Vikan

Tölublað

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 28

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 28
EinkaumboS ó íslandi fyrir Simms Motor Units (Internationol) Ltd., London BIÖRN&HALLÐÓRHF. SÍÐUMULA'9 SÍMAR 36030 . 36930 Önnumsr ollar yiSgerðir 09 stillingar ó SIMMS olíuYerkum og eldsneytlslokum fyrir dieselvílar. Höfum fyrirliggjandi varahfuti i olíuverk og eldsneytisloka. Lcggjum ðherzlu á atí veita eigendum SIMMS elíuverka fljóta og góða þjónustu. © Unga kynslóSin '65 Framhald af bls. 23. En hann mun vera undantekn- ing. Samkvæmt skoðanakönnun- inni eru unglingar á einu máli um gildi menntunar. Við spurð- um þau líka að því, hvort þau álitu menntun jafnve! þýðinar- mesta atriði til velsældar og per- sónulegrar hamingju í lífinu, og hvort þau mundu hætta í skóla strax í dag, ef vel launað fram- tíðarstarf án sérmenntunar, yrði boðið. 41 af 60 telja menntun svo mik- ils virði, að hún sé þungvægasta skilyrðið fyrir velsæld í lífinu. 4, enginn y K-7-6-2 4> K-8-6-3 Jf, K-8-7-6-3 A G-9-4-3 y D-4-3 4> D-7 «•, A-G-10-5 Snemma á þessu ári gekkst bandaríska bridgetímaritið „The Bridge World Magazine" fyrir keppni mili „vísinda"bridge- manna og bridgemanna af gamla skólanum. Vísindamennirnir máttu nota öll kerfi og sagna- aðferðir sem þeim gat dottið í hug, en hinir máttu aðeins nota náttúrulegar sagnir. Toppspilarar voru í báðum sveitum — Roth og Stone, Robinson og Jordan, Stay- man og Mitchell, vísindasveitin og Mathe og Schliefer, Murray og Kehela, Becker og Hayden spil- uðu fyrir gamla skólann. Spiluð voru 180 spil og unnu þeir fyrr- nefndu með 367 gegn 314. Ofangreint spil var annað spil- ið í leiknum. Á öðru borðinu opnaði Mitchell á veiku grandi á austurspilin og frú Hayden sagði tvo spaða, sem urðu lokasögnin. Frúin varð einn niður, 100 til a-v. Við hitt borðið var austri mein- að að nota veikt grand og lítið fyrir hann að gera nema að segja pass. Stone, sem sat í suður opn- aði síðan á fjórum spöðum og varð þrjá niður. í þessu spili var því hægt að segja, að þeir af gamla skólan- um hefðu grætt á því að mega ekki nota eina af sagnaaðferðum vísindamannanna. Hinsvegar eru þau nokkuð ósam- mála um það, hvort menntun sé í rauninni mikilvæg fyrir ham- ingjuna. 15 telja menntun einnig skilyrði fyrir hamingju en 9 finnst, að menntun og hamingja þurfi alls ekki að fara saman. Aðeins tveir 16 ára piltar segja, að það „gæti komið til greina" eða „væri mjög freistandi" að hætta í skóla fyrir vel launað starf, sem ekki krefðist sér- menntunar. Enginn staðhæfir, að hann mundi gera það og 45 undir- strika, að það mundi ekki flögra að þeim að líta við neinum slík- um gylliboðum, því rétt -eins og einn Verzlunarskólapiltur segir: „Ég mundi ekki hætta í skóla í dag, hvaða starf sem í boði væri. Ég vil ljúka minni skóla- göngu og öðlast mín réttindi". Og skólasystir hans tekur undir þetta með miklum staðfestu- þunga: „Nei, ég mundi af þrjózku og von um að eiga eftir að ná settu marki mínu, hafna hvaða vinnutilboði sem væri, hversu hátt sem starfið yrði launað. Enda þótt peningar séu ákaflega þýSingarmiklir öllum mönnum og mér þar með, finnst mér vond peningalykt". Nítján ára stúdentsefni, segist mundu þiggja vel borgaða vinnu að prófinu loknu í vor í stað þess að fara í Háskólann, þar sem hann eigi nú brátt fyrir fjöl- skyldu að sjá. En hann bætir við: „Ég hef átt kost á góðum stöðum, sem ég hef hafnað". Annar 19 ára úr sama