Vikan

Tölublað

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 11

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 11
laga sínum Gísla Friðbjarnarsyni. Stálvinnsl- an hefur haft það að sérgrein að smíða flók- in mót og vandsmíðuð fyrir plaststeypu, en öðrum þræði hafa þeir félagar unnið að ýms- um öðrum áhugamálum, og núna í seinni tíð í auknum mæli. Þessi önnur áhugamál eru sem sé uppfinn- ingar Haraldar á sviði fiskvinnslu, enda hafa þær reynzt afbragðsvel og eftirspurn eftir þeim aukizt með hverjum degi. Nú er svo komið, að engum sæmilega skynsömum manni dettur framar í hug að reyna við síld- arsöltun, nema hafa áður tryggt sér kaup á síldarflokkunarvél þeirra félaga. Hún er að öllu leyti uppfinning Haraldar og smíði fyr- irtækisins, og á þessum tveim-þrem árum sem vélin hefur verið til, hefur hún selzt i tugatali út um land og jafnvel víðar um heim. Hún þykir nú jafn sjálfsögð við síld- arvinnslu og skipin, sem veiða síldina og enginn skilur hvernig í ósköpunum menn hafa farið að þessu áður — jafn einföld og þægileg sem þessi vél er. Að vísu munu nokkur erlend fyrirtæki hafa framleitt síldarflokkunarvélar áður, en þær hafa unnið öðruvísi, verið byggðar með öðrum forsendum, stærri og flóknari, dýrari og ekki eins öruggar, ekki afkastað eins miklu og árangurinn ekki eins góður. Þetta er kannske mikið sagt í einni setn- ingu, en þeir sem reynt hafa vélina, munu allir sammála um gæði hennar. Upphaf þessarar vélar var það, að á sín- um tíma sendi sjávarútvegsrriálaráðherra, Emil Jónsson, tvo menn til Þýzkalánds og víðar, til að kynna sér hvaða kröfur væru helzt gerðar varðandi markað og sölu síld- ar. Jón Héðinsson, sem þá var á vegum ráðu- neytisins var annar þeirra, sem fóru í þessa för. Þar upplýstist m.a., að aðalkrafan —- fyrir utan að síldin varð að vera gott hrá- efni — var að hún væri flokkuð. Haraldur kynnti sér allar þær vélar, sem hann vissi um, en sá að lausnina hlaut að vera einhversstaðar annarsstaðar að finna. Það varð að byggja á allt öðrum forsendum. Sumar flokkuðu síldina eftir lengd, aðrar eftir þyngd. Hvorugt var gott. Löng síld gat t.d. verið grindhoruð, og jafnvel ber hrygg- urinn gat farið í bezta flokk. Vélar sem viktuðu síldina voru seinvirkar og vildu oft bila. Og svo var það einn góðan veðurdag að honum datt allt í einu lausnin í hug. Hann sá fyrir sér í huganum hvernig vél- in ætti að vera og teiknaði af henni lauslegt riss. Síðan endurbætti hann teikninguna smátt og smátt, teiknaði betur og betur, gerði tilraunir á verkstæðinu, teiknaði vél- ina í smáatriðum —■ og fór svo að smíða. Það varð að smíða aftur og aftur sama hlutinn, reyna nýtt og nýtt, breyta og laga, reyna aftur, endurbæta og snúa við. Enda- lausar tilraunir, bollaleggingar og peninga- útlát. En svo kom líka að því að þeim fannst vélin vera orðin góð. Þeir fóru með fyrstu vélina til síldarsaltanda, til reynslu. Hann hló að þeim fyrst, og sagði eitthvað á þá leið að þetta apparat gæti aldrei gert neitt gagn. En þegar hann var búinn Framhald á bls. 28. O Síldarflökunarvél Haraldar og Gísla. Hlífar voru teknar utan af vélinni, svo betur sjást allur niekanis- minn á myndinni. ^ Hausingavélin, sem Haraldur fann upp. Bæjargerð keypti þá fyrstu, og þarna er liún í vinnu fyrsta morguninn, — og liausarnir fjúka. Á næstu blaðsíðu: Flugvél fyrir lóð- rétt flug, flugtak og lendingu ■ ■ ■ ■ ■ ■ VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.