Vikan

Tölublað

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 5

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 5
mannlegri skapgerð almennt, og það kom þér vel í síðari störfum. 1922 breyttir þú nafni þínu og settist að í Hollandi. Nú sé ég lítið um stund, en býst við, að þú hafir hagað þér eins og venju- legur borgari. Þú kvæntist og átt þrjú uppkomin börn. Þú tapaðir öllu í verðbréfahruni og eftir það reyndir þú eitt og annað. Þú fluttir til nýlendna Hollands og lagðir hönd á flest, þangað til þér datt í hug að reyna huglest- ur. Þú byggðir hann upp á áhrifa- mikilli blöndu af sniðugheitum, dálitlu hrósi, handlagni, með því að hafa á þínum snærum hóp af fréttamönnum og með óbrigð- ulu minni fyrir smáatriðum, nöfnum, sem þú hafðir heyrt, andlitum, sem þú hafðir séð, og staðreyndum, sem þú safnað- ir saman hér og þar. Ég hef nasasjón af ellefu tungumálum, og þar sem ég nota mér að tala að minnsta kosti sex þeirra án minnsta hreims, kemst ég ekki sjá því að heyra, að fram- burður þinn á bókstafnum R stafar frá gyðingahverfunum í Galisíu. Þú ert, í stuttu máli, ruddi, efunargjarn þorpari, þú trúir ekki á eitt eða annað á jörðu eða himni; þú ert einn £if gáfuðustu og skemmtilegustu mönnum, sem ég hef hitt, og ég: er glaðari en orðum taki, yfir að örlögin skuli hafa skellt okk- ur hér saman sem klefafélögum. Meðan Vandengraf hlustaði á þetta, varð hann heimskulegur í. framan af undrun. — Andskot- inn eigi mig, sagði hann að lok- um, án sinnar venjulegu tilgerð- ar. — Hvernig fannstu þetta út?' — Samband, ekkert annað en' samband, svaraði Hanlden og hló- hjartanlega. Það var eirrmitt svona fyndni, sem honum fannst skemmtilegust. Meðan hann hló, náði Vandengraf sér. Hann stóð upp, hneigði sig og rétti Halden vegabréfið aftur. — Þú notar þér háa stöðu þína, Mynheer van Halden, sagði hann. — Þegar allt kemur til ■alls, ert þú stofnandi og forseti S.B.M. skipafélagsins. Þú átt þetta skip, og sömuleiðis flesta hluta í Nitarc hlutafélaginu, það er að segja tinnámur, gúmmí og haffi fjölda eyja. Vafalaust er skipafélagið þitt á stöðugum verði gegn spilasjúklingum, vasa- þjófum og öðrum þorpurum á borð við mig. Ég er viss um, að :fortíð mín var rannsökuð mjög ýtarlega, áður en mér var leyft að ferðast með þessu skipi. Það hefur verið næstum skammar- lega auðvelt fyrir jafn vel gef- •ínn maim og þig, að komast að smáatriðum í minni vesælu ævi- sögu. Ég má hins vegar vera stoltur af því, að ég skyldi þekkja þig, strax þegar við tefldum sam- an fyrst. — Þú hefur án efa séð mynd af mér í blöðunum, þegar ég vann áhugamannakeppni í tafli árið 1928. Þar að auki hefur iðulega verið um mig rætt í blöðunum, bæði með mynd og myndalaust, svo það þarf engan sérstakan snilling til þess að þekkja mig. En ég óska þér til hamingju með það, að þér skyldi takast að halda því leyndu fyrir mér til þessa, að þú vissir hver ég var. Þú gleymir því, hve mjög þú hefur breytzt síðan 1928, minn kæri vinur, hugsaði Vandengraf, en sagði það ekki upphátt. Þess í stað sagði hann með yfirlætis- legu brosi, eins og fullorðinn maður, þegar hann ávarpar dreng, sem er í indíánaleik: — Er gaman að leika Harún al Raschid? — Það hefur sína kosti, svar- aði Halden og brosti við. — Til dæmis gerði það mér kleift að deila klefa með þér í stað þess að hírast einn í viðhafnaríbúð ein- hvers lúxusskipsins. Þar að auki var ég neyddur til þess að taka mér far með skipi míns eigin skipafélags, ef ég ætlaði til æsku- dvalarstaða minni, vegna þess að það eru einu skipin, sem fara þangað. Þar sem þú ert maður auðugur af ímyndunarafli, hlýt- ur að geta gert þér í hugarlund þau leiðindi og gervimennsku, sem hefðu fylgt því að ferðast sem opinber forseti skipafélags- ins. Sérðu ekki í anda skipulagð- ar móttökur í öllum höfnum, matarboðin frá öllum bankastjór- um staðanna, námustjórum og plantekruformönnum, svo maður ekki minnist á félagsskap ak- feitra kvenna þeirra og innan- tómt hjal um allt og ekkert, sem ég hefði orðið að taka þátt í? Með því að vera aðeins Mynheer van Halden og leika hlutverk hins hlédræga, látlausa manns, losna ég við þreytandi gestrisni undirmanna minna og reyndar allra embættismanna stærri og minni Sunda eyja. Það er þess virði að taka á sig lítilsháttar óþægindi við og við, til þess að losna við það, skal ég segja þér. Einn af veikleikum Haldens var sá, að hlusta á reiprennandi ræður sjálfs síns. Vandengraf varð að beita allri sjálfsstjórn sinni til að' taka ekki að blístra, fyrr en Halden hafði lokið ræðu sinni. — Veit Anderson, hver þú ert? spurði hann snögglega. — Ég hef það á tilfinningunni, að Anderson hafi ekki einu sinni tekið eftir tilveru minni, svar- aði Halden — Hann er alveg á kafi í öðrum hlutum. — Þú treystir dóttur þinni til þess að varðveita leyndarmál þitt? Frh. á næstu síðu. VIKAN 16. tbL 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.