Vikan

Tölublað

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 48

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 48
APPELSÍN SÍTRÖN LIME Svalandi - ómissandi á hverju heimili Ég vissi, að þá yrði ég tveim vikum lengur með Anderson, þangað til hann kæmi til Sebang. Kannske að þú vitir það ekki, en að vera hamingjusöm í tvær vikur er ekkert smávegis. Ég held, að mjög fátt fólk í heimin- um hafi nokkurn tíma verið ham- ingjusamt í tvær vikur sam- fleytt. — Þú ert heimspekingur, Pat. Jæja, þú varst hamingjusöm frá Port Said til Singapore og frá Singapore til Batavíu. Það er alltaf eitthvað, þótt reikningur- inn brygðist milli Java og Cele- bes. Það var skratti, að stúlkan skyldi koma um borð, en í kvöld mun henni líða eins og þér leið í Singapore. Hún kveður Andy og veit, að hún sér hann ekki framar. Eini mismunurinn er sá, að hún tekur ekki dótið sitt og fer að elta hann. Vegna þess að hún er skynsöm og þjálfuð kona, en þú ert heimsk, framhleypin, fljótfær og flækingur í þokkabót. — í kvöld? En hann fer ekki frá borði í kvöld? sagði Pat. Af allri ræðunni heyrði hún ekkert nema þetta. — Við komum ekki til Sebang í kvöld. Hofmeistar- inn sagði mér í gær, að við kæmum þangað ekki fyrr en á morgun. — Jú, við komum þangað í kvöld og förum aftur. Við erum á undan áætlun. Brookhuis skip- stjóri hefur skipun um að herða á sér. Skyndilega hvarf allur litur úr andliti Pat og hún þarrnaði í munninum. — Svo það er í kvöld. Gott. Til er ég. Mér hef- ur aldrei líkað að bíða eftir tann- lækninum, sagði hún og hló brostnum hlátri. - - Róleg nú, róleg, stúlka mín, sagði dr. Maverick og stóð upp. — Við skulum ekki fá móður- sýkiskast núna. Við skulum stilla okkur, af því að við erum frá Bandaríkjunum. Við erum af virðulegum kynstofni og höfum verið appelsínudrottningar í Azusa. Almáttugur, Pat, veiztu ekki, að enginn karlmaður í heiminum er þess virði að valda manni hjartasorg? Þú munt hlæja af þessu öllu, áður en við erum komin til Manilla. Lítill vindgustur bærði glugga- tjöldin. Það fór hrollur um Pat. — Það er að kólna, sagði hún, náði gamla djarflega brosinu sínu og smeygði sér í það eins og flík. Læknirinn leit út um glugg- ann. — Það er komið sólsetur, sagði hann. Hún hefur ekki nema 70—80 prósent hemoglobin, hugs- aði hann. Ég vona, að fólkið hennar heima í Azusa hafi efni á að fæða hana vel. Hann greip kínverska sloppinn sinn niður af snaga og vafði honum um hana. — Það, sem þú þarft, er einn sjúss í viðbót, sagði hann, um leið og hann beygði sig niður til þess að ná í nýja viskíflösku. BRILLO stálsvömpum sem GLJÁFÆGIR potta og pönnur jafnvel fljótar en nokkru sinni fyrr. ii. Sami vottur kvöldgolunnar og olli hrolli Pat, blés skýi af bland- aðri lykt frá neðra þilfarinu upp á hið efra, þar sem Anders And- ersen beið sólarlagsins með Jeff Halden. Þarna kemur það aftur, sagði Jeff. — Hvað í ósköpunum kemur þeim til að lykta svona? Aðallega hænsnafætur, sagði hann og hló við. Nasavæng- ir hennar titruðu; þeir voru vel lagáðir og hann hafði aðeins séð líkingu þeirra á arabískum hest- um, þeir voru fínir og mjúkleg- ir, bleikir að innanverðu, eins og litlu skeljarnar, sem hann tíndi upp af ströndinni á Tanatua. Eitt andartak varð hann aftur lítill strákur og heyrði innfæddu barnfóstruna sína kalla: — Tida, tuan kitjil, tida. Hann hristi höf- uðið og var aftur kominn í heill- andi návist Jeff. — Þessir kín- versku kúlíar, sagði hann, — trúa því að duft af þurrkuðum hænsnalöppum sé allra meina bót, og hafa það með sér hvert sem þeir fara. Því miður tekur nokkra stund að þurrka þær, og á meðan er ekki sem bezt lykt af þeim. Jeff teygði sig uggvænlega út yfir handriðið, gagntekin forvitni um þessa undarlegu verndar- gripi. — Ég sé þá, Andý, hróp- aði hún. — Þetta er satt! Þama eru þúsundir hænsnafóta! Drott- inn minn, en lyktin af þeim. Öll skipshliðin var þakin af þeim, pörum af hænsnafótum á öllum stigum rotnunar. Kvöld- golan feykti lokk úr hári Jeff til hliðar, svo hann straukst við kinn Anders. Olnbogi hennar kom við hans, þar sem þau höll- uðu sér yfir riðið til að virða fyr- ir sér varndargripina, og snert- ingin þrengdi að hálsi hans og olli honum undarlegri tilfinn- ingu. Anders Anderson var hlé- drægur, þótt hann væri bæði ung- ur að árum og tröll vexti, og hann var miður sín af þeirri til- finningu, að eitthvað, sem snerti hann einan og persónulega, væri rúmfrekara en réttlætanlegt mætti telja. Josephine Halden var hávaxin, en hún náði honum aðeins vel í höku, og hann varð að beita sig hörku til þess að láta það vera að kyssa hár henn- ar, sem straukst við andlit hans. Við skulum koma yfir á stjórn- borð, sagði hann. — Þeir eru að taka sóltjöldin niður. Neðra þilfarið vaknaði til lífs- VIKAN U. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.