Vikan

Tölublað

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 44

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 44
Daglega umgangist Þér fjölda fölks L BÝÐUR FRISKANDI BRAGÐ OG BÆTIR RÖDDINA Framleitt me<í einkaleyf'hLINDAh.f. Akureyri C8MTH snyrtivörur Fagurt og heilbrigt hörund vekur hvarvetna athygli og aðdáun. CERNITIN-snyrti- efnin hafa þá kosti, sem hver kona hefur óskað eftir. Vegna óska margra er að koma ó markaðinn CERNTIN-dagkrém sem húðin drekkur í sig. Verndar eðlilegan raka húðarinnar. Ágætt undir púður. CERNITIN-næturkrém hefur djúpvirk óhrif á húðina. Styrkir þreytta og slappa húð. Vinnur gegn hrukkum. CERNITIN-Allroundkrém verndar húðina gegn veðri og vindi. Ágætt öllum, sem stunda útilíf og sport. Allround og dagkrém er einnig notað á hendur og fætur. CERNITIN-andlitsvatn hreinsar — án þess að ræna húðina eðli- legri fitu og raka. CERNITIN-hreinsikrém er milt, en hreinsar betur en vatn og sápa. Oll stuðla þessi efni að því að viðhalda og endurvinna fegurð húðarinnar. CERNITIN-snyrtivörur verða eingöngu seld- ar í sérverzlunum og lyíjabúðuin. CERNITIN fæst nú í: LAUGARKESS APOTEKI, ESELAVÍinJS APOTEKI OG SILFURBÚBINNI, VESTMANNAEYJUM. Meðan CERNITIN-snyrtvörur íást ekkl k staðnum, má senda pantanir til umboðsins. ££ VIKAN Í7. tbL borgarastyrjaldir, farsóttir og kóleru. Hún hafði fengið skot í handlegginn, heimili hennar brennt til ösku og blómapottarn- ir brotnir. En með hjálp guðs, Bibl íunnar og góðri heilsu til lík- ama og sálar, tókst henni alltaf að vera glöð og kát. „Hvað bíður þíns tíma“, sagði hún ákveðin. Allt í lagi með mig, svaraði Pat og fylgdi frú Gould frá borði. Siðasti farþeginn, sem yfirgaf skipið, var Mynheer van Halden. Þar sem hann var hinn nafnlausi gestgjafi kvöldsins, þurfti hann að gefa Brookhuis skipstjóra og gildvaxna brytanum nokkrar fyr- irskipanir, einnig þurfti hann að segja klefadrengnum að gera nýja, hvíta smokinginn veizlu- hæfan og taka meðalið sitt fyrir landgönguna. Þegar allt var til- búið, fann hann til vanlíðunnar og lagði sig einu sinni enn, til þess að horfa á skrúðfylkingu mauranna, neðan í loftinu, með- an hann beið þess að hjarta hans róaðist. Þegar hann loksins fór, gekk hann framhjá þar sem Ritters- hjónin sátu í þilfarsstólum sín- um. Þau voru svo ein og yfir- gefin, að hann fann til með þeim. Langar ykkur ekki í land? spurði hann þau á þeirra eigin tungumáli. Fram til þessa hafði hann aldrei látið það vitnast, að hann kynni þýzku, því hann vissi að þá mundi hann aldrei losna við jarmið í þeim. En á því átti hann sízt von, að þessi einfalda spurning myndi opna fyrir slík- an orðaflaum, slík fossaföll af niðurbældri samtalsþörf. Nei, bau gátu ekki farið í land, þau fengu ekkj leyfi til þess, ónei, þau höfðu ekki fengið landgöngu- leyfi, þau máttu aldrei tylla fæti á fast land, ekki einu sinni á þess- um hjara veraldar. Árangurs- laust reyndi Halden að koma orði að, en það var ekki fyrr en hann tók tvö landgöngukort upp úr vasa sínum og veifaði þeim framan í Rittershjónin, að þau þögnuðu. — Fyrirgefið, sagði