Vikan

Tölublað

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 14

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 14
Satmkeppni viö kýrnar Hvað er unnið við það að fara „krókinn" í gegnum kýrnar, þeg- ar hægt er að framleiða jafngóða mjólk á mikið fIjótvirkari hátt og ódýrari — í vélum? Það er brezkt fyrirtæki, sem veltir þessari spurn- ingu fyrir sér þessa dagana. Fyrir- tækið framleiðir þurrkað græn- I meti, og hefur rannsakað þennan möguleika undanfarin sjö ár. Upp- Nýja mjólkin er þynnt út meS vatni. finningamaður þessarar mjólkur er dr. Hugh Franklin, og hann not- ar afganga af grænmetinu í þessa framleiðslu. Brezka stiórnin hefur nýlega gefið samþykki sitt til að m|ólkurbú, styrkt af ríkinu, megi dreifa tilbúnu mjólkinni, og hún fæst nú víða í Bretlandi. Þessi nýja mjólk, sem bæði er vitamínrík og dauðhreinsuð, er þykkari en venjuleg kúamjólk, og er t.d. ágæt sem rjómi út í kaffi. Ef ætlunin er að drekka hana sem mjólk, þarf að þynna hana út með vatni. Þegar það hefur verið gert, er erfitt, jafnvel fyrir íslenzka miólk- urþambara, að þekkja hana frá venjulegri mjólk. Mestu erfiðleik- arnir eru í sambandi við geymsl- una, en hún þolir ekki eins langa geymslu og kúamiólk og vill súrna fyrr. England, með sínar feitu og stóru kýr, er kannske ekki rétta landið Örelt pyndinptœki Það er orðið nokkuð langt síðan að Pasteur fann upp þá stórmerku aðferð, að bólusetja rnenn og skepn- ur til að verja þau ýmsum veikindum, og það eru ótald- ar milljónir manna, sem bólusetningin hefur bjargað frá bana síðan. Siðan hafa orðið geysintiklar f ramfarir í þessari tækni og bóluefni verið fundin upp við tugum eða hundruð- um sóttkveikja. En á sama tíma hafa framfarir á að- ferðum við bólusetninguna ekki verið eins stórstígar, og lengst af hefur sprautan í höndum læknisins verið nokkurs konar einkenni hans, — og jafnframt hrylli- 'legt og ógnvekjandi bitvopn í augum flestra sjúklinga. Það er algengt að sjá skrýtlumyndir í blöðum og tíma- ritum, sem sýna lækni vera að munda meterslanga sprautunál með djöfuiiegu glotti á andlitinu — og sjúkl- inginn annaðhvort á æðislegum flótta, eða lamaðan af skelfingu, og það eru yafaiaust ekki fáir, sem hafa skróp- að frá sprautunni og þolað heldur þá áhættu að taka veiki í staðinn. Fyrir nokkrum árum var gerð stórmerk uppfinning, sem gerir sprautuvopnið að úreltu píningartæki. Þetta er nokkurskonar byssa, sem þrýstir vökvanum innfyrir húðina í blöðstrauminn, sársaukalaust, fljótt og hættu- laust. Þetta litia handverikfæri befur lengi verið notað erlendis og nálin forna er að leggjast niður. Þúsundir hermanna eru sprautaðir með þessu tæki daglega, dýr- mætur timi sparast, sýkingarhætta minnkar og sárs- auki hverf ur með öliu. Ég véit að vísu ekki um verð á slíkum verkfærum, en varla getur það verið svo ógnvekjandi að opinberar stofnanir hér á landi hafi ekki ráð á að næla sér í þau. sérstaklega þeir staðir, sem gera mikið af því að bólu- setja börn og ungllnga. Eða gæti það kannske átt sér stað, að enginn hefði bara haft framtakssemi í sér til að athuga málið? G.K. Fiskar veiddir með fiskafón. Fiskurinn hefur fögur hljóð Nýjasta nýtt í sportveiðinni í Bandaríkjunum er „fiskafónn", en með honum er hœgt að hlera sér til um það, hvar fiskurinn er stadd- ur í vatninu. Þegar fiskurinn hreyfir sig í vatninu kemur örlítil hreyfing á það — titringur. Þetta fœra fisk- arnir sjálfir sér í nyt til að leita' sér að æti. Sumar fisktegundir gefa jafnvel frá . sér nokkurnskonar hljóð, sem mönnum hefur tekizt að heyra með sérstökum hljóð- nemum, sem settir hafa verið of- an í vatnið. i Fiskifónninn bandaríski saman- stendur af hljóðnema, hljómstyrki og heyrnartæki. Með tækinu get- ur maður komizt að því hve djúpt fiskurinn er í vatninu og hvort urn marga eða fáa fiska er að ræða. Síðan er kúnstin aðeins sú að renna króknum niður og bíða eftir að hann gleypi. Hvernig það gengur ... 1 Jú, en einn helzti mismunurinn er sá, að hér áður fyrr sögðu menn: Hann var stór, þessi sem ég sá um daginn. En nú segja menn: Hann var stór, þessi sem ég heyrði. .. r Ursula Andress, kvik- myndaieikkona, sem meðal annars er f ræg f yrir leik sinn í kvik- myndinni dr. No, ef t- ir samnefndri sögu Ian Fleming (sem er iesendum VIKUNN- AR að góðu kunn), var nýlega stödd í London, og þurfti að spyrja til vegar. Og hvað var nær en að víkja sér að éinum af lögreglumönnum brezka heimsveldis- ins? Takið eftir „hollníngu" löggunn- ar — það er eins og hann sé að hugga svona 6 ára hnátu...

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.