Vikan

Tölublað

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 24

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 24
Sigríður frá Vík hefur „slegið í gegn“ með fyrstu skáidsögu sinni. Hvinur í stráum er án efa einhver allra vin- sælasta saga, sem Vik- an hefur birt. Sýnir það glöggt, að sjónvarpið er ekki enn búið að spilla tilfinningu þjóð- arinnar fyrir móður- málinu. Ennþá kann allur fjöldinn vel að meta Hið Lifandi Tungutak Þjóðarinnar, sem Sigríður frá Vík hefur á valdi sínu án þess að hafa nokkru sinni opnað málfræði Björns Guðfinnssonar eða litið í setninga- fræði. Annars skal les- endum bent á að lesa ágætan ritdóm Sigurð- ar A. Magnússonar, bókmenntagagnrýn- anda, sem hefst hér á síðunni. Sjá einnig nánari fregnir af Sig- ríði frá Vík á bls. 50. bókaútgáfu eftir svosem áratug, og geta þá „spek- ingarnir" engu um kennt nema s|álfum sér fyrir bévað framtaksleysið og dundið. Með hraðvaxandi tækni á öllum sviðum hlýtur það að teljast eðlileg og siálfsögð þróun, að beitt verði nýrri og handhægari tækni við að semja skáldverk. Þetta urðu kerlingarnar skálda fyrstar til að koma auga á, og þökk sé þeim! Þær hafa af næmu skyni og eðlisávísun komizt að raun um, hvað fólk vi11 fá í skáidverki, hvernig set|a eigi saman sögu, að hún höfði til alþýðu manna og seþist einsog bítlaplata. Að vísu verður að iáta, að þessi uppgötvun er ekki að öllu leyti verk ís- lenzku kerlinganna. Þær hafa erlendar fyrirmyndir, sem löngu eru orðnar þrautreyndar, en hitt verður ekki af þeim skafið, að þær hafa aðhæft þessa gömlu uppgötvun íslenzkum aðstæðum svosem bezt má verða. f rauninni eru formúlur kerlinganna tvær, og er önnur þeirra miklu nær hinni erlendu fyrirmynd. Þeirri formúlu er beitt við sögur sem gerast í borg eða þéttbýli. í þessum sögum verður sviðið helzt að vera siúkrahús, hiúkrunarheimili eða eitthvað slikt (helzt ekki elliheimili). Söguhetian er venjulega Sigurður A. Magnússom ' ..... r~ Kerlingabók allra kerlingabóka SigríSur Gísladóttir frá Vík: HVINUR í STRÁUM. Skáldsaga í þremur hlut- um. Bls. tiltölulega fáar. Útgefandi VIKAN, Reykjavík 1965. Orðið „kerlingabækur" fékk af tilviljun á liðnum vetri nýja og jákvæða merkingu, samhliða þeirri gömlu og rótgrónu („kreddur", „hjátrú"), og hefur orðið mönnum tamt síðustu mánuði, enda var ærin ástæða til, þar sem kerlingabækurnar á síðustu bókakauptíð fylltu heila tylft og vel það. Stóraukin útgáfa slíkra skáldverka og ótvíræðar vinsældir á síðustu árum bera því mælskt vitni að íslenzkur bókmenntasmekkur er stöðugt að batna, og hlytur það að gleðia þá mörgu og málglöðu bjartsýnis- menn sem telia veg íslenzkrar menningar aldrei hafa ver- ið meiri en nú, síðan gullaldarbókmenntirnar voru færðar í letur. Meðan þjóðin unir sér við nægtabrunna kerling- anna er lítil hætta á að hún úrkynjist eða afmannist. Þó sumir hafi verið að fetta fingur útí iðju kerlinganna, verðúr því ekki neitað að bær qegna þióðnýtu hlutverki, sem full astæða væri til að verðlauna, og er því hérmeð beint að hæstvirtu Menntamálaráði, sem