hann, — þetta er allt saman mér að kenna. Skipstjórinn bað mig að afhenda ykkur þessi kort — með beztu kveðju frá S.B.M. skipafélaginu — og ég var nærri búinn að geyma því. Ég er orðinn gamall og mér er farið að förlast minni. Ég bið ykkur margfaldlega fyrir- gefningar og óska ykkur beztu skemmtunar í landi. Hann skildi Rittershjónin eftir, þar sem þau krunkuðu yfir kort- unum eins og apar yfir ávexti, sem þeir hafa aldrei séð áður. Þegar hann gekk niður land- göngubrúna, langaði hann skyndilega til að blístra, þótt hann væri engin snillingur á borð við Vandengraf. Á hafnar- bakkanum stóð hann stundar- korn kyrr með fjarhuga bros á hrukkóttu andlitinu. Eyru hans sulgu gamalkunnug hróp og hljóð, hann fyllti lungun af lofti eyjarinnar og andaði að sér þefn- um af hráu gúmmíi, sjávarloft- inu og lyktinni af ilmvatnsborn- um, sígarettum eyjarskegga, ilm- inum af tjempaka, blómunum í körfum blómasalanna og hári kvennanna. Svo gekk hann að stóra bílnum með merki skipa- félagsins, sem beið eftir honum, og spurði berfættan bílstjórann: —■ Vinur minn, hvar get ég hitt tuan besar Foster á þessum tíma dags? — Tuan besar er í klúbbnum tuan , svaraði bílstjórinn án þess að hika, því á þessum eyjum get- ur hvíti maðurinn ekki hreyft sig, án þess að allir innfæddir viti það. — Vill vinur minn vera svo vænn að aka mér til tuan besar Foster? spurði Halden á maja- lisku. — Mig langar að tala við hann. Ströndin. Ann Foster kom út á svalirn- ar til þess að gá, hvort drengur- inn hefði gleymt að fylla lamp- ann, sem hékk undir appelsínu- gulu silkiþaki svalanna. Hann hafði gleymt því. Hann gleymdi því á hverju kvöldi. — Mades! Lampinn! kallaði hún. — Sudah, Nonja, Sudah! var svarað frá þjónustufólkshúsinu í bakgarðinum. Ann var kyrr á svölunum. Hún beið eftir drengn- um, og annars hugar klóraði hún í bit moskítóflugunnar á hand- leggnum. General Alten Street var tvöföld röð af nákvæmlega eins sambýlishúsum. Allt síðan á tímum Austur-Indíska kompan- ísins höfðu hús hvítu mannanna verið byggð þannig, Það var ó- mögulegt að fá hina innfæddu starfsmenn til að skilja, hvernig hús gætu verið öðruvísi. Hvert hús hafði samskonar anddyri, Binnengaleri; öll voru máluð með sama litnum. Það voru rafmagns- ljós í Sebang, en rafstrengurinn náði ekki út í þennan enda á General Alten Street, og erfið- leikarnir á því að fá þjónustu- fólkið til að fylla lampana og kveikja á þeim, voru jafn miklir í öllum húsunum. Ann hætti að klóra sér. Það gerði aðeins illt verra. Það sem áður var aðeins kláði, var nú orð- ið að sárum sting í handlegg hennar. — Madeh! Lampinn! — Sudah, Nonja, Sudah! Skordýr af ölum gerðum svifu í skýji umhverfis flöktandi Ijós- ið. Moskítóflugumar voru eins og hvikul, suðandi þoka. Ann fannst þær næstum óbærilegir kvalarar. Það var eins og hver einasa moskíótfluga ætti sér þann eina tilgang í lífinu, að bíta hana svo hana klæjaði og sviði, svo að bólgnaði og græfi. Árangurs- laust hafði hún reynt öll hugsan- leg meðöl. Hún hafði smurt lagi

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.