Vikan

Tölublað

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 7
Frá sjónarsviði barnsins er ferm- ingin aðeins velþegin veizla, haldin því til heiðurs. Þá er aus- ið yfir það gjöfum og pening- um, svo að helzt mætti halda, að verið væri að múta því til að taka kristna trú. Því finnst at- höfnin í kirkjunni aðeins auka- atriði, sem það verður að gang- ast undir, ef af veizlunni á að verða. Á þessum aldri er barnið lítið meira en óviti, lítið þroskað andlega og því ekki reiðubúið að taka þessa veigamiklu ákvörð- un. Þau eru einnig mörg, ferm- ingarbörnin, sem aldrei hafa opn- að Biblíuna til lestrar. Það eina sem þau kunna af kenningum hennar er það, sem þau hafa lært í skóla sem hverja aðra leið- inlega námsgrein og það sem for- eldrarnir hafa kennt þeim. Næstu ár eftir ferminguna gleyma þau svo mestu af því, sem hefur ver- ið troðið inn í þeirra haus fram að fermingu. Þau hafa öll, frammi frir altari Guðs, játað kristna trú með vörunum, en fæst af heilum hug. Fermingar- aldur er alltof lágur og ætti að hækka um 7—8 ár. Á tvítugs- aldri hefur maðurinn fengið þann þroska, sem til þarf. Til dæmis má nefna málfund, sem haldinn var í Verzlunarskóla íslands nú í vetur. Þar töluðu margir unglingar, sem óhræddir fullyrtu, að þeir væru ekki krist- innar trúar. Allir höfðu þeir þó verið fermdir, en þá ekki farnir að hugsa um afstöðu sína til kristninnar. Þar með hefur trúnni á Guð almáttugan verið þrengt uppá marga þá, sem síð- ar ákváðu, að snúa í hana bak- inu. Til frekari vitnis um trú- leysi vort, má benda á allar þær kirkjur, sem hálftómar eru, nema um jól og á páskum. Ég er þess fullviss, að fjöldi fólks er sömu skoðunar, og ætti stjórn íslenzkra kirkjumála að sjá að sér, áður en það er um seinan. Reiður, ungur maður. Ég verð að segja, að ég er sam- mála bréfritara um það, að rétt- ara væri að færa fermingarald- ur aftur, og það all verulega, segjum til 21 árs aldurs. Þá ætti einstaklingurinn að vera orðinn það þroskaður andlega, að hann geti með fullri skynsemi gert sér grein fyrir trúarskoðun sinni. Þrátt fyrir þann vitnisburð sumra presta í mín eyru, að fermingarathöfnin sé mörgum börnum helg stund og snerti þau djúpt, ber ég brigður á, að það sé hugsunin um það heit, sem þau eru að vinna, sem grípur þau, heldur hughrifin sem skap- ast af helgilestri prestsins, stemmingasamhljómum orgelsins og sálmasöngnum. Minningin um ferminguna eftir á verður minn- ing um veikgeðja andartak en trúarheitið fer fyrir ofan garð eða neðan. Og úr því fermingar eru til umræðu langar mig að ýta enn einu sinni við nauðsynja- leysi ofsadýrra fermingarveizla og gjafabrjálæðisins, sem þeim fylgir. Það væri fróðlegt að vita hver tala fermingarbarna yrði á hverju ári, ef ekkert væri í krin- um athöfnina — aðeins það sem fram færi í kirkjunni! FÁNAR. Kæri Póstur! Er það rétt, að brezka flaggið sé til í mörgum útgáfum — það er að segja að flaggið þeirra, sem er eins og íslenzka flaggið nema með skákross líka — þið vitið vonandi hvernig brezka flaggið er. Mér er sagt, að það séu til nokkrar útgáfur af þessu flaggi þar sem það er að meira eða minna leyti uppistaða í öðrum flöggum. Er það rétt, og þá hvernig eru hin flöggin? Og er það rétt, að Japan eigi tvö flögg? F. Áni. Stóra-Bretland á fána, sem er eins og sá íslenzki nema með ex-i í sömu litum og krossinn auk hans. Brezki sjóherinn á flagg sem er hvítur feldur með rauðum krossi og brezka fánan- um í efri reit stangarmegin, Ástralía á flagg með brezka flagginu á sama stað en að öðru leiti bláan feld með hvítum st’örnum. Canadaflaggið er skift í þrjá jafnstóra, lóðrétta fleti, þá ytri rauða en hvítan í miðjunni með rauðu laufi, og nýja Sjáland er samskonar nema feldurinn rauður með hvítum stjörnum. Japanir eiga herflagg og verzlun- arflagg: Herflaggið er rauð sól fyrir miðju flaggi nær stönginni og hvítum og rauðum jöfnum geislum þar út frá, en verzlunar- flaggið er hvítur feldur með rauðri, fremur stórri sól ná- kvæmlega á miðju. Sólgleraugu tízkan 1965 ECHTENIA sólgleraugu vöktu geysilega athygli á vörusýningum. ECHTENIA sólgleraugu eru komin FALLEG - VÖNDUÐ - FARA VEL Þér getið valið þá gerð af ECHTENIA sólgleraugum sem yður klæðir. Aðeins þekkt vörumerki og því ávallt beztu fáanlegu vörur hverju sinni. HEILDSÖLUBIRGÐIR: H. A. TULINIUS - tieildverzlun VIKAN 18. tbl. rj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.