Vikan

Útgáva

Vikan - 29.04.1965, Síða 14

Vikan - 29.04.1965, Síða 14
Samkeppni við kýr nar Hvað er unnið við það að fara „krókinn" í gegnum kýrnar, þeg- ar hægt er að framleiða jafngóða mjólk á mikið fljótvirkari hátt og ódýrari — í vélum? Það er brezkt fyrirtæki, sem veltir þessari spurn- ingu fyrir sér þessa dagana. Fyrir- tækið framleiðir þurrkað græn- meti, og hefur rannsakað þennan möguleika undanfarin sjö ár. Upp- <J Nýja mjólkin er þynnt út með vatni. finningamaður þessarar mjólkur er dr. Hugh Franklin, og hann not- ar afganga af grænmetinu í þessa framleiðslu. Brezka stjórnin hefur nýlega gefið samþykki sitt til að mjólkurbú, styrkt af rikinu, megi dreifa tilbúnu mjólkinni, og hún fæst nú víða í Bretlandi. Þessi nýja mjólk, sem bæði er vitamínrík og dauðhreinsuð, er þykkari en venjuleg kúamjólk, og er t.d. ágæt sem rjómi út í kaffi. Ef ætlunin er að drekka hana sem mjólk, þarf að þynna hana út með vatni. Þegar það hefur verið gert, er erfitt, jafnvel fyrir íslenzka mjólk- urþambara, að þekkja hana frá venjulegri mjólk. Mestu erfiðleik- arnir eru í sambandi við geymsl- una, en hún þolir ekki eins langa geymslu og kúamjólk og vill súrna fyrr. England, með sínar feitu og stóru kýr, er kannske ekki rétta landið r --------------------------------------N örelt pyndingotœki Það er orðið nokkuð langt síðan að Pasleur fann upp þá stórmerku aðferð, að bólusetja menn og skepn- ur til að verja þau ýmsum veikindum, og það eru ótald- ar miiljónir manna, sem bólusetningin hefur bjargað frá bana síðan. Siðan 'hafa orðið geysimiklar framfarir í þessari tækni og bóluefni verið fundin upp við tugum eða hundruð- um sóttkveikja. En á sama tíma hafa framfarir á að- ferðum við bólusetninguna ekki verið eins stórstígar, og lengst af hefur sprautan í höndum læknisins verið nokkurs konar einkenni hans, — og jafnframt hryffi- 'legt og ógnvekjandi bitvopn í augum flestra sjúklinga. Það er aigengt að sjá skrýtlumyndir í blöðum og tíma- ritum, sem sýna lækni vera að munda meterslanga sprautunái með djöfuilegu glotti á andlitinu — og sjúkl- inginn annaðhvort á æðislegum flótta, eða Tamaðan af s'kelfingu, og það eru vafaTaust ekki fáir, sem hafa skróp- að frá sprautunni og þolað heldur þá áhættu að taka veiki í staðinn. Fyrir nokkrum árum var gerð stórmerk uppfinning, sem gerir sprautuvopnið að úreltu piningartæki. Þetta er nokkurskonar byssa, sem þrýstir vökvanum innfyrir húðina í blöðstrauminn, sársaukaTaust, fljótt og hættu- laust. Þetta litla handverkfæri hefur lengi verið notað erlendis og nálin forna er að leggjast niður. Þúsundir hermanna eru sprautaðir með þessu tæki daglega, dýr- mætur tími sparast, sýkingarhætta minnkar og sárs- auki hverfur með öllu. Ég véit að vísu ekki um verð á slíkum verkfærum, en varla getur það verið svo ógnvekjandi að opinberar stofnanir hér á Tandi hafi ekki ráð á að næla sér í þau. sérstaklega þeir staðir, sem gera mikið af því að bólu- setja böm og unglinga. Eða gæti það kannske átt sér stað, að enginn hefði bara haft framtakssemi í sér til að athuga málið? G.K. Fiskurinn hefur fögur hljóð Nýjasta nýtt í sportveiðinni í Bandaríkjunum er ,,fiskafónn“, en með honum er hægt að hlera sér til um það, hvar fiskurinn er stadd- ur í vatninu. Þegar fiskurinn hreyfir sig í vatninu kemur örlítil hreyfing á það — titringur. Þetta færa fisk- arnir sjálfir sér 1 nyt til að leita sér að æti. Sumar fisktegundir gefa jafnvel frá sér nokkurnskonar hljóð, sem mönnum hefur tekizt að heyra með sérstökum hljóð- nemum, sem settir hafa verið of- an 1 vatnið. Fiskifónninn bandaríski saman- stendur af hljóðnema, hljómstyrki og heyrnartæki. Með tækinu get- ur maður komizt að því hve djúpt fiskurinn er í vatninu og hvort um marga eða fáa fiska er að ræða. Síðan er kúnstin aðeins sú að renna króknum niður og bíða eftir að hann gleypi. Hvernig það gengur . . . ? Jú, en einn helzti mismunurinn er sá, að hér áður fyrr sögðu menn: Hann var stór, þessi sem ég sá um daginn. En nú segja menn: Hann var stór, þessi sem ég heyröi. .. \__________________________________y Fiskar veiddir með fiskafón. Ursula Andress, kvik- myndaleikkona, sem meðal annars er fræg fyrir leik sinn í kvik- myndinni dr. No, eft- ir samnefndri sögu Ian Fleming (sem er lesendum VIKUNN- AR :að góðu kunn), var nýlega stödd í London, og þurfti að spyrja til vegar. Og hvað var nær en að víkja sér að éinum af lögreglúmönnum brezka heimsvöldis- ins? Ta'kið eftir „hollníngu" löggunn- ar — það er eins og hann sé að hugga svona 6 ára hnátu ...

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.