Vikan

Tölublað

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 40
Höfum glæsilegt úrval af vor og sumarkápum. Stærffir frá 34-48. Kápurnar eru úr léttum ullarefnum í skemmti- legum pastellitum, einlitar og köflóttar. Tfzkuverzlunln Guörún RauSarárstíg 1. — Sími 15077. aftur inn til Cadix, en sú hreyfing varð aðeins tii að auðvelda Bret- um leikinn. Nelson stýrði sjálfur þeirri fylkingu, er vindmegin var, en Collingwood aðmíráll, næstráð- andi hans, þeirri er sótti fram hlé- megin. Voru þeir báðir aðmírálarn- ir í fararbroddi herskipa sinna, Nelsons á orrustuskipinu Victory og Collingwood á Royal Sovereign. Sökum lélegs byrjar gekk Bret- unum seint að ná til óvinanna, og það var ekki fyrr en klukkan tólf á hádegi, að Nelson lét út ganga meðal flotans hin frægu hvatningar- orð, sem síðan hafa verið nokkurs- konar einkunarorð Breta: ,,England væntir þess að hver maður geri skyldu sina." Fáeinum mínútum síð- ar drundu fyrstu fallbyssuskotin frá Royal Sovereign. Nærri jafnskjótt var orrustan í algleymingi. Nelson sigldi Victory inn í miðja fylkingu óvinanna framan til og stefndi beint á flaggskip Villen- euvers, Bucentaure. Dundu þá skot- in á Victory frá báðum hliðum, og varð mikið mannfall um borð. En þegar brezku skipin voru komin inn á milli þeirra frönsku og spænsku, gátu þau sent þeim breið- síður á báða bóga, en bandamenn gátu hinsvegar ekki skotið á móti án þess að eiga á hættu að skeyt- in hæíðu einhver þeirra eigin skipa. Nelson sigldi Victory þvert fyrir skut Bucentaures og sendi ógurlega breiðsíðu eftir franska skipinu endi- löngu; setti sú hryðja um tuttugu fallbyssur úr leik og drap og særði um fjögur hundruð menn. En þeg- ar Victory beygði framhjá Bucen- ture rakst hún á annað franskt skip, Redoubtable, og flæktust reið- ar skipanna beggja saman í óleys- anlega bendu. Hófst þá hin ógur- legasta eldhríð, er áhafnirnar skutu hvor á aðra úr dauðafæri með öllu sem skotið gat. Bretar voru hand- lagnari við fallbyssurnar og ráku Frakkana frá sínum hólkum, en handbyssuskyttur Fransaranna voru hinsvegar betri og hreinsuðu ger- samlega efra þilfarið á Victory. Frakkar gerðu þá tilraun til upp- göngu, en Bretar höfðu nokkrar fallbyssna sinna hlaðnar með járn- rusli og spúðu því á áhlaupsliðið. Varð það ógurlegt blóðbað. í þeirri svipan var Nelson, sem var á gangi um þilfarið ásamt Hardy skipstjóra á Victory og fylgdist með aðgerð- unum, skotinn kúlu gegnum lung- un. Hann var þegar borinn undir þiljur. „Þar tókst þeim loksins að klára mig," varð honum að orði. „Það vona ég ekki," sagði Hardy. „Jú", sagði Nelson, „kúlan fór í gegnum hrygginn." í þrjár klukkustundir lifði hann við miklar þjáningar, en hafði þó fulla rænu og fylgdist af mikilli athygli með gangi orrustunnar, sem Collingwood stýrði nú af hálfu Breta. Ein síðasta fregnin, sem náði honum lífs, var að sigurinn væri Bretum vís og fjórtán eða fimmtán óvinaherskip hertekin. „Það er ekki sem verst," sagði Nelson, „en ég hafði nú ætlað mér að krækja í tuttugu." Klukkan hálffimm gaf hann upp öndina, eftir að hafa falið ástkonu sína og dóttur þeirra unga föðurlandinu á hendur. Síð- ustu orð hans voru: „Guði sé lof að ég hef gert skyldu mína." Þannig dó hinn frægasti allra enskra sjógarpa. Örstuttri stund síð- ar sprakk franska herskipið Achille í loft upp og annað, Intrépide að nafni dró niður fánann. Þar með var orustunni við Yrafalgar lokið með fullum sigri Breta. Um tuttugu frönsk og spænsk skip voru her- tekin eða eyðilögð. Nelson náði því, sem hann æitaði sér, þótt hann lifði ekki sjálfur að sjá árangurinn. Trafalgarorrustan er líklega fræg- asta sjóorrusta sögunnar, og kannske er enginn sá atburður i sögu Breta, sem þeir minnast með jafn miklu stolti, nema ef vera skyldi orrustan um Bret- land í heimstyrjöldinni síðari. Fáar eða engar þjóðhetjur sín- ar dá þeir svo mjög sem Nelson. Margskonar heiðursvottur hefur verið sýndur honum látnum, og næg- ir í því sambandi að minnast á Trafalgar Square og súluna mik'u, sem þar stendur, með átján feta háa styttu af hinum einhenta garpi á toppnum. Victory er ennþá varð- veitt óbreytt til minningar um sig- urinn. Og til skamms t:ma að minnsta kosti nutu afkomendur Nelsons sérstakra heiðurslauna frá brezka ríkinu. Um sögulegar afleiðingar Trafal- garorrustunnar má hins vegar deila. Eitt er víst, að sigur Breta þar hindraði ekki sókn Napóleons gegn Austurríki og sigur hans í orrustunni við Austerlitz, sem háð var tæp- lega hálfum öðrum mánuði á eítir Trafalgarpataldri. En að þeim bar- daga loknum var veldi Breta á sjónum enn óskoraðra en áður. Héðan í frá var Napóleoni Ijóst, að vonlaust var fyrir hann að reyna að vinna stríð annarsstaðar en á þurru landi. Hann hætti að hugsa um innrás í England, en beindi í stað þess atorku sinni allri að því að brjóta á bak aftur alla andstöðu á meginlandi Evrópu. Sú stefna leiddi hann um síðir í leiðangurinn mikla til Rússlands, sem varð banabiti hans. dþ. Goldfinger Framhald af bls. 15. Svartar og hvítar taflborðsgólf- flísarnar voru hlýjar, næstum heit- ar móti fætinum, þótt klukkan væri enn ekki orðin átta að morgni. Það var stinningsgola af hafi, sem rétti úr fánum hinna ýmsu þjóða, sem áttu skip við hafnarbakkann. Golan var hlý og þrungin sjávarlykt. Bond gat sér þess til, að það væri þessi gola, sem gestunum þætti svo góð, en íbúarnir hötuðu. Hún olli ryði og tæringu á öllum málmum, eyðilagði bækurnar þeirra, olli rotnun í vegg- fóðri og myndum og myglu í föt- unum í fataskápunum. VIKAN 16. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.