Vikan

Tölublað

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 6
Allt í senn: snyrtiborð-skrifborð-kommóða ! óskadraumur fermingar- stúlkunnar! HÚSGAGNAVERZLUN ÁRIUA JDNSSOWAR <<«<<<<<<<<<<«■<«■<«-<««-«-<-<<<<<<<<<<<<<«« TrésmiSjan Einir, Reykjavík, vill benda við- skiptavinum sínum á, að við höfum lagt nið- ur nafnið Einir, en tekið upp nafnið SEDRUS. Fjögra sæta sófasett, sófanum má breyta í tveggja manna svefnsófa með einu handtaki HÚSGAGNAVERZLUNiN SEDRUS Hverfisgötu 50 — Sfmi 18830 KYNÓRAR. Kæra Vika! Lengi hefur mig langað til að skrifa meiningu mína um eitt og annað, því oft er tilefni til, en nú læt ég verða af því. í síðasta tölublaði, nr. 9 sé ég greinarkorn sem enn einu sinni sannar fyrir mér, hve mórallinn er að úrkynjast. Greinin hét Madchenar á markaðnum. En þar eru birtar tvær kventýpur: Elke Sommer og Eva Braun. Ég vil taka það strax fram, að eitt fyrsta skilyrði fyrir tilveru menningarþjóðar er siðferði. Það var siðleysið sem átti einn rík- asta þáttinn í falli Rómaveldis- ins. Elke Sommer og hennar líkar, sem spila á kynhvatir karlmanns- ins eru bezt geymdar í hóruhúsi, en þar fær slíkt spil beztan hljómgrunn. Ég held að fá eða engin hjónabönd geti verið ham- ingjusöm og eðlileg, sem byggja allt sitt á kynórum. Síðan „kynbomburnar" fóru að færa sig upp á skaftið með útlit og klæðaburð, nú síðast „topp- leysuna", hafa alls kyns kyn- ferðisafbrot færzt mjög í vöxt, og þá auðvitað mest hjá þeirri þjóð sem er „frjálslegust" í þess- um efnum. Þið hjá Vikunni ættuð að kaupa eitt eintak af einhverju hinna stóru sænsku dagblaða, og telja saman afbrotin. Fyrir nokkrum vikum síðan náði ég í eitt eintak og taldi 26 kynferðisafbrot sama daginn í Stokkhólmi og nágrenni. Þar af voru 18 nauðganir, 4 karlmenn áttu mök við smátelp- ur frá 4-10 ára 3 karlmenn voru teknir fyrir að sýna á sér kyn- færin á almannafæri, og einn leyfði sér að mótmæla handtök- unni sem hann kallaði „ofsókn- ir“. Ég sá ekki betur en að blað- ið tæki málstað mannsins. Ef til vill er þá Eva Braun- týpan, hin hábrjósta með flétt- umar að öllu leyti heilbrigðari. Hún minnir á hreinleika, fegurð og einlægni. f því ber hún sinn yndisþokka. Hún er eðlilegt barn náttúrunnar, kona sem maður treystir til að fæða sér og ala upp velsköpuð og heilbrigð böm, sem er hið eina rétta og göfuga tak- mark hverrar konu. Hún stend- ur þarna sem aðaltákn menning- ar og virðugleika, við hlið hinnar úrkynjuðu Elku Sommer, sem sýnir braut spillingar og van- sæmdar. Útlit konunnar, klæðaburður og afstaða mannsins til kynferðis- mála, hafa ekkert með „tízku“ að gera, heldur eru það veiga- mikil aðriði sem ráða mestu um framtíð okkar, hvort við hljótum sömu örlög og Rómarveldið, eða hvort við getum hafið okkur upp úr þessum vanþroska, þessari spillingu, og frá þessari nei- kvæðu afstöðu til lífsins. Þið hjá Vikunni ættuð að spyrna við þessari kynóraspill- ingu og taka upp þráðinn þar sem prestar og siðamenn misstu hann fyrir um 50 árum. Þar með skap- ið það blaðinu virðulegri stöðu hjá þjóðinni. En þið eruð kannski jafn spilltir sjálfir? Valgeir Víðförli. P.S. Nei, ég er ekki eldgamall aðeins 24 ára! Þó hef ég komið víða við og séð eitt og annað. Ja, ég segl ekki nema það, Val- geir minn, að ef Elke Sommer og hennar líkar eru glötun heims- ins, verður sælt að glatast.... Annars er ég ekki sammála þér með hóruhúsin — menn sem vit hafa á, segja mér, að það sé frem- ur hin feitlagna og ófína Evu Braun-týpa, sem þar ræður ríkj- um — svona víðast hvar. En kannski þú sért líka öðrum mönnum betur heima um það at- riði? MANNASIÐAFRÆÐI. Kæra Vika! Þú sem allan vanda leysir. Get- ur þú frætt mig á því hvort nokkrar bækur muni vera til um það sem við köllum almenna mannasiði og vanalega umgengni manna á milli, ef svo er, hverjar eru þær, og hvar er þser helzt að fá? Beztu þakkir fyrir fyrir- fram vitur, góð og greinargóð svör. Ein ódönnuð. P.S. Hvernig er skriftin? Bók um almenna mannasiði og vanalega umgengni var til á ís- Ienzku og hét Kurteisi, mjög trú- lega eftir Rannveigu Smith, eftir upplýsingum bókabúðar ísafold- ar. En það er eins með Kurteisi eftir Rannveigu og aðra kurteisi, að hún er ófáanleg á almennum g VIKAN 15. tW.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.