá fyrir farinu, og áður en maður veit af er mað- ur búinn að vera í öllum þessum borgum, Búkarest, Soffía, Aþena —• hefurðu nokkurn tíma verið í Aþenu? Það hef ég. Ég hef verið þar. Ég varð að vera þar sex vikur á sjúkrahúsi. Almátt- ugur, gula rykið frá Píreus! Ég gleymi því ekki, þótt ég verði hundrað ára. Hvað gerðist? Ég var með kvef og hita og hlýt að hafa verið eitthvað utan við mig, þegar ég var að dansa, því það næsta, sem ég man, er að ég var komin með brotinn ökkla. Það er nóg til að bregða fæti fyrir mann að eilífu. Flokkurinn heldur áfram og skilur mann eftir í sjúkrahúsi með brotinn fót. Eft- ir fjóra daga í rúminu er kvefið orðið að lungnabólgu. Eftir það er maður ekki nema rekald. Brotni fóturinn nær sér ekki og maður er ekki lengur eins ung- ur og hinar stúlkurnar og ekki eins sterkur og áður og dollar- arnir fjörutíu og tveir eru ger- samlega upp urnir. Þannig verð- ur maður þakklátur atvinnudans- ari á Nirvana í Port Said, og það, sem maður ekki lærir þar um karlmenn, er ekki þess virði að læra það. Og þar fann Anderson mig og þaðan tók hann mig. Og ef þú gætir sagt mér hvers vegna hann gerði það..... — Hann hefur kannske verið fullur, stakk dr. Maverick upp á. Pat hristi höfuðið ákveðin. — Nei. Það var hann ekki. Ef hann hefði verið fullur eða bara vit- laus eins og karlmenn í land- gönguleyfi eru, hefði hann gefið mér pening og viljað leigja með mér herbergi stundarkorn. En hann bara dansaði við mig og talaði við mig, eins indæll og kurteis eins og við sætum heima í stofu hjá mömmu. Og næsta morgun kemur hann aftur, og segir mér að taka saman föggur mínar, því hann sé búinn að panta fyrir mig far á sama skipi og hann fari með austur, og kom betur fram við mig en nokkur annar, frá því ég fór að heiman. Það getur verið, að ég sé asni, en ég get aðeins gefið eina skýr- ingu á því, að karlmaður komi þannig fram við konu. Hvað finnst þér um það? Svona umhugsunarlaust dettur mér annað í hug, sagði hann. — Hefur nokkurn tíma hvarflað að þér, að hann gæti hafa gert þetta einfaldlega af vinsemd og manngæzku? Hún strauk hárið frá enninu og hristi höfuðið. Það er hárið, sem gerir hana svona líka viltu blómi, hugsaði læknirinn. Það var fíngert og silkikennt eins og á barni, platínuljóst í endana en hnotubrúnt niðri við rót, því hún hafði hætt að lita það síðan hún kynntist Anderson. 44 VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.