Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 08.04.1965, Qupperneq 46

Vikan - 08.04.1965, Qupperneq 46
I Hjálmhúfurnar, sem lofað var uppskrift af í slðasta blaðí Þessar skemmtilegu hjálmhúfur eða knapahúfur, eins og sumir ka'lla þær, eru ákaflega mikið notaðar núna. Á þessari mynd eru þelta skíða- húfur, en þær eru lika mikið notaðar ti'l götunotkunar og jafnvel að kvöldi til við fínar kápur, en þá eru þær auðvitað úr öðru garni og oft með glitrandi þráðum í. Þessar skíðahúfur má hekla og prjóna á einni kvöldstund. Hekuðu húfurnar eru með nckkru öðru lagi en þær prjónuðu, og er 'kverkbandið breiðara og í béinna framhaidi af húfunni á þeim hekluðu, en það gerir þær hjálmlegri og nýstárlegri. Hekluð húfa Efni: Um 150 gr. af mohairgarni — heklunál nr. 6. Húfan er hekluð fremur þétt og úr tvöföldu garn- inu. Fitjið upp 4 loftlykkjur, búið til úr þeim hring og lokið honum með einni keðjulykkju. Heklið 12 stuðla i hringinn. Byrjið hverja umferð alltaf með 2 loftl. og endið með 1 keðjul. 1. umf.: Heklið 2 stuðla í hverja lykkju og farið undir báða lykkjuhelmingana. 2. umf.: Hekl stuðla og aukið út 1 stuðul í aðra hverja lykkju með því að hekla tvisvar í sömu lykkju. 3. umf.: Heklið stuðla og aukið út i 3. hv. lykkju. 4. umf.: Heklið stuðla og aukið út í 4. hv. 1. 5. umf.: Heklið stuðla og aukið út i 7. hv. 1. 6. og 7. umf.: Heklið 1 stuðul í hverja lykkju. 8. umf.: Heklið stuðla og sleppið Framhald á bls. 49. Prfónuð húfa Efni: Um 200 gr. af meðalgrófu, fjórþættu ull- argarni. — Prjónar nr. 7. —• Heklunál nr. 7. Prjón- ið það þétt, að 9 1., prjónaðar með tvöföldu garn- inu og munsturprjóni á prj. nr. 7, mæli um 10 sm. Standist þessi hlutföll, má prjóna eftir upp- skriftinni óbreyttri, annars verður að breyta prjóna- eða garngrófleika, þar til rétt hlutföll nást. Munstur. 1. umf.: slétt. 2. umf.: * 1 1. sl., prj. 1 1. sl. með því að stinga prjóninum í lykkju fyrri umferðar *, endurtakið frá * til * umferöina á enda 3. umf.: slétt. 4. umf.: 2 1. sl. q prjónið 1 1. sl. * gegn um lykkju fyrri umferðar, 1 1. sl. *, endurtakið frá * til * umferðina á enda. E'ndur- takið nú þessar 4 umferðir og myndið með þeim munstrið. Framhald á bls. 49. Svuntur Svunturnar hafa fengið nýjan svip síðustu árin, og ein ný tegund hefur bætzt í hópinn — karlmanns svuntan! Lengst til hægri er hvít- og bleikröndótt svunta með nýja laginu, en litla daman hefur fengið eins svuntu með svoiítið öðru munstri. Næst er tvílit svunta, beru- stykkið brúnt og bundið í slaufu aftur fyrir, en neðri hlutinn brún- og hvítrönd- óttur og rykktur við. Svo kemur svuntan hans úr blá- gráu, fremur stinnu efni, stungin niður beint að framan og þvert yfir miðju. Næst er smárósótt svunta í grænum lit, brydduð með bleiku. KAKTÖFLUGAFFALL. Það kemur ekki fyrir að kartöfl- urnar klofni og molni á þessum þrískipta og oddmjóa gafli — miklu betri stuðningur og heppilegri breidd á teinunum en á venjuleg- um gaffli. Kostar 12 krónur þar sem ég sá hann. 40 VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.