Vikan

Tölublað

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 36
þú hagar þér svona? — Ég veit það ekki, svaraði ég, en djöfullinn er í fylgd með þessum mönnum og við ættum ekkert fyrir þá að gera. Annars hlýt ég að fá skýringu á þessu bráðlega. Stefán sagði ekki neitt meira um málið en tveimur dögum síð- ar kom maðurinn einsamall með eignarheimildina að bilnum.veð- setti okkur hann og fékk féð. Nú liðu nokkrir dagar. Þá var það einn morgunn að ég kom á skrifstofuna með Morgunblaðið í hendinni og lagði það fyrir framan félaga minn Stefán, sem þegar var mættur, og sagði við hann. Hérna er svarið við spurn- ingu þinni um daginn, þegar mennirnir fengu lánaða pening- ana til þess að kaupa bilinn. Á forsíðu blaðsins var mjög stór fyrirsögn, þar, sem sagt var frá stórglæp sem drýgður hafði verið utan borgarinnar. Aðalmaðurinn í þessu verki var sá hinn sami, sem stutt hafði hendinni á öxlina á mér, þegar ég fékk óþægindin á skrifstof- unni. Mennirnir höfðu farið á staðinn í bíl. Bílstjórinn, sem ók þeim, var sá, sem fékk peninga- lánið hjá okkur og i bilnum, sem hann keypti fyrir það. Hitt atvikið er svona. Á nýjársdag árið 1945 sat ég að hádegisverði með heimilis- fólki mínu, en það var konan mín, móðursystir mín, gömul kona og sextán ára stúlka. Ég sagði við þær: — Það kemur einhver skollinn fyrir mig bráð- lega. — Hvers vegna heldur þú það? Dreymdi þig eitthvað í nótt? spurði konan mín, en hún vissi, að ég var mjög berdreym- inn . — Já, sagði ég og sagði þeim drauminn, sem var mjög stutt- ur. Ég þóttist staddur þar sem Laugavegur og Hverfisgata koma saman innan við Hlemmtorgið. Ég stóð á gangstéttinni norðan götunnar; þar í gangstéttinni þótti mér standa Ijósastaur. Frá toppi hans og niður á götuna hékk brúnn gólfdregill. Þetta þótti mér undarlegt tiltæki og horfði upp eftir staurnum. Sé ég þá hvar fjórir stórir fuglar koma fljúgandi og einn þeirra sezt á staurinn. Ég gekk þá að og kippti i renninginn, en fugl- inn missti flugs og fóta og féll dauður niður, eins fór um aðra tvo, en sá fjórði flaug burt. Ég tók alla fuglana upp ó löppun- um, þeir voru ljósbrúnir á lit, stórir og stokkfeitir. Ég sagði við sjálfan mig: Þetta eru rán- fuglar og ekki ætir, en ég get gefið þá einhverjum, sem hefir refabú. Ég gekk yfir götuna með þá í hendinni, en þar þótti mér staddur Bjarni Benedíiktsson, núverandi forsætisráðherra. Hann gaf mér kinnhest, svo ég hnaut við. Ekkert sinnti ég þessu, en stóð upp og hélt niður í bæ með fuglana í hendinni. Og þar með var draumurinn búinn. Sex dögum síðar, á þrettánd- anum, sat ég niðri á skrifstofu og liringdi þá síminn, og var spurt eftir mér. Maðurinn í sím- anum sagði: — Þetta er á skrifstofu saka- dómarans. Hér liefir verið lögð inn kæra á yður og vildi ég biðja yður að mæta liér á skrif- stofunni. — Ég sagðist mundi koma strax. Á leiðinni gerði ég upp reikningana við sjálfan mig og samvizkuna, en sakarefnið kom ég ekki auga á. Þegar ég kom á skrifstofu full- trúa sakadómarans, sagði liann mér, að ég væri kærður fyrir það, að hafa auglýst hús til sölu, en hefði ekki fasteignasöluleyfi. — Hver kærir? spurði ég. — Lögmannafélagið, svaraði hann. — Ilverjir skrifa undir kær- una, spurði ég. — Þrir úr stjórninni, svaraði hann, og las mér nöfnin. Ég spurði hann hver væri formað- urinn. Hann sagði mér það, en hann hafði ekki skrifað undir kæruna. Ég þakkaði fulltrúanum fyrir og sagðist koma bráðlega aftur. Ég hringdi í formann Lög- mannafélagsins, sem var kunn- ingi minn og spurði hvort liann hefði sent þessa kæru inn. —• Nei sagði hann, — varafor- maðurinn krafðist þess, að hún yrði send. Ég veik þá sæti, en hann skrifaði undir i minn stað. Ég kvaddi formanninn og hringdi til konunnar minnar og sagði við hana að draumurinn minn væri að koma fram, ég hefði fundið fuglana fjóra. Það næsta, sem skeði í þessu máli, var það, að ég ræddi við vin minn Gústaf Jónasson ráðu- neytisstjóra, ég sagði honuin að þessi kæra væri óþokkabragð, sem gæti gert mér illt. Allt mitt starf væri byggt á trúnaði, og ef nafn mitt væri bendlað við sakadómaraembættið, mundi það skaða mig. Gústaf sagði mér að sækja um undanþágu fyrir fasteignasölu- leyfi. Ég gerði það, en fékk synjun, þar sem ég hafði ekki stundað þann starfa nógu lengi, áður en lögin gengu í gildi. Síð- ar gekk ég svo inn á réttarsætt í málinu. Greiddi kr. 300.oo i sekt, las svo lög, sem með þurfti i einn vetur, og tók svo próf í Lilju dömubindi fást með og án lykkju. I þeim er bæði vatt og bómull og silkimjúk voð. Lilju bindi eru því sérstaklega þægileg. Biðjið um pakka af Lilju bindum næst, þegar þér þurfið að kaupa þessa vöru. Lilju bindi eiga að fást í næstu búð. MÚLALUNDUR Ármúla 16 — Sími 38-400. gg VIKAN 16. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.