Vikan

Tölublað

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 37

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 37
fasteignasölufræðum og fékk löggildingu. Þannig lauk þessu máli, sem varð mér ekki til miska, enda drap ég fuglana þrjá.Ein skekkja er i þessum draumi. Þegar þetta skeði var Bjarni Benediktsson ekki ráðherra, en hann gaf mér þó kinnhestinn, þegar ég kom yfir götuna. Synjunin fyrir und- anþágunni var því ekki hans verk. Það hefir verið mikið skrif- að um drauma og dulræn fyrir- bæri. Enginn virðist þó enn hafa komizt að sannleikanum í þessum efnum. En um eitt er ég sannfærður. Heimurinn, sem við eigum heima í, er ekki allur þar sem liann er séður. Aron Guðbrandsson Sælan í sveitinni Framhald af bls. 13. var að hér varstu vel geymd. Þegar ég fékk málið aftur sagði ég. — Jæja, það var þá þess vegna sem þú vildir æða úr borg- inni, en ekki vegna þessa heilsu- samlega útilofts......... — Ég var oft svo óhamingju- samur þegar við bjuggum í Lon- don, sagði Crispin, — þegar þú fórst í hádegisverð með einhverj- um leikara eða framkvæmda- stjóra sem hafði lofað þér hlut- verki .... — Þú treystir mér þá ekki betur, öskraði ég. — Ég treysti þér, sagði hann, — en ég treysti þeim ekki. Ó, ást- in m?n, ég vissi að ég gat treyst þér. Það er bara þetta; þessa mán- uði hefi ég verið svo rólegur þeg- ar ég hugsa um þig örugga hér úti í sveit, að dunda við heim- ilisstörfin, sultugerð og að hugsa um garðinn, reyta arfa og annað því um líkt .... Þetta var það alaumasta sem ég hafði heyrt á ævi minni. Ef ég hefði ekki verið gjörsamlega mállaus, hefði ég hlegið, því að þetta var svo barnalega hlægi- legt. — Og nú, sagði Crispin, aum- ingjalegur á svipinn, — er þetta allt eyðilagt. Þegar ég kem heim ertu næstum í fanginu á Adonis sveitarinnar......... — Nei, heyrðu nú, Crispin, æpti ég. — Nú er nóg komið! Þótt þetta væri satt, sem það er ekki, hvað á ég þá að hugsa um þig sjálfan? — þú ert einn í London allan daginn. Það kemur mér kannske ekkert við? — Hefurðu aldrei heyrt getið um það sem kallað er jafnrétti......? — Ég býð aldrei leikkonum til hádegisverðar. Ég þoli ekki leikkonur. Þessvegna giftist ég þér, — í og með þessvegna, að ég vissi að þú yrðir aldrei leik- kona........ Nú varð hættuleg þögn. — Ég þakka kærlega, sagði ég með ísköldum virðugleik. — Fyrirgefðu, tautaði hann, — ég ætlaði að segja þetta á ann- an hátt. Ég giftist þér vegna þess að þú ert svo ótrúlega yndis- leg og skemmtileg og ég gat ekki hugsað mér betra hlutskipti í líf- inu en að fá að vera í návist þinni alla ævi. Ef þú hefir ein- hvern áhuga á að vita það, þá hefi ég ekki skipt um skoðun . . . — Það er of seint að breiða yf- ir þetta núna. — Ég sneri bak- inu í hann. — Ég er ekki að reyna til að breiða yfir neitt. Þetta er sann- elikurinn. Hvers vegna heldurðu að ég hafi orðið svona frávita af reiði, þegar ég sá þennan ridd- araliðsmann hér inni? Lofaðu mér því að biðja hann aldrei að koma hingað til að hjálpa þér ... — Ég lofa engu, hreytti ég út úr mér. — James Lawson er bara hjálpsamur og góður nábúi. Hversvegna ætti ég að banna honum að koma hingað, þegar þú nennir aldrei að rétta út litla fingur til að hjálpa mér? Þess utan er það