Vikan

Tölublað

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 45

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 45
ULTRft+LfíSH Mascara TIL AÐ LENGJA OG LENGJA ENNÞÁ MEIR SILKIMJOK AUGNAHAR. ULTRA*LASH er fyrsti augnháraliturinn sem Jengir og þéttir augnahárin án þess að gera þau stif. Þessi einstaka efnablanda lengir án gerviþráða. Allt sem þér þurfið að gera er að bera ULTRA*LASH á með hinum hentuga TAPER-BRUSH sem byggir upp um leið og hann litar hvert augnhár. Ekkert auka erfiði og ekkert ergelsi út af gljáalausum og klístr- uðum augnhárum. ULTRA*LASH hleypur ekki í kekki, né skilur eftir klessur eða bletti. Þetta er fyrsta skaðlausa efnið sem lengir og þéttir augnhárin, þolir vatn og er lyktarlaust. Sér- staklega auðvelt að hreinsa á nokkrum sekúnd- um með Maybelline Mascara Remover. Kemur í þrem góðum lltum: VELVET BLACK, SABLE BROWN og MIDNIGHT BLUE. JlajífUSm alltaf þa3 hreinasta og bezta fyrir fegurS augnanna: í samt lag aftur. Meðan þú ert að heiman eitt kvöld verður ein- hverju stolið frá þér, einhverju sem þér var mjög kært. Það er ergilegt, en við þvi er ekkert að gera. Þú getur huggað þið við það, að dálítið, sem þú hefur lengi vonað, rætist nú loksins. Nú fyrst eru örlagaspilin at- huguð, en þau eru hjartagosi, hjartatía, hjartaátta. Þú átt gott í vændum — mikla ástarham- ingju með góðum og skemmtileg- um manni. Eitthvað kemur þér líka gleðilega á óvart síðar. Spil hjartans voru samt ekki eins góð. Dreymir þig kannske um frí? Eða einhverja skemmti- lega ferð. Þá skaltu ekki hlakka of mikið til, því að slæmar frétt- ir verða e. t. v. til að eyðileggja ferðina. Jæja, svona var stjarna stúlk- unnar. Reynið nú sjálfar og not- ið hugmyndaflugið spilunum til stuðnings. ★ Kerlingabók allra kerlingabóka Framhald af bls. 24. allir um síðir hæstánægðir með sitt hlutskipti í tilverunni. Sigríður Gísladóttir frá V(k er ný- liði í kerlingahópi, en hefur hins- emi. iw r*m»**. ■ vegar unnið það afrek með fyrsta skáldverki sínu að rekia í fám drátt- um svotil öll söguefni oð stílbrögð þessarar vinsælu bókmenntagreinar, þannig að skáldsaga hennar, „Hvinur í stráum", ætti að geta orð- ið handhæg kennslubók þeim sem hug hefðu á að tileinka sér tækn- ina með skjótum og fyrirhafnarlitl- um hætti. Ég er jafnvel ekki frá því, að eldri og reyndari kerling- ar gætu líka nokkuð á henni grætt, þv! hér er saman komið í hnotskurn allt það helzta sem þær þurfa að hafa bakvið eyrað þegar þær setja saman skáldverk, og gæti saga Sigríðar frá Vík því sparað þeim óþörf heilabrot um ýmis tækni- leg atriði, sem þær hafa kannski ekki allar gert sér fullkomna grein fyrir ennþá. Ég mundi vilja taka svo til orða, að Sigríður frá Vík hafi samið kerlingabók allra kerl- ingabóka, og illa er ég svikinn ef hún verður ekki talin með öndveg- isritum aldarinnar, þegar tímar líða og smekkur landsmanna þrosk- ast til þeirra muna, að ekki verður talið viðlit að gefa út önnur skáld- rit en kerlingabækur. Mestur feng- ur verður sagan þó þeim mörgu byrjendum, sem haft hafa fullan hug á að leggja útá kerlingabraut- ina, en ekki haft kjark til þess sökum þekkingarleysis á þeim grundvallarlögmálum sem þessi bókmenntagrein byggir á. Má því búast við, að birting sögunnar leysi úr læðingi öfl sem víða hafa dorm- að í brjóstum manna, þannig að á næstu jólakauptíð eða þarnæstu skelli á sá kerlingafaraldur í íslenzk- um bókmenntum, sem þjóðholla og bjartsýna íslendinga hefur lengi dreymt um. Sannleikurinn er nefni- lega sá, þó menn hafi af feimnis- ástæðum og kurteisi við Banda- ríkjamenn ekki viljað halda því á loft, að það verður ekki hið vænt- anlega og óburðuga (slenzka sjón- varp, sem eyðir áhrifum dátasjón- varpsins á íslandi, heldur efling og útbreiðsla kerlingabókanna, sem einar megna að glæða og varðveita þá þjóðlegu tilfinningu, sem fram- tíð okkar hlýtur að byggjast á. Ég þarf væntanlega ekki að rekja fyrir lesendum Vikunnar, sem flest- ir munu hafa lesið „Hvin í stráum", þau meginstef sem Sigríður frá Vík leikur svo meistaralega í skáld- verki sínu, en vegna þeirra sem kunna að hafa misst af sögunni, skal ég rétt drepa á nokkur þeirra. Fyrst er þá að nefna söguhetj- una, Guðmar á Bakka, stórbónda- son sem tekið hefur við búi látins föður og býr með móður sinni, þangaðtil hann festir ráð sitt. Hann er klassfsk söguhetja, óásjálegur í bezta lagi, dulur í skapi og fáorð- ur, heljarmenni að burðum en nokk- uð uppburðalaus við kvenþjóðina. Samt lánast honum með lempni að komast í lautir. Guðmar er vitan- lega umsvermaður af tveimur girni- legustu heimasætum sveitarinnar, og hefur sú betur sem klækjóttari er og drffur hann í hjónaband með því að kenna honum barn sem hún ber undir belti. Astin ( sögunni er, einsog fyrr segir, laus við alla væmni og heyr- ir undir Kffærafræðina. Hjónaband- ið reynist skrykkjótt lengi framan- af. Eiginkonan er dyntótt og rek- ur bóndann úr bæli, þegar hún kemst í bréf frá fyrrverandi elju sinni þar sem stendur að Guðmar eigi barn sem hún hefur kennt danskri búðarloku. Bóndi lætur sér brottreksturinn úr hjónasænginni lynda, enda ekki laust við að sam- vizkan ónáði hann. Einsog lög gera ráð fyrir, kemur læknir við sögu, og hann bæði fjöl- lyndur og hjartastór. Hann hefur semsé gert konu Guðmars barnið sem hún kenndi Guðmari, en hins- vegar gengur læknirinn síðar að eiga barnsmóður Guðmars, eftir að sá danski hefur stokkið burt frá fjórum krógum. Þannig jafnast þá metin, og þó ekki að fullu fyrr en í sögulok þegar öll svik verða upp- vís og börnin tvö, sem hafa víxl- azt milli feðra, ganga í eina sæng. Áður það verði hefur Guðmar bóndi þó haft þungar farir mánuðum ef ekki árum saman, verið hvorki verkum né mönnum sinnandi vegna samdráttar systkinanna, sem hann álítur vera, lagzt i drykkju og loks lent ( réttarhaldi fyrir meint morð á lækninum góða, sem við nánari athugun reynist hafa fengið hjarta- slag meðan hann svalaði þorsta sínum í ársprænu. Meðan þung- lyndi Guðmars er mest, mælir hann mjög á forna tungu, vitnar oftlega ( fornsögur og er samferðamönnum harla torræður. VIKAN 15. tbl. 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.