Vikan

Tölublað

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 10

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 10
I Mfe Q Haraldur Haraldsson (t.v.) og Gísli Frið- bjarr.arson við síldarflokkunarvélina. Ilér sést hvernig vélin rífur hausinn af £ fiskinum, svo hnakkinn fylgir með, en það er talið mjög mikilvægt. að er auðvitað aðeins eðlilegt, að flest- ar uppfinningar íslenzkra manna hafi verið gerðar í þeirri atvinnugrein, sem flestir landsmanna vinna við, og sem þjóðarbúskapurinn snýst helzt um — sjávarútveginum. Kemur þar margt til. Eftirspurnin eftir slíkum uppfinningum er auðvitað mest, markaður fyrir þær beztur, flestir uppfinningamanna þekkja vel þarfir sjávarútvegsins og eiga bezt með að kynnast því hvað helzt vantar og hvernig það ætti að vera. Tækniþróunin undanfarin ár hefur verið mikil á því sviði og íslendingar hafa kappkostað að fá hingað öll þau nýjustu og beztu tæki, sem völ er á í heiminum til að auka og bæta þessa framleiðslu, og þess- vegna er auðvelt að vita hvað til er og hvað vantar í þeirri grein. íslendingur, sem hugs- ar sér að finna upp einhverja nýjung eða gera endurbætur á sviði hernaðartækni, strandar strax á því að hann veit alls ekki hvað til er né hvað hann ætti helzt að reyna að finna upp. Svipað er með allflesta aðra „atvinnuvegi“ hér á landi. Það kemur líka til, að aðstæður hér til fiskveiða og fisk- vinnslu, eru að mörgu leyti öðruvísi en ann- arsstaðar og þarf til þess sérstök tæki, sem ekki hefur verið þörf á annars staðar. Síldarflokkunarvélar. Það var t.d. fyrir nokkrum árum síðan, 1960—1961, að mikið magn af síld var flutt héðan á erlendan markað. Síldin var þá tekin beint úr síldveiðibátunum um borð í togara eða þaðan af stærri síldarflutninga- slcip, sem fóru með hana óflokkaða beint til annarra landa, þar sem farmurinn var seld- ur í heilu lagi eða í stórum „slumpum". Oft var þetta fyrsta flokks síld að öllu leyti, stór og góð, og hefði átt að seljast hæsta verði. En þegar kaupendur komu auga á nokkrar smærri og lélegri síldar innan um þá vænu, hugsuðu þeir sem svo: Ja, hver veit nema þetta sé meira og minna léleg vara. Líklega eru íslendingarnir bara að reyna að gabba mig með því .að setja góðu og stóru síldina efst, en svo er allt eintómt rusl undir. Af þessari ástæðu fékkst yfirleitt mikið minna verð fyrir góðan síldarfarm en ella. Síldin var ekki flokkuð eftir gæðum eða stærð, og enginn vissi raunverulega hvað hann var að selja eða kaupa. Haraldur Haraldsson heitir maður og er vélsmiður. Hann er eigandi vélsmiðjunnar Stálvinnslan h.f. við Súðarvog 14, ásamt fé- ÍSIENIKIR ÖNNUR GREIN Greín: Guðmundur Karlsson - Myndir: Kristján Magnússon Þopskhausingavél Sfldarfiökunarvél 'é. ' ; ■ : - illillttl ■ ■ M é JQ VIKAN 15. tbl - V ‘

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.