Vikan

Tölublað

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 16

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 16
 4'M gg§j§l ||*®^egar Bandaríkjamenn byggja einbýlishús, er skipulag þeirra oft nokkuð á annan veg en æski- legt þykir hér á hinum norðlæg- ari breiddargráðum. Þeir byggja sina Bungalowa oft á ranghölum og lengjum til þess að undirstrika stærð þeirra og vilja vinna það til, þó allmikill gangur verði í þessum húsum. Þá hafa þeir oftast bæði Family-room og Living-romm, eða hversdagsstofu og stássstofu fyrir utan borðstofu. Hversdagsstofan er stundum kölluð Activity-room eða einskonar vinnustofa, þar sem sjónvarpið er staðsett og börnin leika sér. Betri stofan er þá meira fyrir ,,formal living“ eða gesta- móttökur. Við höfum farið yfir nokkur hundruð ameriskar teikningar og fundum þrjár, þar sem húsin reyndust vera skipulögð eitthvað ámóta þvi sem við eigum að venj- ast. Hér er bæði vel skipulagt og fallegt einbýlishús, sem að nokkru leyti er á tveim hæöum sökum þess að húsið er byggt í halla. Þar eru fjögur svefnherbergi og her- bergi fyrir húsbóndann að auki. Eins og sjá má er geymslan aðskil- in frá húsinu, en þó undir sama þaki, sem framlengt er til þess að fá skjól fyrir bílinn. Þeir byggja oft þesskonar ,,carport“ eða bíl- skýli í stað bílskúra. En þar mætti að sjálfsögðu hafa bílskúr í stað- inn. Stofan er þrem þrepum lægri en forstofan og borðstofan og bak- inngangur á þvottahúsi. Þeir eru ósinkir á baðherbergin og hafa oft eitt með hverju svefnherbergi. « jtjj|etta hús er bandarískt ^^og einkennandi fyrir tilhneigingu þeirra að byggja ílangt, án þess þó að um öfgar sé að ræða í þessu tilviki. Planið er 1 stórum dráttum í samræmi við ráð- andi venjur: Hægra megin og alveg sér eru svefnher- bergin þrjú talsins og svo sem sjálfsagt þykir þar í landi er fataherbergi og sér- stakt baðherbergi fyrir hjónin. Stofan er hóflega stór og gengið tvö þrep nið- ur í hana. Húsbóndinn hef- ur skrifstofu með forstofu- inngangi, eldhús og þvotta- hús svo til saman — og inn- angengt í bílskúrinn. VIKAN 16. tþl,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.