Vikan

Tölublað

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 36
forðaðist að líta á Bond, þegar hann bar fram næstu spurningu, beið eftir næstu lygi. (Það er úlfur í þessari sauðagæru, hugsaði Bond, þetta er slægur náungi.) — Og nú hafið þér setzt um kyrrt? Herra Du Pont brosti föðurlega. — Hvað starf- ið þér, ef ég má vera svo frekur? — Innflutnings- og útflutnings- verzlun, ég starfa hjá Universal. Kannske þér hafið átt skipti við það fyrirtæki? Herra Du Pont lék leikinn áfram. — Hm, Universal? Látum okkur sjá. Já — ég hef heyrt um þá. Ég hef að vísu ekki átt viðskipti við þá, en það er aldrei of seint. Hann hló stórkarlalega. — Ég á í ýmisskonar viðskiptum alisstaðar. Þáð eina, sem ég get ekki með sannleika sagt að ég hafi áhuga fyrir, eru kemisk efni. Kannske það sé mín ógæfa herra Bond, en ég er ekki einn af þessum kemisku Du Pont. Bond varð Ijóst að maðurinn var fullkomlega ánægður með að vera einmitt sú tegund Du Pont, sem hann var. Hann svaraði engu. Hann leit á úrið sitt til að herða á herra Du Pont. Hann ásetti sér að fara varlega að þessum manni. Herra Du Pont hafði fallegt, bleikt og vin- gjarnlegt barnsandlit með lítið eitt framstæðum, næstum kvenlegum munni. Hann var eins meinleysis- legur eins og hver annar miðaldra Ameríkumaður, sem stendur með Ijósmyndavél fyrir framan Bucking- ham Palace. En Bond fann hörku kænsku og lagni bak við þetta meinlausa útlit. Vökul augu herra Du Pont gripu hreyfingu Bonds er hann leit á úr- ið. Du Pont leit á sitt eigið úr. — Drottinn minn! Klukkan er orðin sjö og hér sit ég og mala án þess að komast að efninu. Sjáið þér nú til, herra Bond. Ég hef vandamál við að stríða og myndi vera þakk- látur fyrir leiðbeiningu yðar. Ef þér getið séð af smástund handa mér og ætlið að vera um kyrrt í Miami í nótt, myndi ég álíta það sérstakan heiður, að fá að vera gestgjafi yðar. Du Pont lyfti upp hendinni: — Ég held að ég geti lof- að því að láta fara vel um yður. Það vill svo til, að ég á hlut í Florida. Þér hafið kannske heyrt af því, við opnuðum um jólaleytið. Það hefur gengið mætavel. Herra Du Pont hló hæðnislega. — Nú, hvað segið þér við því, herra Bond? Ég skal láta yður hafa beztu íbúð- ina, jafnvel þótt það þýði að ég verði að láta einhvern viðskipta- vininn, sem vel borgar, út á götuna og þér mynduð gera mér sannan greiða. Það var bænarsvipur á and- I iti herra Du Pont. Bond hafði þegar ákveðið að taka þessu boði — blindandi. Hvert sem vandamál herra Du Pont var — fjárþvingun, glæpamenn, konur, var hann viss um að vandamál Du Pont voru dæmigerðar áhyggjur auðugs manns. Hér var kaka hins þægilega lífs, sem hann hafði ver- ið að óska sér. Taktu hana. Bond ætlaði að fara að segja eitthvað en herra Du Pont greip fram í fyrir honum. — Þakka yður fyrir, þakka yður fyrir herra Bond. Og trúið mér til ég er þakkalátur, mjög, mjög þakklátur. Hann smellti fingr- unum til að gefa þjónustustúlkunni merki. Þegar hún kom, snéri hann sér undan og borgaði reikninginn svo að Bond sá ekki til. Eins og margir auðugir menn, áleit hann það að sýna peningana sína, að láta sjá hve mikið þjórfé hann gæfi, óviðeigandi. Hann stakk seðlabunk- anum aftur í buxnavasann (hinir auðugu hafa peningana aldrei annarsstaðar) og tók um handlegg Bonds. Hann fann andúð Bonds á snertingunni og sleppti honum. Þeir gengu niður stigana og fram í forsalinn. — Við skulum aðeins ganga frá formsatriðunum varðandi far yðar. Herra Du Pont gekk í áttina að far- miðasölu Transamerica. Með fáein- um setningum sýndi hann vald sitt og röggsemi á hinu ameríska yfir- ráðasvæði sínu. — Já, herra Du Pont. Að sjálf- sögðu, herra Du Pont. Ég skal sjá um það herra Du Pont. Þegar þeir komu út, rann stór, glansandi Chrysler Imperial næst- um hljóðlaust upp að gangstéttinni. Djarflegur bílstjóri í kexgulum ein- kennisfötum flýtti sér að opna fyrir þeim. Bond steig inn og settist í mjúkt sætið. Það var notalega svalt inni í bílnum, næstum kalt. Fulltrúi Transamerica flýtti sér út með fögg- ur Bonds, rétti bílstjóranum þær og hneigði sig um leið og hvarf inn á flugstöðina. Du Pont sagði bíl- stjóranum hvert aka skyldi, og stóri bíllinn rann út af þéttskipuðu bílastæðinu, út á götuna. Du Pont hallaði sér aftur á bak. — Ég vona að yður þyki góðir krabbar, Bond. Hafið þér nokkurn- tíma smakkað þá? Bond sagðist hafa gert það og að honum þætti góðir krabbar. Du Pont talaði um hótelið, Bill's on the Beach, og um steinbygging- arnar, sem þeir fóru framhjá og krabba frá Alaska meðan Chrysler Imperialinn þeyttist niður eftir Miami eftir Biscayne Boulevard yfir Biscayne Bay, eftir Douglas Mac- Arthur hábrautinni. Bond jánkaði á réttum stöðum og naut hraðans, þægindanna og þessa enskisnýta hjals. Þeir óku upp að hvítmálaðri for- hlið með tilbúnum virðuleik. Á bleiku Neonljósaskilti stóð: BILL'S ON THE BEACH. Meðan Bond steig út úr bílnum gaf Du Pont bílstjóran- um fyrirmæli. Bond heyrði hvað M er Rapid 1 RAPID ER NY AÐFERÐ SEM GERIR ÖLLUM KLEIFT AÐ TAKA GÓÐAR MYNDIR Miitðí Agfð Rðpid Þér leggið Rapid-kasettuna á myndavélina, lokið henni, snú- ið þrisvar sinnum, myndavélin er tilbúin til notkunar. VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.