Vikan

Issue

Vikan - 29.04.1965, Page 36

Vikan - 29.04.1965, Page 36
KLÆÐIST FÖTUM FRÁ OKKUR in að honum að vera ó næturvakt, hafði Bond ekki geðjazt að hug- myndinni. Hann sagðist ekki vita nógu mikið um hina almennu af- greiðslu stöðvanna, og það væri of mikill ábyrgðarhluti að láta slíkt starf í hendur manni, sem hafði verið í 00 deild í sex ár og gleymt öllu því, sem hann hefði nokkurn tíma vitað um stöðvarvinnu. — Þú verður fljótur að ná því upp, hafði M sagt án samúðar. — Ef þú kemst í vanda, geturðu náð í varðstjóra hinna deildanna eða yfirmann starfsliðsins — eða mig, ef með þarf, (Bond brosti við til- hugsununni um að vekja M um miðja nótt, vegna þess að einhver maður í Aden eða Tokyo væri í kröggum). — En ég vil, að allir starfsmenn leyniþjónustunnar fái sína þjálfun í stöðvarvinnu. M leit kuldalega á Bond. — Þér að segja, 007, fékk ég heimsókn frá fjár- málaráðuneytinu um daginn. Þeir halda að 00 deildin sé óþörf. Þeir segja þessháttar hluti ekki í tízku lengur. Eg nennti ekki að deila við þá . . . rödd M var mild. — Sagði þeim aðeins, að þeir færu villir vegar. (Bond sá þetta fyrir sér). — Samt sem áður skaðar það ekki, að taka svolítinn þátt í hinum al- mennu skyldum, þegar þú ert í London. Það heldur þér í forminu. Og Bond var svo sem alveg sama. Hann hafði lokið helmingn- um af fyrstu viku sinni, og enn sem komið var hafði þetta aðeins verið spurning um almenna skynsemi eða að koma ýmsum vandamálum yfir á hinar deildirnar. Honum líkaði vel í þessu friðsamlega herbergi, að fylgjast með leyndarmálum allra og að láta einhverja af hinum laglegu stúlkum kaffistofunnar færa sér kaffi og brauðsamlokur við og við. Fyrstu nóttina hafði stúlkan fært honum te. Bond leit alvarlega á hana: — Eg drekk ekki te. Ég hata te. Það er skolp. Þar að auki er það ein af aðalástæðunum fyrir hruni brezka heimsveldisins. Vertu nú góð stúlka og hitaðu handa mér kaffi. Stúlkan hafði flissað og flýtt sér burt til þess að endurvarpa fyr- irmælum Bonds í eldhúsinu. Síðan hafði hann fengið kaffi. Hinsvegar var það að færast um bygginguna, að menn bæðu um bolla af „skolpi", í staðinn fyrir bolla af tei. Onnur ástæðan til þess, að Bond hafði ekkert á móti einveru nætur- vaktarinnar var sú, að hún gaf hon- um tækifæri að halda áfram með nokkuð, sem hann hafði verið að dunda við í meira en ár . . . und- irbúning handbókar um allar leyni- aðferðir hinnar óvopnuðu baráttu. Bókin átti að heita: Lifið áfram! Og í henni átii að vera allt það bezta, sem skrifað hafði verið um þetta mál hjá hinum ýmsu leyni- þjónustum heimsins. Bond hafði ekki sagt neinum frá því, sem hann hafði fyrir stafni, en hann vonaði, að ef hann gæti lokið þessu, myndi M láta bæta því við hinn stutta lista ufir handbækur þjónustunarinnar um brögð og tækni fyrir starfsmenn leyniþjónustunnar. Bond hafði fengið nauðsynlegar bækur úr bókasafninu. Flestar þeirra höfðu verið teknar af yfir- unnum sendimönnum óvinanna eða sigruðum hreiðrum slíkra stofnana. Aðrar voru gjafir til M frá samherj- um eins og OSS, CIA og Deuxieme. Nú dró Bond til sín sérstakt hefti, þýtt á ensku, sem hét einfaldlega Vörn, útgefið hana starfsmönnum SMERSH, hinni sóvézku stofnun hefndar og dauða. Þessa nótt var hann hálfnaður með annan kafla og það leið hálf klukkustund, áður en hann ýtti vél- rituðum síðunum frá sér. Hann reis upp, fór aftur ú.t að glugganum og horfði út. Það var andstyggileg- ur ruddaskapur í orðavali Rússanna. Við að lesa það fékk hann snert af ólundarkastinu, sem hann hafði orðið að gegnumgangast tíu dögum áður í Miami flugvelli. Hvað var að honum? Þoldi hann þetta ekki lengur? Var hann að linast upp, eða var hann aðeins þjálfun- arlaus? Bond stóð andartak og horfði á tunglið svífa í gegnum ský- in. Svo yppti hann öxlum og gekk aftur að skrifborðinu. Hann ákvað með sjálfum sér, að hann væri orð- inn eins leiður á hinum ýmsu til- brigðum ruddafenginnar líkamlegr- ar hegðunar og sálfræðingur hlýtur að hafa fengið nóg af sálfræðileg- um kvillum og afbrigðum sjúklinga sinna. Bond las aftur greinina, sem hafði valdið honum mestum við- bjóði: Venjulega er einnig hægt að ráða við drukkna konu með því að grípa með þumal og vísifingri um neðri vör hennar. Með því að klípa fast og snúa uppá um leið og togað er í lætur konan venjulega undan og fylgir eftir. Bond fnæsti. Hann kveikti sér í sígarettu og starði í logann á kveikj- aranum og reyndi að hugsa um annað, um leið og hann vonaði, að eitthvað kæmi uppá — einhver kæmi inn eða síminn hringdi. Enn voru fimm klukkustundir, þar til hann færði yfirmanni starfsliðs næt- ur skýrzluna, eða 'M, ef M kæmi snemma til vinnu. Það var eitthvað að brjótast í huga hans. Eitthvað, sem hann hafði hugsað sér að at- huga, þegar hann hefði tíma til. Hvað var það? Hvaða hugsana- keðja var þetta? Af hverju datt honum það í hug núna? Já, það var „þumal og vísifingur" Gold- finger. Hann ætlaði að sjá, hvort skjalasafnið hefði eitthvað um þann mann. Hann tók upp græna sfmann og valdi númer skjalasafnsins. — Ekki man ég eftir þvi, sir. Ég skal gá að því og hringja svo. 00 VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.