skóla: Ég er ekki í skóla til þess að komast nokkr- um þrepum ofar í launastiganum, heldur til þess að víkka sjón- deildarhringinn og afla mér þroska. Þess vegna mundi' ég ekki hætta í skólanum, þó mér byðist vel launað framtíðarstarf." Þau vita sem er, að háskóla- menntaðir menn bera ekki allt- af úr býtum í samræmi við nám- ið, en „að margir fara í fram- haldsnám, er að mínu áliti, að það býður uppá innihaldsríkara lífsstarf," segir piltur úr Verzl- unarskólanum. Einkennandi fyr- ir svör verknámsunglinga, sem horfa með hálfgerðum hryllingi á langskólanámið, er svar þessa 16 ára pilts úr Gagnfræðaskóla verknáms: „Mér finnst menn sem fara í menntaskóla og háskóla eyða alltof löngum tíma á skóla- bekk, en þeir hafa það líka gott, þegar þeir hafa lokið skólagöngu sinni (svo?). Ég mundi heldur fara í Iðnskóla". Svo er nú það að athuga, að sælir eru fátækir: „Persónuleg hamingja getur ver- ið mjög mikil þó maðurinn hafi ekki gengið menntaveginn og sé jafnvel fávís og fátækur", segir annar 17 ára verknámspiltur. Annars er tilgangurinn með námi jafn margbreytilegur og menn- irnir. 20 ára gamall piltur úr 6. bekk Menntaskólans, sem hefur rithönd á við meðal barnaskóla- dreng, hann er að taka stúdents- próf í vor til þess „að vera frekar fær um að greina kjarnann frá hisminu og láta þá síður blekkj- ast af ómerkilegum áróðri stjórn- málaflokkanna". Annað stúdents- efni segist ekki mundi líta við slíku framtíðarstarfi „vegna þess fyrst og fremst, að ég tel mest- ar líkur á, að ég mundi sjá eftir því síðar. Peningar gilda ekki allt í lífinu". Hagaskólastúlka, 17 ára, er við nám til þess að vera ekki leiðinleg: „Nei, ég mundi aldrei hætta í skóla fyrir slíkt boð, því að fólkið sem er illa menntað er yfirleitt mjög leiði- gjarnt". En jafngömul skólasyst- ir hennar hteldur fram gamal- kunnri kenningu: „Mér finnst nauðsynlegt, að karlmenn séu sérmenntaðir fyrir gott lífsstarf, en ég held að það gegni allt öðru máli um kvenfólk." í næsta blaði höldum við áfram að greina frá niðurstöðum skoð- anakönnunarinnar um lífsskoð- anir ungu kynslóðarinnar. Þar segja þau m.a. frá hugmyndum sínum um ást, rómantík og skír- lífi, um sjónvarpið, vín- og tóbaksneyzlu og ýmis gildi í lífinu. G.S. Maður með tvö andlit Framhald af bls. 13. inni. Frú Wagner settist við hlið- ina á henni. — Mabel, hóf hún máls. — Þú lítur ekki vel út, mamma. Finnurð.u til i kinn- inni? —i Nei, ég er bara að hugsa um Leó. —¦ Leó? Unga konan athugaði fingurgóma sína með nákvæmni. ¦— Hvað ertu að hugsa um Leó? ¦—• Ég var bara að hugsa.. . . Þegar þú hittir hann í Kaliforn- íu, hvaða atvinnu hafði hann þá? — ÞaS er ég margbúin að segja þér, sagði Mabel ergileg. —¦ Hann var veðlánari, •— og afskaplega heiðarlegur. Hvaðan heldurðu að við höfum fengið bilinn okkar, — og loðkápurnar mínar. Það er bara allt öðru- vísi hérna austanmegin. — Já, ég veit það, elsku barn. Ég er ekkert inn í þessháttar málum. Ég skildi aldrei vel hvað pabbi þinn gerði heldur. Hann talaði aldrei við mig um við- skipti sín, svo að ég er ósköp fáfróð um þau mál. Hann var gamaldags hann pabbi þinn. ... — Já, mamma, ég veit það. ¦— Það er svo erfitt að kynn- ast fólki til hlýtar, skilurðu þaS? ÞaS voru ýmsir hlutir sem ég vissi ekki um fyrr en hann var dáinn.... — Mamma, við Leó erum bú- in að vera gift i sex ár. Og ef þú heldur að það sé eitthvað í lifi hans sem ég veit ekki um 28 VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.