Vikan

Tölublað

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 15

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 15
Listamenn hjálpa flóttafólki :: ■■ ' ■ ■ | ' ; isiasiii 1« Umslagið á nýju flóttamannaplöt- unni. lóttamannavandamálið minnk- ar ekki þótt árin líði. Alltaf eru einhversstaðar pólitisk stór- átök í heminum og þá er borgurun- um ekki þyrmt né heimilum þeirra. Sumstaðar er flóttafólki jafnvel haldið í ömurlegum flóttamanna- búðumbúðum árum saman af póli- tiskum ástæðum. Samtals skipta flóttamenn milljónum og tilvera þeirra er ömurleg. Flóttamanna- hjálp Sameinuðu þjóðanna hefur unnið gott starf til hjálpar þeim og hefur meðal annars fengið tón- listarmenn í lið með sér til fjáröfl- unar. Eins og margir muna, kom út platan „All Star Festival" hér um árið og gerðu fjölmargir að skyldu sinni að kaupa þá plötu, enda var hún bráðskemmtileg. Rauði kross- inn stóð fyrir því máli hér á íslandi. Það vildi svo skemmtilega til, að milljónasta eintakið af þessari plötu seldist hér í HIjómplötudeild Fálk- ans á Laugavegi. Það var Matthías Kjartansson úr Kópavogi, sem var svo heppinn að kaupa einmitt þetta eintak og hlaut hann að verðlaun- um heiðursskjal og hundrað plötur eftir eigin vali. Á myndinni er Jón Sigurðsson, borgarlæknir, að af- henda Matthíasi verðlaunin fyrir hönd Rauða krossins. Nú er komin á markaðinn önnur „flóttamannaplata", sem nokkrir heimsfrægir hljómlistarmenn eiga þátt í. Hún er kölluð „International piano festival" og eingöngu með þekktum píanóverkum og ekki síð- ur skemmtileg en fyrri platan. Ro- bert Casadesus leikur Sónötu KV 333 eftir Mozart, Wilhelm Backhaus leikur sónötu eftir Beethoven, Wil- helm Kempf leikur Impromtu nr. 3 eftir Schubert, Claudio Arrau leikur Novelette eftir Schumann, Alexander Brailowsky leikur Polo- Jón Sigurðsson, borgarlæknir, af- hendir Matthíasi Kjartanssyni verð- launin. naise op 53 eftir Chopin og Byron Janis leikur Rapsodíu nr. 6 eftir Liszt. Þessi plata fæst einnig í Hljómplötudeild Fálkans og þarf ekki að efa, að margir muni styrkja hina allslausu flóttamenn með því að kaupa þessa plötu. n síðast 1 Upp á líf ig dauða Vikunni hefur borizt gáta, sem margir les- endur hafa vafalaust gaman af að reyna við. Við höfðum af því gaman langa stund að spreyta okkur á ráðningunni, og (auðvitað) fannst réitta ráðningin eftir skamma stundl Það skal tekið fram strax, að hér er ekki um neitt grín að ræða, engan orðaleik eða plat. Spurningin, sem lesendur eiga að finna, er ein- föld og svarið við henni það öruggt, að „fang- inn“ getur reitt sig á það 100%. Sem sagt: Þetta er upp á líf og dauða. Við ætlum að leyfa lesendum að hugsa sig um þar til í næstu VIKU, en þá gefum við upp svarið, og vonum að enginn hafi farið sér að voða á meðan. Gátan er svona: Fangi er lokaður inni í herbergi, þar sem á eru tvennar dyr, og inni í herberginu eru tveir fangaverðir. Fanginn hefur leyfi til að spyrja einnar spurningar — aðeins — og hann ræður því hvorn fangavörðinn hann spyr. En eftir að svarið við spurningunni er fengið, verð- ur hann að ganga út um aðrar dyrnar, eftir eigin vali. Hann veit það að aðrar dyrnar liggja beint í dauðann, — en hinar til frelsis. Honum er líka sagt það, að annar varðanna — hann veit ekki hvor — segir ávallt satt, en hinn lýgur ávalt. Ef fanginn spyr réttrar spurningar, þá getur hann ráðið örugglega af svarinu um hvorar dyrnar hann á að ganga. Og svo: Hver er spurninginn, sem fanginn á að spyrja? (Ath.: Myndin, sem hér fylgir, hefur ekkert meS ráSning- una aS gera). --------------------------------------------------------- VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.