notalegt að hafa ein- hvern félagsskap hérna í auðn- inni. Hann varð allt í einu náfölur og fór upp á loft, án þess að segja orð í viðbót. Svo heyrði ég að hann lét renna í baðkarið. Hann var þrjá klukkutíma í baði, en það gerði hann aldrei nema þegar hann var að lesa nýtt hlutverk eða þeg- ar hann var ofsalega reiður. Hann fór snemma til borgar- innar morguninn eftir, muldraði eitthvað um æfingar. Ég settist aftur að morgun- verðarborðinu. Einhver sektar- tilfinning læddist að mér, þótt ég reyndi að fullvissa sjálfa mig um það að ég þyrfti ekki að hafa samvizkubit, því að það var ég sem hafði verið beitt órétti. Það var nóg að komast að því að ég hafði verið nörruð til að flytja hingað í fámennið á fölsk- um forsendum og svo að vera sökuð um framhjáhald, þótt ég fengi það ekki líka framan í mig að ég hefði enga hæfileika sem leikkona. Hvaða kona gat sætt sig við slíkt? Ég sat og hugsaði um þetta fram og aftur, þangað til ég var búinn að æsa mig upp í réttlátri reiði. Þá var barið að dyrum. Það var James Lawson sem kom með einhver ósköp af eggjum og rjóma. — Ég kom í bíl í dag. Ég hafði það á tilfinningunni að maður- inn þinn væri ekkert hrifinn af Folly. -—- Það er ekki Folly sem hann hefir andúð á, hrökk óvart úr mér um leið og ég helti kaffi í bolla fyrir hann, — það er þú . . . — Ég? Hvað hefi ég gert? — Ekkert. En ég er hrædd um að Crispin sé tortrygginn að eðl- isfari. Ég sagði honum í gær að þú hefðir verið svo elskulegur að hjálpa mér, en hann kaus að halda eitthvað annað.......... Hann rétti úr sér. — Þú mein- ar að hann hafi haldið að ég hafi komið hingað í óheiðarlegum tilgangi . ? Mér fannst þetta ákaflega óþægilegt. Þegar hann talaði svona eðlilega um þetta, fannst mér það hlægilegt. •—• Já, hef- irðu á æfi þinni heyrt aðra eins vitleysu? — Ég meina, við þekkj- umst eiginlega ekki neitt .... Hann fór að hræra í kaffiboll- anum sínum, en ég sá eitthvað í augum hans, sem benti til þess að hann skemmti sér konung- lega. — Ég reikna með að þú hald- ir, sagði hann, — að hér meðal bænda sé geinagangur á öllum hlutum, að það líði ár og dagar milli þess að við upplifum eitt- hvað. Ég fann hvernig roðinn hljóp upp í kinnarnar. — Ég hef aldrei hugsað út í það.......... — Vertu nú ærleg. Sagðirðu við sjálfa þig eitthvað á þessa leið: „Vesalings James, kominn undir þrítugt og ennþá er hann ógiftur. En þetta er líklega allt svona hægfara í sveitinni". Var það eitthvað á þennan hátt sem þú hugsaðir? Það var mátulega mikill sann- leikur í þessu til þess að ég roðn- að alveg upp í hársrætur. Ég hafði gizkað á að hann væri um þrítugt. Og ég hafði tekið mér til inntektar fast handtak hans og gullhamrana og hugsað með svolítilli meðaumkvun: „Hann er nú indæll og hann er hrifinn af mér, en hann er ekkert hættu- legur. Einmitt sú manntegund sem gitfar konur vilja gjarnan umgangast, þótt þær elski mann- inn sinn......... En, drottinn minn, hve mér hafði skjátlazt. Augu hans voru glettin af niðurbældum hlátri, ég sá þanra alveg nýja manntegund og alls ekki hættulausa .... Hann hallaði sér fram. — Blessuð litla stúlkan, sagði hann brosandi, — hefurðu ekki tekið VIKAN 16. tbl. Q7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.