Vikan

Tölublað

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 34

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 34
NÝ LEIÐ TIL MEGRUNAR! Nú gefst yður tœkifœri til að grennast á auðveldan ög þœgilegan hótt með því að borða LIMMITS og/eða TRIMETTS megrunarkexið. — Fœst í mörgum og Ijúf- fengum bragðtegundum. Munið að neyta þess óvallt með kaffi, te eða mjólk. Hún gerði það, og hún þreif- aði vandlega, sagði svo: „Farðu úr skyrtunni.“ Ég hlýddi. Og hún þuklaði flibbann og skoðaði hann eins og hann væri eitthvert furðu- verk veraldar. En þarna var ekk- ert um að efast. Hún fékk mér síðan skyrtuna, og svo tók hún að klæða sig, og við fórum bæði niður í eldhús og hittum þar frú Hönnu. Hún gekk úr skugga um undrið, en auðvitað kunni hún ekki á því neinar skýringar frekar en við. Undarleyt ferðalag Eftir áramótin í vetur fékk ég vont kvef og lá nokkra daga með hitavellu. Einn morguninn sagði kona mín við mig: „Það var lieldur en ekki rugl á þér í gærkvöldi. Þú reist allt í einu upp og sagðir: „Nú, það er hreint ekki svo af- leitt veður á Þingeyri, raunar gustur, en ekki ncma fjögurra stiga frost, er mér sagt. Ég hugsa bara að flugvélinni ætli að ganga sæmilega að lenda, enda bæta þau mikið úr skák, Ijósin, sem hann séra Stefán hefur komið upp þarna við flugvöllinn.“ Svo þagnaðir þú snöggt,“ hélt kona mín áfram og ég sagði: „Hvernig stendur á því, að flugvél er að lenda á flugvell- inum hjá Þingeyri í rysjuveðri og náttmyrkri?“ Þú svaraðir: „Ég veit það ekki, en þetta er ekki nein vitleysa, — ég sé þetta greinilega. Það liggur eitt- hvað mikið við — auðvitað. . . . Hana, Guði sé lof, — þar er hún lent heilu og höldnu.“ Svo fleygðir þú þér út af.“ „Ég man ekki, að mig dreymdi neitt — hvorki þetta né ann- að,“ sagði ég. „En ég er svo sem ekkert að rengja þig.“ „Þó þú gerðir það nú ekki,“ sagði Unnur. „Ætli þú þurfir ekki annað veifið að hregða þér í svefni vestur á Vestfirði, þó að þú munir ekki ferðalagið, þegar þú vaknar.“ Nú leið fram á klukkan tíu. Þá kom Unnur upp til mín og rétti mér Morgunblaðið. Þar var frétt af því, að á sama tíma og ég sagði Unni frá flugvélinni kvöldið áður, var sjúkraflugvél að lenda á flugvellinum utan við Þingeyri, og var hún að sækja skólastúlku frá Núpi, sem skyndilega hafði orðið hættu- lega veik. Guffmimdur Gíslason Hagalin. Aron Guðbrandsson Framhald af bls. 2f. —■ Já, svaraði ég, — en þú skalt ekki gera það. — Ekki veldur sá er varar, en ég ætla samt að gera það, sagði hann. Ég svaraði þá: — Láttu þá inanninn koma aftur, og ég lána lionum af þin- um eigin peningum og á þína ábyrgð. Skömmu eftir liádegið kom svo þessi ungi maður aftur á skrif- stofuna og með honum maður, sem ég kannaðist ekki við. Þessi ókunni maður gekk að skrif- borðinu þar, sem ég sat. Hann studdi annarri hendinni á borðs- hornið, en hinni á öxlina á mér, og sagði: Maðurinn, sem á bilinn, sem þessi ungi maður ætlar að kaupa, er búsettur úti á landi, bíllinn þarf að borgast í dag, en eignar- heimildina getur hann ekki feng- ið i hendur fyrr en eftir tvo daga, vegna fjarveru eigandans, en þá mun hann koma og veð- setja ykkur bilinn fyrir skuld- inni, en peningana þarf hann strax. Á meðan maðurinn talaði, komst ég í það ástand, sem mér þykir líklegt, að menn komist í, við að fá lijartaslag. Mér fannst eins og hjartað i mér væri að hætta að slá. Það kom yfir mig mikil vanlíðan, sem var eins og angistartilfinning og mér fannst, að ég yrði að fara út úr herberginu. Ég ýtti mann- inum frá mér, tók hattinn minn, sem var þar á skáp og gekk út, en á þröskuldinum sneri ég mér við og sagði við mennina: — Hér verður enginn hlutur gerður, nema allt sé í fullu lagi. Svo gekk ég niður stigann og út. óþægindin liðu frá strax þeg- ar ég var kominn út. Ég rölti um á Lækjartorgi og liafði aug- un á dyrunum að skrifstofunni, því ég gat ekki hugsað mér að fara inn á meðan mennirnir voru þar. Eftir skamma stund komu þeir út og gengu vestur Hafnarstræti, en ég fór inn. Þegar ég kom inn, sagði félagi minn við mig: — Hvernig stendur á þvi, að 34 VIKAN 16. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.