hefur gefið út a.m.k. eina kerlingabók. að stofna til íslenzkra nóbels- verðlauna um beztu kerlingabókina á ári hverju. Mundi það án efa örva áhuga íslenzkra húsmæðra og annarra menningarlegra kerlinga, bæði þeirra sem ganga í pilsum og buxum. „Soekingunum", sem hafa verið að amast við afköst- um kerlinganna, má giarna benda á það, að bær qera ser Ijosari grein fyrir þeim öflum sem eru að verki I þjóðfélaginu en þeir andlitlu (eða -lausu) skeggbræður sem eyða kannski tveimur eða þremur árum í að set|a saman eina litla skáldsöqu. Þær hlýða hinu algilda og síverkandi lögmáli um framboð og eftirspurn: eftir því sem eftirspurnin evkst fjölgar kerlingunum og um leið vaxa afköst hverrar einstakrar, þannig að þeim verður hægt verk að setia saman svosem tvær til þrjár skáld- söaur á ári. Haldiði það sé munur! Með þeim virðingar- verða dugnaði, sem þær' hafa svnt síðustu árin, verða þær búnar að leggja undir sig bróðurpartinn af íslenzkri læknir á spítalanum (í versta tilfelli aðstoðarlækn- ir), ungur, gjörvilegur, ókvæntur, rómantískur og heilbrigður í hugsun. Sé læknir ekki tiltækur, verð- ur söguhetjan í öllu falli að geta sannað á sig ná- inn skyldleik við lækni. Hinn póllinn í sögunni, þ.e.a.s. kvenpersónan, á svo helzt að vera hjúkr- unarkona og dóttir yfirlæknisins, en ef ekki vill betra, þá a.m.k. læknisdóttir, og í versta tilfelli sjúklingur, sem ekki er alvarlega veikur. Þessar sögur eru vitaskuld nútímasögur. Hinni formúlunni er miklu oftar beitt á íslandi, enda er hún þjóðlegri og vekur Ijúfar endurminn- ingar hjá eldri kynslóðinni. Þar er um að ræða sveitalífssögur, þar sem söguhetjan er gjarna stór- bóndasonur eða stórbóndadóttir (stundum kemur það ekki fram fyrr en síðar, afþví þau hafa verið rangfeðruð). Á baksviðinu í þessum sögum er gjarna læknir eða prestur eða ( versta tilfelli prestsefni. Söguefnið er einlægt krákustígar ástarinnar, dálít- ill skammtur af framhjáhaldi og svo auðvitað rang- feðruð börn. En í þessum sögum fer lítið fyrir róm- antík; ástin er hvergi nærri eins háleit og í lækna- sögunum. Hún heyrir nánast undir líffærafræðina og er afgreidd án allra útúrdúra eða tilfinninga- vímu. Hjúin skjótast bara ofaní laut, bakvið hól eða heysæti, og svo er ekki meira um það. Daglega lífinu er mjög skilmerkilega lýst: fyrst af öllu eilíf- ar og endalausar kaffiuppáhellingar og kaffi- svolgur, þarnæst tíðir reiðtúrar milli bæja eða í kaupstaðinn. Dálítið fyllirí þegar illa liggur á karlhetjunni, hálfkveðnar vísur í samræðum og helzt dálítið af tungutaki úr fornsögunum. Þannig fær lesandinn Ijóslifandi mynd af íslenzku sveitalífi einsog það gerðist kringum aldamotin, því þessar sögur teygja sig sjaldan framyfir fyrri heimsstyrjöldina. Einn höfuðkostur þessara sagna er hin greiða frásögn, þær ber fljótt yfir, ekkert óþarfa grufl og hlaupið yfir erfiðar flækjur,- og ' svo það allra bezta: sögulokin eru ævinlega fyr- irfram vís: allar einföldu flækjurnar greiddar og Framhald á bls 45. 24 VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.