Vikan

Issue

Vikan - 29.04.1965, Page 45

Vikan - 29.04.1965, Page 45
af dauðum moskíótflugum á brauðið sitt og étið það. Þá áttu moskítóflugurnar ekki að vilja blóð hennar. Samkvæmt ráðlegg- ingum Graders hafði hún feng- ið fjölmargar sprautur af salvar- san; hún hafði jafnvel fylgt ráði ESaba og heimsótt í laumi galdra- lækni eyjarir.nar, andað að sér hræðilegum gufum og drukkið drykk, sem hann blandaði henrti. Allt árangurslaust. Hún var dæmd til þess að lifa í stöðugum mekki af sítrónulykt og ammon- íaksþef, þakin flugnabitum, klóra sér þar til henni lá við sturlun, og fá nýtt malaríukast á fárra vikna fresti. Hún sætti sig við þetta á sama hátt og hún sætti sig við fjöldan allan af öðr- um litlum og stórum óþægindum. Hitabeltið sleit henni út; hún var of þreytt til annars en að sætta sig við allt. Stundum gat hún næstum skilið liina dæma- Íausu leti eyjarskeggja. — Madeh! Lampinn! Hún gæti hafa verið kyrr í klamboe, en það var of heitt og molulegt þar inni. Klamboe var lítið netherbergi innan veggja svefnherbergisins. athvarf frá si- felldum píningum moskítóflugn- anna og malaríunnar. Þar var hjónarúmið, þar svaf barnið, og stundum sat hún þar sjálf við lestur eða skriftir. En aldrei lengi, því að hitinn varð of mik- ill, og hún fór aftur út á svalirn- ar. — Madeh! Lampinn! Madeh kom þjótandi gegnum garðinn með nýfylltan lampa. Ann horfði f jarhuga á hann, með- an hann skipti um lampa og kveikti á obat najamoek, sem var eins og grænleitur hringaður snákur á borðinu. Reykurinn af honum átti að reka moskítóflug- urnar burt, en gerði það aldrei. Sterkur, sætur eimurinn kitlaði hana í hálsinn, svo að hún hóst- aði. Tveir sporðdrekar með rauð- leit augu héngu niður úr loftinu og fálmuðu syfjulega í kringum sig eftir skordýrum. Annar þeirra ræskti sig og tísti sjö sinnum með hreim sem minnti á brostna baritónrödd. Það boðaði ógæfu. Hjátrú eyjarinnar skaut upp í huga Ann, án þess að hún yrði þess vör. Allt í einu báru þreyta og tilfinningaleysi Sebang hana ofurliði. Hún lét fallast í stól og lokaði augunum. Myndir frá gamla Hollandi ruddust fram í huga hennar. Gamla gráa strönd- in við Scheveningen í nóvember. Hin þöglu síki og skurðir Am- sterdam, sem trén slúttu yfir eins og þau væru að virða fyrir sér sína eigin spegilmynd. Svanirn- ir á tjörnunum í Haag. Gulir túílpananirnir á blómaekrunum í Harlem. Mjöll á turnum gamall- ar kirkju, mjúkur, kaldur, dá- samlegur snjór. Svo hvarf þetta allt, og ekkert varð eftir nema lítil karfa með jarðaberjum, sem flaut niður eftir síkinu og hvarf undir brú — hún sá þetta jafn glöggt og greinilega eins og þeg- ar hún var lítil stúlka og horfði á það, meðan hún hélt í hönd föður síns. Hún vaknaði upp af þessum draumum, þegar hún heyrði bíl eiginmannsins stanza fyrir fram- an húsið. Hún átti ekki von á honum svona snemma. Hann kom þjótandi gegnum garðinn og upp á svalirnar, kallaði hástöfum á Madeh og hentist framhjá Ann, án þess að heilsa henni. Hann var þungbrýnn, óánægður og á- hyggjufullur. Ann fylgdi honum eftir og hlustaði kvíðafull á þyngslalegan andardrátt hans. Jan Foster var þunglamalegur, feitlaginn og skapstvggur. Hann hafði alltaf hátt og tók ekki til- lit til neins, allra sízt til hinnar fálátu og síþreyttu konu sinnar. Hann fyrirleit General Alten Street. Þar til hann kvæntist bjó hann á Lombok plantekrunni, þar sem hann var aðalforstjóri. Það var ekki fyrr en hann kom heim eftir fríið, kvæntur maður, sem hann á móti vilja sínum gekkst undir hin óskráðu þjóð- félagslög, sem afneituðu kven- fólki á landssvæði plantekrunnar og settist að í Sebang. Hann var óþreytandi drykkjumaður, ofsa- fenginn elskhugi og ódrepandi verkmaður á plantekrunni. Kúlí- arnir nefndu hann eftir eldfjall- inu mikla Batara Guru. Heimkoma Jan skall yfir hús- ið eins og jarðskjálfti. Það brak- aði í veggjunum, húsgögnin færð- ust til, búsáhöldin glömruðu og þjónamir skulfu. Forgangurinn I Foster var ekki síður hræðslu- efni í General Alten Street en á plantekrunni. Grader hafði oftsinnis varað hann við að leggja of mikið á hjarta sitt, og talað um háan blóðþrýsting, sem væri mjög hættulegur í þessu loftslagi. Jan leit alltaf út eins og allt væri að rifna utan af honum, skórnir hans, skyrturnar og jafnvel húðin á andliti hans. — Madeh! Ann! Babu! öskr- aði hann, — ég er að flýta mér! Ég vil komast í bað! Komið með hrein nærföt! Kaffi! Sterkt kaffi, ekkert skólp! Framhald í næsta blaði. Hekluð taska Framhald af bls. 47. í garnið og gangið fró því. Heklið í allt 8 ferninga eftir upp- skriftinni. Saumið þá saman 4 og 4 og heklið saman með fastahekli á hliðunum og neðan. Heklið 1 urnf. að ofan með hálfstuðlum. Hankinn er heklaður með 38 loftl. og 1 hálfstuðull hekl. í hverja loftl. Festið hankana vel um leið og þeir eru heklaðir. Gangið frá öllum endum. Fóðrið töskuna með einlitu sterku efni og festið vand- lega. Eipist nýja vini! Pennavinir frá 100 löndum óska eftir bréfaskriftum við yður. Upplýsingar á- samt 500 myndum verða send til yðar án endurgjalds. CORRESPONDENCE CLUB HERMES Berlin 11, Box 17, Germany "i--—.... ..............................I VIKAN 17. tbL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.