Vikan

Tölublað

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 43

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 43
Ég undirritaður óska að gerast nemandi í: MÖTORFRÆÐI □ Vinsamlegast sendið gegn póstkröfu.- □ Greiðsla hjálögð kr.____________ Heimilisfang MótorfræSi II kennir leyndardóma dieselvélarinnar. 3ami kennari — Sjófarendur — kynnizt vélunum. Fyllið út seðilinn hér til hliðar og sendið hann til BRÉFASKÖLA StS, Sambandshúsinu, Reykjavík. Innritum alltárið- BRÉFASKÓLI SÍS engu sem hann hafSi nokkru sinni lesið eða séð í bíómyndum, heitari en hann hafði dreymt um í æstustu draumum gelgjuár- anna.... — Hjálpaðu mér Nicky, sagði hún um leið og hún reyndi að hneppa frá sér. — Hendur þín- ar eru svo notalegar, miklu betri en á nokkurri herbergis- þernu sem ég hef haft. . . . Hann heyrði varla i henni. Hún bylgjaðist fyrir angum hans, eins og spegilmynd af ungri björk í fjallalæk. Þegar hann vaknaði, skein dagsbirtan i gegnum glugga- tjöldin. Hann teygði úr sér í notalegri vellíðan. Svo rétti hann út hendina og þreifaði, — en fann ekkert. Iíann opnaði aug- un, koddinn við hlið hans var auður. — Liz! lirópaði hann. Hann leit á úrið. — Hálf tíu. — Ilún vann úti, hafði hún sagt. Allt í einu mundi hann eftir þvi að hún hafði ekki verið með neina tösku! Hún var ör- ugglega ckki með neina peninga á sér! Getgátur lians í gærkvcldi höfðu verið réttar, liún hal'ði auðvitað strokið af einhverju hæli, og nú var hún alein ein- hversstaðar í Paris án þess að hafa eyri í vasanum. Hann flýtti sér i fötin og hljóp niður stigann. — Herrann hefir ekki beðið um morgunverð, sagði madamt spyrjandi. — Sáuð þér þegar hún fór? spurði hann ákafur. — Sá ég þegar hver fór? — Stúlkan! — Stúlkan sem ég var með í gærkveldi og þér vor- uð svo elskuleg við. Madame kipraði saman var- irnar. — Nei, vitið þér nú hvað, ég er aldrei elskuleg við stúlkur sem þrengja sér inn á liótelið mitt. Allt i einu fór hún að hlægja. — En það var engin stúlka með yður, sagði hún. — Herrann var einn, og var dálítið, já dálítið piquet, piquet. Fullur! Bcrsýnilega ætlaði hún að láta á engu bera, eða þá að hún hélt að hann hefði verið fullur. Hann flýtti sér út að dyr- unum. Hvað átti liann að gera? Þetta var síðasti dagurinn lians í París, og jafnvel þótt hann hefði haft viku, eða mánuð. Allt í einu kom liann auga á liús- númerið hinum megin við göt- una, — 32, og um leið flaug númerið 32332 gegnum huga hans, númerið á leigubílnum frá kvöldinu áður. Hann flýtti sér að afgrciðsluborginn. — Viljið þér gjöra svo vel að panta fyrir mig bíl. Bíl númer 32332. Bílstjórinn þekkti hann strax aftur. — Grand hótel de Louvre, sagði Nicholas. Hann varð að segja doktor Benton að hann ætl- aði að hitta samferðafólkið á flugvellinum. Á leiðinni spurði hann bilstjórann: — Munið þér eftir stúlkunni sem var með mér í bilnum i gærkveldi? — Herrann var einn, en talaði við sjálfan sig, svo hélt.... Hann liló og liélt hendinni upp að munninum eins og að hann væri að drekka. Nicholas fékk kuldahroll, þeg- ar hann heyrði þetta, og flýtti sér inn á hótelið. Gegnum gler- hurðina sá hann Alice og Char- lie sitja við morgunverðinn. Hann ætlaði ekki að segja þeim frá vandræðum sinum. — Nei, livað cr að sjá, sagði Charlie og hló. — Fíni Nicholas með bindið öfugt um hálsinn. — En Nicky! hrópaði Alice. — Það er eins og að þú hafir séð draug! Hvað er að þér? Notaleg gleðitilfinning hland- aðist saman við örvinlan lians. Alice kallaði hann Nicky! En svo skolaðist allt þetta í burtu og hann fann aðeins til angist- arinnar. -—■ Kemurðu ekki með okkur í dag? En hvað Alice hafði fal- lega rödd. hún minnti hann á — Mér þykir það leitt, ég þarf að gera svolitið annað. Nú var aðeins ein leið eftir, að spyrja þjóninn! Hann flýtti sér að veitinga- húsinu, þar sem þau höfðu borð- að. Á lnirðinni var hvítt spjald, og á því stóð: — Lokað á fimmtudögum. Nú voru öll sund lokuð. Hon- um fannst hann vera innilokað- ur i herbergi, þar sem gluggar og hurðir hurfu, og eftir voru aðeins berir veggir. Að lokum fór liann lieim á liótelið og pakk- aði niður farangri sinum. Klukk- an átta yfirgaf hann París. Það var vetur. — Endalausir fyrirlestrar, rannsóknastofu- vinna og lestur höfðu þurrkað út allt einkalíf. Nú hugsaði hann mjög sjaldan um Liz, þó mundi liann effir öllu sem liafði koin- ið fyrir hann, og það hafði djúp og innileg áhrif á hann. Það hafði breytt honum, — já það hafði breytt öllu lífi lians. — Ef þú heldur svona áfram, verðurðu vitlaus, varaði Charlie hann við einn laugardagsmorg- un. —• Þú verður að taka þér frí einstaka sinnum. — Hvaða mánaðardagur er i dag? spurði Nicholas utan við sig. — Það er niundi febrúar. Hversvegna spyrðu? Febrúar liafði Liz sagt, — eftir fyrstu vikuna. — Á safn- inu. — Alice ætlar að fara á Metro- politan safnið, sagði Charlie. — Þeir eru með Leonardo da Vinci þar núna, þennan sem doktor Benton talaði svo mikið um. Ef þú ferð þangað hittirðu hana kannske. :— Ég ætla að fara þangað, sagði liann, en hann var alls ekki að hugsa um Alice. Við safnið var löng röð af fólki, sem beið eftir því að kom- ast inn. Plann fór aftast í röðina. Innra með sér fann hann kyrrð- ina, eins og í vatni, rétt áður en suðan kemur upp. Hann heyrði rödd doktor Bentons, um ríka manninn í Florens, sem hafði fengið da Vinci til að mála konuna sina, — það ein- kennilega að hún bar ekki neina skrautgripi. Að málverk- inu hafi verið stolið, —- skilið eftir í Florenz, en komizt svo til Parísar aftur. Ilann gekk upp þrepin og inn í safnið. Verðirnir lijálpuðu til að halda röðinni. Verðirnir hennar.... — Þarna er hún! hrópaði einhver kona. — Þarna er Mona Lisa! VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.