Vikan

Tölublað

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 41

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 41
Tólf hæðum neðar ló hótelgarð- urinn, skreyttur með pálmatrjám og litríkum blómabeðum milli malar- borinna gangstíga,- ríkmannlegur og leiðinlegur. Garðyrkjumenn voru að vinnu; rökuðu gangstigana og söfnuðu saman föllnum laufum með letilegum, hægum hreyfingum hinna lituðu verkamanna. Tveir sláttuvélamenn voru að starfi, og þar sem þeir höfðu þegar verið, voru litlar vökvunarþyrlur að verki og sendu léttan ýring allt [ kring- um sig. Beint fyrir neðan Bond lá Cabana Club niður að ströndinni, tveggja hæða hús með búningsherbergjum undir flötu þaki með stólum og borðum og rauðum og hvítum, rönd- óttum sólhlífum. Þarna var einnig glampandi græn sundlaug, krýnd með sóltjöldum, þar sem viðskipta- vinirnir myndu bráðlega leggjast og sólbrenna fyrir fimmtíu dollara á dag. Þar voru nú menn í hvítum jökkum að verki. Röðuðu stólunum upp [ beina röð og sneru við dýn- unum og sópuðu upp sígarettu- stubbunum frá því í gær. Lengra burtu var óendanleg gullin strönd- in og hafið og fleiri menn sem rök- uðu fjöruborðið, settu upp sólhlífar, lögðu út línur. Það var ekki að undra þótt á Iitla spjaldinu inni í klæðaskáp Bonds stæði, að verðið á Alohasvítunni væri tvöhundruð dollarar á dag. Bond reiknaði í snarheitum. Ef hann ætti að borga reikninginn, myndi það taka hann nákvæmlega þrjár vikur og eyða árstekjunum. Hann fór aftur inn í svefnherbergið, tók símann og pant- aði sér Ijúffengan, ríkmannlegan morgunverð, eina lengju af king- size Chesterfield sígarettum og morgunblöðin. Þegar hann hafði rakað sig og farið í ískalt steypi- bað og klætt sig var klukkan orðin átta. Hann gekk inn í hina glæsi- legu setustofu og fann þar þjón í rauðum og gullbrydduðum einkenn- isklæðum sem var að leggja á morgunverðarborðið við hliðina á glugganum. Bond leit á Miami Her- ald. Svo settist hann við borðið og raðaði hægt í sig kræsingunum með- an hann hugsaði um Du Pont og Goldfinger. Hugsanir hans voru óvissar. Du Pont var annaðhvort miklu verri spilamaður en hann hélt, sem Bond fannst ólíklegt, eftir að hafa virt fyrir sér þennan ákveðna og slungna mann, eða þá að Goldfing- er hafði rangt við. Ef Goldfinger hafði rangt við í spilum, þótt hann þyrfti ekki á peningum að halda, var augljóst mál, að hann hafði einnig aflað sér auðæfa með því að hafa rangt við, eða með vafa- sömum viðskiptum í miklum mæli. Bond hafði áhuga fyrir stórsvindl- urum. Hann hlakkaði til að sjá Goldfinger fyrsta sinni. Hann hlakk- aði einnig til þess að afhjúpa ár- angursríka og að því er virtist mjög dularfulla aðferð Goldfingers við að flá Du Pont. Þetta yrði skemmti- legur dagur. Bond beið þess að hann hæfist. Það var áætlað, að hann hitti Du Pont niðri í garðinum klukkan tíu. Sagan átti að vera sú, að Bond hefði komið fljúgandi frá New York til að reyna að selja Du Pont hluta- bréf [ Canadian Natural Gas. Það var augljóst einkamál og Goldfing- er myndi aldrei detta f hug að spyrja út í það. Hlutabréf, Natural Gas, Canada. Þetta var allt, sem Bond þurfti að muna. Þeir myndu fara saman upp á þakið á Cabana Club, þar sem þeir voru vanir að spila, og Bond myndi lesa blaðið sitt og horfa á. Eftir hádegismatinn, meðan Bond og Du Pont ræddu „viðskiptin", myndi leiknum verða haldið áfram á sama hátt. Du Pont hafði spurt, hvort hann þyrfti að útvega nokkuð eða þessháttar. Bond hafði beðið um númerið á íbúð Goldfingers og allsherjarlykil. Hann sagði, að ef Goldfinger væri einhverskonar atvinnu spilasvikari eða bara slunginn áhugamaður, myndi hann ferðast með hin venju- legu tæki þeirra stétta — merkt og rökuð spil og þessháttar. Du Pont sagðist myndi láta Bond hafa lykil- inn, þegar þeir hittust niðri í garð- inum. Hann ætti ekki í neinum erfið- leikum með að láta framkvæmda- stjórann útvega slíkan lykil. Eftir morgunverðinn slappaði Bond af og starði út á sjóinn í fjarska. Hann var ekki bundinn af þessu starfi; hafði aðeins áhuga á því og hlakkaði til. Það var einmitt svona starf, sem þurfti til að skola niður óbragðinu af því sem gerzt hafði í Mexíkó. Hálftíu gekk Bond út úr herberg- inu sínu og villtist viljandi á leið til lyftunnar, til þess að kynna sér niðurröðun herbergja á hótelinu. Þegar hann hafði síðan mætt sömu þjónustustúlkunni tvisvar, spurði hann hana til vegar og fór niður í lyftunni. Hann gekk um á neðstu hæðinni og leit á eitt og annað og gekk svo út í garðinn. Du Pont var klæddur „fyrir ströndina", frá Abercrombie & Fitch og lét hann hafa allsherjarlykilinn. Þeir gengu yfir að Cabana Club og upp stigana tvo, sem láu upp á þaksvalirnar. Bond hnykkti við, þegar hann sá Goldfinger í fyrsta sinn. Fjarst á þakinu, alveg uppi við hótelið, lá maður á bakinu, með fæturna uppi á sólstól. Hann var ekki klæddur í annað en gular bikinibuxur úr satíni með dökk gleraugu og breiða tinvængi undir hökunni. Vængirnir lágu utan um háls hans, út á axl- irnar og aftur fyrir þær og beygð- ust síðan upp með ávölum hornum. VIKAN 16. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.