Vikan

Tölublað

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 5

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 5
arinnar. Litlar, kátar öldur kysstu kinnung skipsins, klofn- uðu og breiddust út fyrir aftan það eins og langur brúðarslóði, settur perlum. Lítill floti fiski- báta hinna innfæddu straukst fram hjá þeim, hin fögru, fer- hymdu segl þeirra sýndust ó- raunveruleg í ljósaskiftunum. Með stórum augum sínum, rjómagulum hring utan um dökk- an miðpunkt — völdu þau sér leið til strandarinnar. Nú komu fáein kóralrif í ljós, flöt og tvívíð, útlínur þeirra voru óraunveru- legar eins og teikningar bama. Vindurinn jókst og sjórinn var kaldur og tær í gullglitrandi móðunni, sem breiddist eins og blævængur yfir himininn, þar sem sólin hvarf. — Hvað hugsaðirðu, meðan sólin settist? spurði hann. — Og þú? — Já, það sama, svaraði hann. Endurskin roðagullins himinsins á andliti hennar. Vinstri augna- brúninni, sem var lítið eitt hærri þeirri hægri, eins og hún undr- aðist stöðugt það sem fyrir aug- un bar. Freknurnar sjö á enni hennar. Skýra bogalínu kinnar hennar. Dökka hárið, sem alltaf var í óreiðu. Ég verð að muna þetta með mér, ég verð að geyma það og má aldrei gleyma því... — Klukkan sex á morgun verð ég alein með græna geislanum, sagði hún. — Já, Jeff — vina mín. — En þú? Hvar verður þú? — í einhverri leiðindakompu, líklega. Að yfirfara launalista kúlíanna. Að skoða nýplöntuð tré, heimsækja storknunarstóð- ina, að fylgjast með aftöppun- inni. Ég er það, sem kallað er eftirlitsmaður á plantekru, og allt sem ég geri, er að líta eftir. Nei, á morgun á ég engan græn- an geisla, en ég mun hugsa um þig á morgun klukkan sex. Sjórinn dökknaði stöðugt, og flugfiskana, sem skutust milli bárufaldanna, bar næstum svarta við roðahimininn. Úti við sjón- deildarrönd voru þrjú lítil ský að flýta sér heim fyrir myrkur. Lyktin frá neðra þilfarinu magn- aðist aftur. Jeff hló lágt. — Svona er það, sagði hún. — Þegar aðrar stúlkur minnast sinnar fyrstu ástar, er það allt í sambandi við rósir eða gard- eníur og ilmvötn á borð við Coty eða Channel 5. En þegar ég hugsa til þín, mun ég alltaf finna daun- inn af rotnuðum hænsnafótum. Þetta var í fyrsta sinn, sem annað hvort þeirra hreyfði við orðinu „ást“. Anders hrökk við, eins og hann hefði fengið högg í magann. — Jeff •—- sagði hann. — Já — Andy? Nei, hann gat ekki einu sinni kysst hana, því allir tólf far- þegarnir á „Tjaldane“ voru komnir upp til þess að horfa á sólarlagið, og allt í kring um þau var hrærigrautur tungumála, enska í minnihluta. Feiti Hof- meistarinn, eins og brytinn var kallaður á þessu hollenzka skipi, stóð mjög nærri þeim, hann var að stjana kring um frönsku óperusöngkonuna frá Saigon. Hún horfði með vanþóknun á hollenska riddaramennsku hans, og veifaði svörtum blævæng. Vinstra megin við Anders var Pat Houston komin með vin sinn, lækninn. — Halló sagði hún, þeg- ar Anders leit hana, án þess að sjá hana. — Halló anzaði hann fjarhuga. Lengra í burtu voru Austurríkismennirnir tveir, herra og frú Ritter, feit og væm- in, smáhrópandi af aðdáun og héldust í feitar hendur. Ungfrú Vagner, enskur rithöfundur á ferð milli eyjanna til þess að safna sér efni í greinar um áhrif Japana í Suðurhöfum, var á sín- um stað við borðstokkinn. Hún deildi klefa með Mme Dufour, frönsku söngkonunni, og þær hötuðust, því ungfrú Vagner var brezk og vildi hafa kýraugað op- ið, en Mme Dufour var frönsk og vildi hafa það aftur. Mme Ðufour þjáðist af sjóveiki, en ungfrú Vagner var hraust og sterk eins og dráttarklár. Ung- frú Vagner hafði andstyggð á ilmvötnum, Mme Dufour angaði eins og heiðið skurðgoð af reyk- elsi og myrru. Og þótt ekki væri nema einn vaskur milli þessara tveggja kvenna, var samkomu- lagið ekki skárra en svo, að þær töluðust ekki við og létu sem þær sæju ekki hvor aðra. Klefafélagi Pat var frú Gould, ekkja eftir mormóna trúboða. Hún hafði séð of mörg sólarlög um ævina til þess að verða upp- næm fyrir þeim framar. Þögull ungur maður, George Carpenter, ráfaði um í leit að félaga í borð- tennis. Hann var bróðir frægs ástralsks flugmanns, sem síðast hafði sézt til á flugi yfir frum- skógum Borneo. George vildi ekki tala um það, en Anders, sem var klefafélagi hans, vissi, að hann hafði verið á flakki milli eyjanna síðan, í stöðugri von um að finna bróður sinn á lífi, eða að minnsta kosti að fá fulla vissu fyrir dauða hans. Jafnvel Brook- huis skipstjóri, sem var allt of stór og þungur fyrir skipið, hafði komið niður úr brúnni. Hann stóð við hægri hlið Jeff og talaði við hana á hollensku. En mest truflun stafaði Anders frá föður Jeff, óframfærnum, gráhærðum og hrörlegum manni, sem aðal- lega hafði félagsskap af Vanden- Framhald á bls. 46. VIKAN 15. tbl. g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.