Vikan

Tölublað

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 50
Frú Zorns kökur. Verðlaunakökur Þessar fjórar kökur hlutu verðlaun á köku- keppni í Svíþjóð - sem svarar næstum tíu þús- und íslenzkum kr. hver. 3 bollar kókósmjöl, 3-4 dl. mjólk, V2 tsk. salt, 4 tsk. sykur, 4 eggjarauð- ur. Kakan: 2 egg, IV2 dl. sykur, IV2 dl. hveiti, 1 matsk. kartöflumjöl, 1 tsk. lyftiduft, 3 matsk. sjóðandi vatn. Marengs: 4 eggjahvítur, 8 matsk. syk- ur. Skreyting: 2-3 matsk. kókósmjöl. Hrærið saman kökudeigið og bakið 1 egg, 200 gr. púðursykur, 210 gr. smjör, 210 gr. kúrennur, 315 gr. hveiti, 1 tsk. sódaduft. Hrærið saman smjör og sykur. Bæt- ið egginu í, síðan kúrennunuija og hveitinu, sem blandað hefur verið með sódaduftinu. (Geymið svolítið af hveitinu til þess að fletja út með). Hnoðað saman og látið standa á köld- um stað yfir nóttina. Deigið flatt út á þykkt við piparkökur og gerðar kringlóttar kökur með móti. Bakað við fremur lítinn hita (ekki meira en 200 gr.). Sveskjukaka. 1 löngu og breiðu, lágu formi, ca. 20 x 20 cm. Látið kólna. Hrærið sam- cn mjólk og kókósmjöl og hitið að suðumarki og látið kólna. Sjóðið sam- an krem úr kókósmjólkinni, salti, sykri cg eggjarauðum þar til það er þykkt og látið það kólna. Skerið kök- una í bita, ca. 4x7 cm. og smyrjið kreminu á, þekið með marengsmauk- inu, sem gert er úr cggjahvítunum og sykrinum, stráið kókósmjöli yfir. Bak- að 1 meðalheitum ofni í 8-10 mín. 200 gr. smjör, 200 gr. sykur, 3 egg, 200 gr. hveiti, 200 gr. sveskjur, 50 gr. sultaður appelsínubörkur, 4 matsk. sherry. Skerið sveskjurnar í lengjur, brjót- ið steinana og takið kjarnana úr og hakkið þá með appelsínuberkinum. Leggið sveskjurnar, kjarnana og börk- inn í sherryið og látið standa um stund. Hrærið smjörið og sykurinn þar til það er létt og freyðandi, bætið svo eggjunum í einu í einu, síðast hveitinu og ávaxtablöndunni og hrær- ið saman. Deigið sett 1 kringlótt form, sem hefur verið smurt og stráð á raspi. Bakið í meðalheitum ofni, ca. 200-225 gráður. Mexíkanskar kókóskökur. Gamaldags haframjölsterta. 12 dl. haframjöl, 50 gr. sætar möndl- ur, IV2 dl. sykur, 300 gr. smjörlíki, % dl. hveiti. Fylling: 4—5 dl. frekar súrt eplamauk. Skreyting: 2 dl. þykk- ur rjómi, jarðarber. Malið saman haframjöiið og möndl- urnar og hnoðið það saman við smjör- líkið og sykurinn. Skiptið deiginu í 3 eða 4 botna, sem flattir eru út með því að strá hveitinu á þá. Bakað á smurðri plötu í meðalheitum ofni (200 gr.) í ca. 10 mín. Eplamaukið lagt milli botnanna, þegar þeir eru kaldir, þeyttur rjóminn settur ofan á efsta botninn og skreytt með hraðfrystum jarðarberjum. bjór. Pat fyrileit þá alla. Einhver lagði hönd á öxl henn- ar og klappaði henni mjúklega, eins og hrossi eða hundi. Það var frú Gould, ekkja trúboðans, klefafélagi hennar. — Viltu koma með mér? spurði hún. — Ég býst við, að ég geti samið við einhvern ekil- inn og fengið carreta fyrir steng- ah — fimmtíu hollensk sent. Það gerir bara 25 sent fyrir hvora. Hvernig lízt þér á? Við gætum skroppið upp í hæðirnar og feng- ið okkur ferskt loft. — Þakka þér fyrir, en ég á stefnumót við lækninn, svaraði Pat. — Ef hann gleymir mér þá ekki. -— Eins og þú vilt góða, sagði frú Gould. — Mér liggur ekkert á. Ég skal bíða stundarkorn. Hún klappaði Pat aftur, leit samúðar- full á hana og fór að leita að austurrísku hjónunum. Ritters hjónin voru feit og ó- fríð, og eina tungumálið, sem þau gátu talað, var Vínarmállýzkan, þýzkt barnababl, flatt og mettað ítölskum, frönskum, tékkneskum og ungverskum orðum, sem þrengdu sér inn í tungumál aust- urrísku höfuðborgarinnar meðan Austurríkiskeisari réð yfir þess- um þjóðum. Frú Gould hafði tek- ið Austurríkismennina að sér vegna þess, að þeir voru svo ein- mana og hjálparvana og fóru í taugarnar á öllum. Hlutskipti þeirra var sorglegt og fáránlegt. Eftir því, sem bezt var vitað, fylgdi herra Ritter ekki réttum stjórnmálaflokki og þegar Aust- urríki var innlimað í Hitlers- Þýzkaland, gátu þau með naum- indum flúið landið á elleftu stund. Síðan áttu Rittershjónin ekkert heimaland og engin vega- bréf, og lagalega séð voru þau ekki lengur til. Án vegabréfs gátu þau ekki verið í neinu landi og máttu ekki fara í land í neinni höfn. Þau máttu ekki fara yfir nein landamæri, og þau máttu hvergi setjast að. Þau gátu ekk- ert annað gert en að halda áfram að ferðast, treina peningana sína eins vel og þau gátu á ódýrum smákoppum, og reyna að eignast eitthvert athvarf. Þau reyndu að hressa hvort annað upp með því að búa til furðulegar sögur, um annað heimilislaust flóttafólk. Það var auðvelt að finna til sam- úðar með Rittershjónunum, en erfitt að láta sér falla við þau. Þau lifðu í eigin heimi, og neit- uðu að skilja nokkurt annað mál, sjónarmið eða siði, sem ekki var austurrískt. Hið ódauðlega stolt þeirra af Vín, og öllu, sem að henni tilheyrði, fyllti hvern þann örvæntingu, sem reyndi að tala við þau, svo þau héldu áfram að sitja í hinu ósýnilega hásæti og horfa með fyrirlitningu niður á hvað eina, sem ekki átti rætur að rekja til Vínar. Framhald í næsta blaði. Sunfíesh APPELSÍN SÍTRÖN L I M E Svalandi - ómissandi á hverju heimili gQ VIKAN 16. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.