Vikan

Tölublað

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 15

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 15
spánskt fyrir. Du Pont sagði glað- lega, að nú væri annað hvort að duga eða drepast og raðaði kröbb- unum á diskinn hjá sér, hellti á þá bráðnu sm|örinu og hófst handa. Bond fylgdi dæmi hans og tók að snæða, eða réttara sagt að njóta, Ijúffengasta málsverðar, sem hann hafði fengið á ævi sinni. Fiskurinn í steinkröbbunum var mýksti og bragðbezti skelfiskur, sem hann hafði nokkurn tíma smakkað. Orlítið brunabragð af brenndu smjörinu undirstrikaði gæði krabb- ans og þurrt, ristað brauðið full- komnaði málsverðinn. Kampavín- ið hafði ofurlítinn jarðarberjakeim. Það var ískalt. Þeir skoluðu kröbb- unum niður með kampavíninu. Þeir átu jafnt og þétt, önnum kafnir og skiftust varla á orði, þar til fatið var hroðið. Með ofurlitlum og bældum ropa, þurrkaði Du Pont síðasta smjördrop- ann af þöku sinni með silkiservíett- unni, og hallaði sér aftur á bak. Hann var rjóður. Hann leit stoltur á Bond. Hann sagði með lotningu.- — Bond, ég efast um að nokkurs- staðar í heiminum sé hægt að fá jafn dýrðlegan málsverð. HVert er yðar álit? Bond hugsaði sig um: Ég bað um líf, líf í allsnægtum. Hvernig líkar mér það? Hvernig geðjast mér að því að éta eins og svín og heyra svona athugasemdir? Allt í einu varð honum óglatt af tilhugsuninni um að fá 'annan málsverð á borð við þennan eða borða yfirleitt öðru sinni með þessum herra Du Pont. I sama bili skammaðist hann sín fyrir þessa hugsun. Hann hafði beð- ið og bæn hans hafði ekki einungis verið heyrð, heldur hafði uppfylling hennar verið rekin ofan í gegnum hálsinn á honum. Hann sagði: — Ég veit það ekki en þetta var mjög gott. Du Pont var ánægður. Hann pant- aði kaffi. Bond afþakkaði vindil og koníak. Hann fékk sér sígarettu og beið með áhuga eftir því sem koma skyldi. Hann vissi, að eitthvað var væntanlegt, allt þetta var aðeins inngangur. Du Pont ræskti sig. — Og nú Bond, hef ég tilboð að gera yður. Hann starði á Bond og reyndi að geta sér til um viðbrögð hans, áður /------------------------>> Goldfinger sagði: — Þeir eiga sér máltæki í Chicago: Einu sinni er hending, tvisvar er tilviljun, í þriðja skipti er það af óvina- völdum. V._______________________/ /------------------------ Þessi bók er algjörlega hug- verk. Svo vitað sé er engin líking milli neins sem hún segir frá, at- vika eða persóna, og atvika, sem raunverulega hafa gerzt eða persóna sem raunverulega eru á lífi. Sé slík líking til, er það gjörsamlega af tilviljun. lan Flerning ________________________/ en hann leysti frá skjóðunni. - Já? — Það var mér gleðiefni að rek- ast á yður í flughöfninni. Rödd Du Pont var alvarleg og einlæg. Ég hef aldrei gleymt okkar fyrsta fundi á Royale. Ég man hvert smáatriði. Ró yðar, þol og hvernig þér með- höndluðuð spilin. Bond leit niður á borðdúkinn. En Du Pont ætlaði ekki að halda lengri lofræðu. Hann sagði fljótmæltur: — Bond, ég skal borga yður tíu þúsund dollara fyrir að dveljast hér sem gestur minn, þar til þér hafið komizt að því, hvernig þessi Goldfinger vinnur mig í spilunum. Bond horfðist í augu við Du Pont. Hann sagði: — Þetta er álitlegt til- boð, Du Pont. — En ég þarf að kom- ast aftur til London. Ég verð að vera kominn til New York til að ná í flugvélina mína innan fjöru- tíu og átta klukkustunda. Ef þið spilið eins og venjulega í fyrramál- ið og eftir hádegið, hef ég nógan tíma til að finna svarið, en ég verð að fara annað kvöld, hvort sem ég hef þá getað hjálpað yður eða ekki. Samþykkt? — Samþykkt, sagði Du Pont. 3. kafli. Maðurinn með víðáttuóttann. Blaktandi gluggatjöldin vöktu Bond. Hann kastaði af sér brekán- inu og gekk yfir þykkt gólfteppið. út að glugganum, sem tók yfir einn vegginn. Hann dró gluggatjöldin til hliðar og gekk út á sólbakaðar sval- irnar. Framhald á bls. 40.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.