Vikan

Tölublað

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 39

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 39
Bond lagði tólið á. Þetta hafði verið stórkostleg ferð með lestinni. Þau höfðu étið sam- lokur og drukkið kampavín og með- an taktfastur díselrisinn hakkaði í sig mílurnar, elskuðust þau hægt og lengi í þröngri kojunni. Hún hafði vakið hann tvisvar í viðbót þá nótt, með miúkum og krefjandi atlotum, sagði ekkert, tók hann að- eins til sín. Næsta dag hafði hún tvisvar dregið niður rúlluglugga- tjöldin til að útiloka skæra dags- birtuna, svo hafði hún tekið í hönd hans og sagt: — Elskaðu mig, Jam- es. Eins og hún væri barn að biðja um brjóstsykur. Jill Masterton hafði sagt, að Goldfinger hefði verið rólegur og kærulaus yfir tapi sínu. Hann hafðl beðið stúlkuna að skila því til Bonds, að hann kæmi til Englands eftir viku, og myndi þó hafa gaman að leika við hann golf. Ekkert ann- að, engin ógnun, engin formæling. Hann sagðist búast við stúlkunni aftur með næstu lest. Jill hafði sagt Bond, að hún myndi fara. Bond hafði deilt við hana, en hún-var ekkert hrædd við Goldfinger. Hvað gat hann gert? Þetta var góð vinna. Bond hafði ákveðið að gefa henni tíu þúsund dollarana, sem Du Pont stakk í hendi hans, um leið og hann stamaði þakkir og ham- ingjuóskir. Bond hafði látið hana taka við peningunum. — Ég vil þá ekki, hafði Bond sagt. — Ég myndi ekki vita hvað ég ætti að gera við þá. Og geymdu þó sem ígripapen- inga, ef þú þarft að komast burt í eihum grænum. Þetta ætti að vera mrlljón. Ég mun aldrei gleyma síð- ustu nótt og deginum í dag. Hann hafði farið með henni til stöðvar- innar, kysst hana einu sinni fast ó varirnar og svo var hún farin. Þetta var ekki ást, en samt kom tilvitnun í huga Bonds, þegar leigubíllinn hans rann út af Pennsylvaníastöð- inni: „Sum ást er eldur, sum ást er ryð, en hin fegursta og hrein- asta ást er fýsn". Hvorugt hafði iðrazt. Höfðu þau syndgað? Ef svo var, hver var synd- in? Synd gegn hreinleika? Bond brosti með siálfum sér. Hann kunni líka tilvitnun þar að lútandi, setn- ingu eftir heilagan — heilagan Ágústínus: „Guð, veittumér hrein- leik. En ekki strax". Græni síminn hringdi. — Þrír með nafninu Goldfinger, sir, en tveir þeirra dauðir. Sá þriðii er rússneskt pósthús í Genf. Hefur hórgreiðslu- stofu. Hann rennir skilaboðunum niður í hægri frakkavasa viðskipta- vinanna um leið og hann burstar fötin þeirra. Hann missti annan fót- inn við Stalingrad. Bjargar þetta nokkru, sir? Það er ýmislegt fleira um hann. — Nei takk, þetta getur ekki ver- ið minn maður. — Við getum leitað að honum f CID möppunum í fyrramálið. Hgfið þér mynd, sir? Bond minntist filmunnar í Leica vélinni. Hann hafði jafnvel ekki sinnt því að láta framkalla hana. *¥Vogue Vorið> nálgast Vor og sumarefnin eru byrjuð að koma — falleg efni — í kápur, kjóla, bíússur, pi!s, jakka, dragtir og sportfatnað. Leggingar, ekta skinn, skinnlíki og tízkuhnappar til a'S skreyta og punta. Fóður, tvinni, rennilásar og annað til aö spara tíma og svo íáið þér nýjustu tízkusniðin með því ao' velja ySur viðeigandi McCALL-SNIÐ og sparið stórfé með því að sauma sjáif eftir þeim — það er svo auðvelt. Skólavörðust. 12. Laugaveg 11. Strandg. 9, Hf. McCALL'S PATTERNS Hann yrði fliótari að raða saman andliti mannsins á andlitsvélinni. Hann sagði: — Er andlitsherbergið laust? — Já, sir, og ég get stjórnað vélinni ef. þér viljið. — Takk. Ég ætla að komp niður. Bond sagði skiptiborðinu að lóta yfirmenn deildanna vita hvar hann væri, og fór síðan í lyftunni niður á fyrstu hæð. Stóra byggingin var einstaklega þögul að næturþeli. Það var aðeins mjúkt hvískur vélanna og hins dulda lífs, daufir skellir í ritvél um leið og hann fór framhió dyrum, talstöðvarrödd um leið og hann fór framhjá öðrum dyrum og þak við allt var lágur þyturinn í loftræsti- kerfinu. Þetta var eins og að ganga um orrustuskip, sem liggur í höfn. Liðsforinginn, sem var á vakt í skýrzludeildinni, hafði þegar kom- ið sér fyrir í andlitsvélarherberginu. Hann sagði við Bond: — Gætuð þér lýst fyrir mér andlitinu í megin dráttum, sir? Það getur hjálpað mér af stað. Bond gerði eins og hann var beðinn og settist svo og horfði á tjaldið. Andlitsvélin er til þess gerð að finna út áætlað andlit þess sem grunaður er — einhvers, sem aðeins hefur sézt í svip á götunni eða í lestinni eða í bíl, sem fór framhjá. Sá sem stýrir vélinni kastar á skerm- inn ýmislegu höfuðlagi og stærð- um. Þegar rétt höfuðlag ber fyrir, er byggt úr frá því. Síðan eru sýnd- ar ýmsar hárgreiðslur og klippingar og þar næst önnur sérkenni höfuðs- ins, eitt eftir annað — mismunandi lag augna, nef, höku, munns, augnabrúna, kinna, eyrna. Að lok- um er komið fullsköpuð mynd af andlitinu, eins og sá, sem verkinu stiórnar minnist þess — og þá er tekin mynd. Það tók nokkurn tíma að raða saman óvenjulegu andliti Goldfing- ers, en að lokum var það komið nokkurnveginn. Bond gaf enn fyrir- mæli um sólbrunann, um litinn á hárinu og svip augnanna, og þá var verkinu lokið. — Eg vildi ógiarnan hitta þenn- an mann á dimmri nóttu, sagði skýrsluforinginn. — Ég skal lóta CID strákana hafa þetta, þegar þeir koma í dag. Þér ættuð að fó svar- ið um hódegisleytið. Bond fór aft- ur upp á sjöundu hæð. Hinumegin ó heiminum var miðnætti. Stöðvarn- ar á austurhveli iarðar voru nú að loka. Það varð að ráða fram úr ýmsum merkium, færa dagbókina, og þá var klukkan orðin átta. Bond hringdi fram í eldhúsið eftir morg- unverðinum sínum. Hann hafði rétt lokið honum, þegar rauði síminn gall við. — M! Hversvegna í fjand- anum hafði hann komið hálftíma fyrr en venjulega? — Jó, sir. — Komdu upp á skrifstofuna mína, 007. Ég þarf að segja orð við þig, áður en þú ferð heim. — Já, sir, Bond lagði frá sér símann. Hann smeygði sér í jakk- ann og renndi hendinni gegnum hórið, sagði skiptiborðinu hvar hann myndi verða, tók dagbók- ina og fór með lyftunni upp á átt- VIKAN 17. tbl. 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.