Vikan

Tölublað

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 4

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 4
Það eru hressilegir og fjör- ugir ungir strákar, sem leika og syngja í hljóm- sveitinni „Tónar“. Þeir láta samt ekki mikið yfir sér og láta sér ekki detta í hug að þeir séu það bezta, sem fáan- legt er. „Við gerum okkar besta — reynum að fylgjast með tím- anum og æfum okkur eins og við getum vegna tímans ... “ sögðu þeir. Þeir hafa nefnilega ekki mik- inn tíma til æfinga, því þeir eru ekki það sem kallað er prófess- íónell. Það er það segja, að þetta er ekki þeirra aðalatvinna, held- ur verja þeir deginum til ýmissa starfa eða náms. Einn þeirra er flllir sjálflærðir Tónar: fimmfalt fpyllitæki með magnara Tóna-táningarnir: Sigþór, Finnur, Guðni, Jón og Gunnar. WjK' ^ / : að læra símvirkjun, annar er í Menntaskólanum, sá þriðji í Versló, fjórði vinnur í Gamla Kompaníinu og sá fimmti er að læra húsasmíði í Iðnskólanum. Allir hafa þeir það sameigin- legt að þeir eru Reykvíkingar, og sjálflærðir á hljóðfærin. Gunnar Jökull Hákonarson spilar á trommurnar. Hann er 16 ára gamall og hefur „ stúder- að“ trommuslátt af hljómplötum í rúmt ár. Hann er með fullkom- ið bítlahár, og er hreykinn af því að hafa sjálfstætt skaplyndi og láta ekki eggja sig til að láta klippa það. „Það hefur líka góð áhrif á krakkana“, segir hann „þau eru mörg svo hrifin af því“. „Heldurðu að þú mundir fara í fermingarveizlu með pabba og mömmu, með hárið svona“? „Fermingarveizlu ... ? Ja, ég veit ekki. Ég held nú varla“. Jón Þór Hannesson leikur á bassagítar, lærði sjálfur á hann eins og hinir, keypti sér skóla og dundaði við gítarinn heima. Hann var búinn að berja hljóð- færið heima í viku, þegar hann steig upp á pallinn með hljóm- sveitinni og lét þar í sér heyra fyrsta sinn. Jón er að læra sím- virkjun hjá Landsíma ísands. Sigþór Skaftason er auðvitað sonur Skafta Sigþórssonar hljóðfæraleikara. IJann er 18 ára og vinnur í Kompaníinu. Sigþór smíðaði sjálfur sinn fyrsta raf- magnsgítar — magnarann og allt saman. Hann leikur á „rytma“- gítar í hljómsveitinni og á að sjálfsögðu ekki langt að sækja músikgáfurnar. Hann hefur leik ið á gítar í 3 ár, en í hljómsveit- inni hefur hann verið 1 1/2 ár. Finnur Stefánsson leikur á sólógítar. Það er hann, sem er í Menntó, 4. bekk. Hann lærði fyrst „eitthvað á píanó", segir hann, en fór svo að lemja gítar- inn með hljómsveitinni og er ánægður með árangurinn. Hann er hrifinn af öllum frumlegum gítarleikurum. Guðni Pálsson leikur á tenor- saxofón, — og hefur raunar gert það í 3 ár — nema hvað hann hvilir sig á meðan hann er í Iðn- skólanum. Guðni er 18 ára og auðvitað líka sjálflærður. Sjötti maðurinn í samsteyp- unni leikur að vísu ekki á neitt hljóðfæri, en þess í stað leikur hann sér að því að vera umboðs- maður kvintettsins. Tónar hafa leikið í Lídó undan- farið og ekki er vitað til annars en að vel hafi líkað. Nú eru e.t.v. einhverjar breytingar í aðsigi þar, svo þeir verða frjálsari í framtíðinni. Kannske fara þeir eitthvað um landið í sumar, kannske fara þeir til annara landa. Til öryggis þá er líklega rétt að taka það fram stúlknanna vegna, að enginn þeirra er lofað- ur — svo vitað sé.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.