Vikan

Tölublað

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 26

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 26
Þúsundir fíússa eru yfir 100 ára. Enginn veit hve gamlir Rússar verða Rússneska fréttastofan Tass hefur þaS fyrir vana að sénda annaS slagiS út smáfréttir um aS félagi X hafi haldiS upp á 140 ára afmælisdaginn eSa 145 ára. BæSi hjá leikmönnum og vísindamönnum hefur þessum fréttum veriS tekiS meS dálitlu saltkorni. Hversvegna ættu Rúss- ar aS geta orSiS svona gamlir? ViS þessu er ekkert svar aS finna. Á vísindaráSstefnu i Stock- holm fyrir skömmu, staSfesti fremsti aldursrannsóknamaSur Rússa, Dimitri Tsjebotarev, sem vinnur viS ættfræSistofnunina í Kiev, aS elztu sovétborgarar létust aS jafnaSi viS 150 ára aldursmarkiS áriS 1962. Prófess- orinn skýrSi frá þvi aS hjarS- maSur nokkur frá sovétríkinu Azerbajdzan, hefSi orSiS rúm- lega 150 ára gamall. Þetta riki er í Kákasus, og þaS lágu fyrir áreiSanlegar heimildir fyrir þvi aS maSurinn hefSi fæSzt áriS 1812. ÁriS 1959 var gerS allsherjar rannsókn á gömlu fólki í Sovét- ríkjunum. Þá komust menn aS raun um aS til voru 21 þúsund manns, sem voru yfir 100 ára. í dag safnar stofnun í Kiev heim- ildum um fólk, sem orSiS er mjög gamalt. Vísindamenn í Sovétríkjunum hafa lengi veriS fremst í flokki þeirra, sem rann- saka aldur fólks. Hvernig getur maSur orSiS 150 ára? Prófessor Tsjebotarev veit þaS ekki. En hann heldur aS allt þetta há- aldraSa fólk í Sovétríkjunum hafi lifaS heilbrigSu lífi í fjall- lendi, langt frá þvingunum og áhyggjum borgarbúa, borSaS mjög fátæklega og unniS allt til þess síSasta. Hann gefur ráSiS: „Áfram meS smjöriS! HægiS ekki á ykkur þótt aldurinn færist yfir — nema í átinu!“ Eitt málverk fyrir 168 milljónir E'itt af því síöasta sem franski málarinn Cézanne kom á léreftiö var stór mynd, sem liann nefndi Les Grandes Baigneuses, en á öörum tungumálum hefur þaö veriö kall- aö Fólk í baöi. Hinum venjulega áliorfanda sýnist þar vera hópur af feitu, miöaldra kvenfólki og klaufalega uppdregnu í þoklcabót, en listfræöingarnir sjá þaö ékki sem feitt kvenfólk fyrst og fremst heldur ákveöin form, sem flest stefna til vinstri og mynda öfluga spennu á móti sterkum og hœgri-sveigðum línum bakgrunnsins, En mörgum þeim löndum Cézannes, sem fyrst og fremst sáu í því klaufaskapinn, rann í skap og fylltust lieilagri vandlætingu, þegar þaö fréttist, aö málverkiö haföi veriö selt úr landi. Og sjálfur Cézanne, sem samtals seldi eitt eöa tvö málverk fynr smánarverö um dagana, hefur ugg- lcmst snúiö sér viö í gröfinni, þegar verðiö varö lýönum Ijóst: 1,4 milljónir sterlingspunda eöa eitthvaö nálœgt 168 milljónum ísl. króna. Þetta var mesta hnoss, sem Bretar hafa haft út úr Fransmönnum síöan þeir náöu í heilaga Jóhönnu sœllar minningar, en munurinn var einungis sá, aö nú voru Bretarnir ekki nærri því eins einihuga í hrifn- ingu sinni. Einnig í Bretlandi greinir Tæröa sem leika á um ágæti myndarinnar og þœr raddir heyröust, sem fordœmdu svo gálauslega meöferö á opinberu fé, en þaö er einmitt The National Gallery í London, sem myndina keypti. Þó réöi safniö einsamalt ekki við kaupin og gekk ekki saman fyrr en auömaöur aö nafni Max Rayne hljóp undir bagga meö safninu og snaraöi út rúmum 80 milljón krónum. BaÖ- fólkiö hefur veriö í eigu Pellerin-ættarinnar ásamt mörg- um fleiri Cézanne-málverkum og til þess aö mýkja skap Fransmanna þá gaf þessi göfuga œtt franska ríkinu annaö — að vísu minna og ómerkxlegra — Cézannemálverk. En í Frakklandi var allt í einu því líkast sem stolt þjóöarinnar heföi veriö stórkostlega scert og André Malraux, mennta- málaráöherra, fékk margar eitraöar örvar fyrir aö láta Breta hlunnfara sig. Allir voru sammála um, aö hvort sem myndin vœri klaufaleg eöa ekki, þá tilheyröi hún fyrst og fremst LA FRANCE. S-----------------------------------X Vélin gengur áfram, yðar hátign Hinn sjötugi fyrrverandi kon- ungur Englands, hertoginn af Windsor, hefur nú síSustu mán- uðina verið kvikmyndastjarna. Le Vien Films, sama félagið og tók kvikmyndina og líf Churchills sáluga, er nú að leggja síðustu hönd á aðra heimildarfilmu „A King’s Story“, sem byggð er á minningabók hertogans frá 1951. Flest atriðin eru tekin i Englandi og á landsetri hertogans Gif-sur- Yvette fyrir utan París. Windsor, sem eitt sinn var álitinn tízku- frömuður, kemur m. a. fram í stórköflóttum, bláum tweed-ullar- fötum með leðurbót á hnjánum og „Windsorhnút” á hálsbindinu. Hin tveggja tíma langa litmynd skýrir frá lífi hans sem prinsinn af Wales, allt til þess er hann sagði af sér konungstigninni, sem kom öllu konungsveldinu til að skjálfa. Áætlað er að myndin verði frum- sýnd í London nú í marz. Hlutverk hertogans í myndinni en nánast aðeins sem fyrirlesari. Jafnvel hertogaynjan, hin bandaríska og tvískilda frú Wallis Warfield- Spancer-Simpson, er með á mynd- inni. En það var einmitt hennar vegna, sem hertoginn lét af kon- ungstign. Hún er nú 68 ára göm- ul. Áhrifaríkasti hluti myndar- innar er þegar Játvarður VIII heldur þá ræðu í brezka útvarpinu, þann 11. desember 1936, sem skýrði frá því að hann segði af sér sem konungur Brezka heimsveldisins. Hann hafði þá verið konungur í ellefu mánuði — og myndinni lýkur, þegar hann sama kvöldið fer í þokusúld um borð í tundur- spillinn „HMS Fury“, á leið sinni til Frakklands.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.