Vikan

Tölublað

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 22

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 22
Erlendur SKRIFSTOFUR FORSTJÓRANNA Sigffús Jónsson ÁRVAKUR H.F. Þetta gamla og gróna fyrirtæki gefur út Morgunblaðið, sem allir landsmenn þekkja, cn í Morgunblaðinu er Sigfús titlaður framkvæmdastjóri en ekki for- stjóri og við höldum því hcr. Skrifstofa Sigfúsar er á 2. hæð f Vesturveri og snýr út að Aðalstræti, en út um gluggann að sjá, sýnist Austurstræti koma í beinu framhaldi af skrifstofu Sigfúsar. Gunnar Hanson, arkitekt, sem teiknaði Vesturver, sá um innréttingu skrifstofunnar. Hún er þægileg og smekkleg, en hvorki mjög stór né íburðarmikil. Sigfús situr við skrifborð sem hann hafði með sér úr gömlu skrifstofunni í ísafold, meðan Morgunblaðið var til húsa þar. Annar hlutur er þar og frá þeim tíma; peningaskápur á fótum, sem var í eigu fyrirtækisins, þegar Sigfús réðist þangað 1923. Á gólfinu er íslenzkt teppi og íslenzkt sófasett í léttum stíl, er þar til þæginda fyrir gesti. í loftinu öllu er flúrósentlýsing bak við hvítt báruplast. Þrjú prýðisgóð málverk prýða skrif- stofuna, öll eftir Kristínu Jónsdóttur, listmálara og eiginkonu Valtýs Stefáns- sonar, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins. Eitt er úr Fljótshlíð, annað af hverum í Námaskarði og það þriðja er frá Atlavik. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA Sambandið er sennilega eitt umfangsmesta fyrir- tæki landsins, og margir mundu ætla að forstjóri þess sæti í geysistórri lúxusskrifstofu með öllum nútíma þægindum. En þegar komið er inn á skrif- stofuna á 3. hæð í Sambandshúsinu við Sölvhóls- götu, sér maður hlýlegt herbergi, rólegt og íburðar- lítið, búið gömlum en vönduðum húsgögnum. Það var teiknistofa Sambandsins, sem sá um inn- réáttingar, og fóðraði veggi með viðarveggfóðri, sem í rauninni er örþunnur spónn, límdur á pappír eða striga. Þetta lítur út alveg eins og viðarklæðning — og er það þótt þunn sé. Viðurinn heitir „Tiger- wood“. Húsgögnin munu vera 15—18 ára gömul, og kom- in frá skrifstofu Sambandsins í Bandaríkjunum. Skrifborðið er úr hnotu, en djúpir hægindastólar klæddir dökkbrúnu leðri. íslenzkt teppi hylur gólfið. í bókaskápnum eru ýmsar handbækur, orðabæk- ur, alfræðibækur og aðrar uppsláttarbækur. Við hlið forstjórans er aðeins einn sími, en tal- kerfi annar öllum samtölum innanhúss. Á myndlnni situr Erlendur við lítið sófaborð, en skrifborð hans er til hægri. Úr glugganum sér yfir miðbæinn. 22 VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.