Vikan

Tölublað

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 16

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 16
Veltingur og væta í skólanum Kennslustund á þilfari. Flugvélin Saab 105a. Nicolin flýtir sér Það munu vera um 20 sænsk fyrirtæki, sem eiga sína eigin flugvél til afnota fyrir forstjórann eða yfirsölumenn. 1 öllum tilfellum er auðvitað um skrúfuvélar að ræða. En nú ætlar ASEA fyrirtækið í Vesturási að slá öllum öðrum við, og taka í þjónustu sína fyrstu þotu landsins í einkaeign, Saab 105a. ASEA á annars skrúfuvél, sem er mikið notuð. Hún kostaði um fimm milljónir króna, en kemst aðeins upp í 400 km. hraða á klukkutíma. 1 nýju véíinni getur forstjóri ASEA, Curt Nic- olin flutt sig um set með helmingi meiri hraða. Allir vita að tíminn er peningar, allavega þegar maður heitir Curt Nic- olin og er sjeffi fyrir ASEA. Saab 105a er Iítil þota, ssem var smíðuð fyrst 1960, sem kensluvél fyrir sænska flugherinn. Fremst í stjórnklefanum, sem hefur þrýstloftsútbúnað, eru tvö sæti hlið við hlið, en fyrir aftan þau er pláss fyrir sófa, borð og vínbar, þar sem tveir til þrír menn geta setið. Mesti hraði vélarinnar er um 800 km. á klst., flugradíus 2,700 km. og mesta flughæð 13,000 metrar. Vélin kostar tilbúin um 20 millj. ísl. kr. Og sennilega hefur ASEA ráð á því. Umsetning hjá fyrirtækinu á síðasta ári var um það bil 20 þúsund milljónir ísl. króna. „Háskólinn á hafinu“ er skóli, sem vissulega stendur ekki í staö, ef svo mœtt'i segja. Fyrir nokkru var skólinn „staddur“ í San Francisco eftir 22 ]ms. mílna sjóferö í kring um hnöttinn meö 270 stúdenta og J/5 kennara. AÖ visu er skólinn ekki viöurkenndur af flestum háskólum Bandaríkjanna, og próf úr honum gilda eklci annarsstaöar, en stúdentarnir láta sig þaö litlu skipta. Reynslan sem nemena- ur fá í þessum feröum meö farþegaskipinu „Seven Seas“ er vel þess viröi, segja þeir, og þótt prófin séu eklci viöurkennd annars- staöar, er þaö ekki nœgjanleg ástœöa til aö vera heima — segja þeir. Skólinn var stofnaður áriö 1959. AÖal hvatamaöur þess var kaupsýslumaöur í Kaliforníu, sem fékk í félag meö sér nokkra Rotary meölimi. Skólinn liefur nú starfaö í þrjú skólaár og hiö fjóröa er í undirbúningi. Námsgreinar eru svipaöar og gerist í öörum skólum, bókmennt- ir, listfrœöi, vísindi, ásamt „framhaldsnámi í grundvallarkunn- áttu“, en þaö er t. d. sund, dans, lyftingar, judo, glíma, skylmingar. Skólinn stendur yfir í fimm stundir daglega, jafnvel þótt ýmsir erfiöleikar steöji aö. „Þaö er ekki óálgengt aö maöur sé aö skrifa prófritgerö í stól, sem hendist milli boröstokkanna,“ segir einn nemandinn. . ■ Nemendur kynnast fjarlœgum stööum og ókunnum þjóöum jafnframt náminu og sjá sig um t heiminum. Þeir fara á skíöi í Japan, sjá nautaat á Spáni og ríöa á úlföldum í Egyptalandi. Skólagjaldiö ■—• allt innifaliö — er um 100 þúsund ísl. krónur. Háskólinn í Port Said. V_______________________ Dæmdur fyrir dónaskap Meðal allra þeirra skemmtikrafta, sem völ er á í Bandaríkjunum, er hvergi hægt að finna orðljótari mann en hinn 33 ára gamla Lenny Bruce. Skrítlur hans og gamansemi snýst öll um andlega og líkamlega vesa- linga, nauðganir og kynfæri. Bruce varð heimsfrægur fyrir tveim árum síðan, þegar honum var vísað úr landi í Bretlandi, aðeins tveim stundum eftir að hann lenti á flugvellinum í London. Hann hafði verið fenginn þangað til að skemmta á næturklúbb þar í borg — The Establishement — en komst aldrei lengra en á flugvöllinn. Og allir vissu hver ástæðan var fyrir brott- rekstrinum: Hann var álitinn of orðljótur. Fyrir nokkru var Bruce dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í New York. Hann er fyrsti skemmtikrafturinn í heimi, sem er dæmdur til fangavistar fyrir munnlegt klám. Hann var dæmdur eftir 100 ára gam- alli lagasetningu, sem bannar klæmni eða ósiðsamlegt orðbragð á opin- berum stöðum. Fyrir nokkrum árum síðan græddi Bruce 10—12 millj. króna á ári fyrir sjónvarpsþætti. í dag þorir enginn að hleypa honum í það. Það er álitið að hann kunni ekki lengur skil á háði og klámi. Bruce var ekki dæmdur varnarlaust. Verjendur hans létu marga þekkta menn bera vitni — málaprófessora, klámmyndasérfræðinga, sagnfræðinga, rithöfunda, næturklúbbasöngvara og leikara (þ.á.m. Elísa- beth Taylor), og öll báru þau þess vitni að munnsöfnuðurinn væri að- eins fíngerð skopstæling á hinu tvöfalda siðferði nútímans. Rétturinn var ekki á sama máli. Lenny Bruce hefur þrívegis áður verið dæmdur fyrir ósæmilegt orðbragð, en var í öll skiptin sýknaður í æðri dómstólum. Hann hefur áfrýjað þessum dóm. V--..... ......................... ......................./ SiÐAN SIÐAST

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.