Vikan

Tölublað

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 47

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 47
fleira. Vandengraf kraup á kné til þes að ná í ferðatöskuna sína undan kojunni, svo hann gæti komið hinni dýrmætu úrklippu- bók sinni í örugga vörzlu. — Það hlýtur að hafa komið yfir þig eins og köld demba, að einkabarnið þitt skyldi einmitt verða ástfangið af Anders And- ersson, sagði hann, án þess að líta á Halden. — Nú slærðu neðan við beltis- stað, minn kæri Blotzky, svaraði Halden rólega og fór út. * Kúlíarnir á neðra þilfarinu höfðu vafið saman mottur sínar 4 og fjölskyldurnar hópuðust sam- an, hver út af fyrir sig. Þeir stóðu við föggur sínar, og um herðarn- ar báru þeir skræpulit sjöl, sem þeir fengu sem fyrirframgreiðslu upp í kaup sitt. Nú stóðu þeir þétt saman og biðu landgöngunn- ar. Þeir töluðu ekki, þeir hlógu ekki, jafnvel börn þeirra voru þögul, jafnvel hænsnin í tágkörf- unum. Þeir voru spenntir, og önd- uðu að sér ilm eyjarinnar, dökk augu þeirra rýndu út í rökkrið, og reyndu að grilla það sem var á bak við byggingarnar og ljós hinnar ókunnu hafnar. Þeir voru eins og skepnur, sem hnusa af nýjum haga. Ahmet var einn hinna 300 kú- lía. Hann hafði aldrei verið samningsbundinn áður, aldrei unnið á gúmmíplantekru. Svip- ur hans var tjáningarlaus, var- irnar voru mjótt strik í dökku andlitinu og hné hans skulfu af ótta við hið ókunna. Hann þrýsti Wajang litla syni sínum að sér, og endrum og eins leit hann um öxl, til þess að gá hvort fjölskyld- an héldi hópinn, konurnar hans tvasr, hinn gamli faðir hans og Katut litla dóttir hans, sem var sofnuð eftir að hafa tæmt brjóst móður sinnar. Ahmet róaðist og hughreysti af ró og hugrekki föð- ur sinn. Gamli maðurinn, sem sá að það tók skipið langan tíma að leggjast að hafnarbakkanum, settist niður á þilfarið, vafði sér Beteltuggu og stakk henni upp í sig. Hann sendi syni sínum snöggt, róandi tannlaust bros, og hélt svo áfram að tyggja, jafn værðarlega og naut jórtrar eftir að dagsverkinu á ökrunum fer lokið. Ahmet hafði selt nautin sín og rísakarnir hans voru tekn- ir frá honum, hann gat ekki borg- að skatta sína, hann fékk við- vörun og var skammaður, síðan settu starfsmenn stjórnarinnar sérstakt bambusmerki á akurinn hans og að lokum tóku þeir eign- ir hans af honum og seldu öðr- um. Ahmet varpaði öndinni, þeg- ar hann minntist nautanna sinna °g rísakranna og allra smájarð- anna umhverfis tlessa Tenga, heimaþorp hans. Hann varð samningsbundinn kúlíi. Hann setti fingrafar sitt neðst á skjal, sem hann skildi ekki, en hafði verið útskýrt fyrir honum oft og mörgum sinnum. Hann fékk tíu H/%»4/%FULLMATIC ÞVOTTAVÉLIN FER SIGURFÖR UM ALLA EVRÓPU. - HAKA GERIR ÞVOTTADAGINN AUÐVELDARI EN ÁÐUR ÞEKKTIST. MAM4AFULLMATIC SJÁLFVIRKA ÞVOTTAVÉLIN ÞVÆR, SÝÐUR, SKOLAR OG VINDUR ÞVOTTINN. BARA HREYFA EINN HNAPP se 19 SJÁLFSTÆÐ £ ÞVOTTAKERFI 1. Suðuþvottur 100° 2. Heitþvottur 90° 3. Bleijuþvottur 100° 4 Mislitur þvottur 60° 5. Viðkvsemur þvottur 60° 6. Viðkvssmur þvottur 40° 7. Stífþvottur/Þeytivinda 8. Ullarþvottur 9. Forþvottur 10. Non-lron 90/ 11. Nylon Non-lron 60* 12. Gluggatjöld 40° IH^i*/%FULLMATIC AÐEINS *-i/%B*/%FULLMATIC ER SVONA AUÐVELD í NOTKUN. - SNÚIÐ EINUM SNERLI OG H A K A SÉR ALGJÖRLEGA UM ÞVOTTINN OG SKILAR HONUM TILBÚNUM TIL STRAUINGAR. - SJÁLFVIRKT HITASTIG OG VATNSMAGN, SEM HÆFIR HVERJU ÞVOTTAKERFI. - SJÁLFVIRKAR SKOL- ANIR. - TÆMING OG ÞEYTIVINDUÞURRKUN. - MEÐ 2 KERFUM AF 12 ER HÆGT AÐ SJÓÐA ÞVOTT- INN SVO VÉLIN SKILAR JAFNVEL ÓHREINASTA ÞVOTTI TANDURHREINUM. - ÞVOTTURINN KEMUR AÐENIS VIÐ GLANSSLÍPAÐ, SEGULVARIÐ, RYÐFRÍTT STÁL. ábyrgS SANNFÆRIST VIKAN 16. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.