Vikan

Tölublað

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 17

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 17
HjjJJinnig hér er ameriskt fjögurra svefn- herbergja einbýlishús á tveim hæðum og byggt utan í halla svo hægt er að ganga beint af jafnsléttu inn í efri hæð- ina bakatil. Það er ástæða til að vekja athygli á þakinu, sem er í algerlega klass- iskum stíl og um leið með því lagi, sem fólk verður einna sízt leitt á þegar til lengdar lætur. Takið eftir, að það er látið skaga talvert út fyrir veggina og það gef- ur húsinu svip ásamt svölunum, se,n hyggðar eru í U kringum húsið. Að framanverðu er aftur á móti gengið beint inn í kjallarann og þar eru öll svefn- herbergin. Inn af hjónaherberginu er stórt fataherbergi og bað en sameiginlegt baðherbergi fyrir hin herbergin. Niðri er líka hiti og geymsla. Eldhúsið myndar eyju á miðri efri hæðinni með borðstof- una öðrum megin og stofuna hinum meg- in. Skrifstofa húsbóndans er á góðum stað innaf borðstofunni en þvottahúsið stein- snar frá eldhúsinu og innangengt í bíl- skúrinn. . . . ......- - ■■■■■ íða í Evrópu eru há ris mjög vinsæl, ” enda er þar mikið af fyrri alda bygg- ingum með þessu lagi. Varla er hægt að segja, að hér hafi verið byggð hús með þessu lagi svo neinu nemi. Þau gætu farið prýðilega í íslenzku landslagi, en mörgum þykir súðin galli og súð verður gjarna í svona húsum, nema þá að farið sé mjög ósparlega með rýmið og vegg- irnir inndregnir til þesss að losna við súðina. í þessu húsi nær súðin niður á miðja veggi á neðri hæðinni og aðeins neðar á efri hæðinni, þar sem svefnher- bergin eru. Báðar eru hæðirnar að flatar- máli 123 ferm. Margir byggja sumarbú- staði með þessu lagi, eða þá að þakið nær alla leið niður að jörð. Nokkrir þess- konar sumarbústaðir hafa verið byggðir hér. Blaðað i hús^teiScniingum anskættað einbýlishús, 150 fermetrar að flatarmáli. Inngangurinn er bakatil við hliðina á eldhúsinu, mitt á ““'milli íveruhluta hússins og svefnherbergjanna. Auk þess er hægt að ganga úr stofunni út í garðinn ef með þarf. Borðstofa og stofa mynda vinkil utanum eldhúsið og innangengt í bílskúrinn gegnum þvottahúsið. Það mun ekki vera leyfilegt hér á landi að gera innangengt í bílskúr, en það er ekki að sjá, að Dönum þyki neitt athuga- vert við það. Svefnherbergin eru þrjú, öll móti suðri. Vesturveggur stofunnar er framlengdur til þess að fá skjól. Hann er aiveg heill og fæst þar af leiðandi gott veggpláss í stofunni. Húsið er allt á einni hæð. si’eumyiasiiii I ' ..: . ' 'immm Émm Wiwwlm . §i|||||g| VIKAN 16. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.