Vikan

Tölublað

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 17

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 17
Fyrrum imyrtd allra ungra manna. Síðar fyrirlitinn feitur flagari og fjdrhættuspilari. FAROUK ER FARINN Farouk, fyrrverandi konungur Egyptalands, sat á veit- ingahúsinu Ile de France nálækt Vatíkaninu í Róm með ljóshærða fegurðardís sér við hlið. Þetta var um miðnætur- skeið fyrir nokkrum vikum siðan, og borðið var hlaðið krás- um — ostrum, lambastéik, kökum og ávöxtum. Klukkan hálf tvö um nóttina kveikti hann sér í stórum vindli, kvartaði um máttleysi, greip um hálsinn og féll fram yfir sig á matborðið. Hann var fluttur i skyndi á sjúkrahús og gefið súrefni, en nokkrum mínútum síðar var hann látinn. í vösum lians fannst giftingarhringur úr gulli, sígarettu- kveikjari, úr, pilludós merkt ,,F“, döklc sólgleraugu, lilaðin 'Beretta skammbyssa, nokkur persónuleg skilríki og rúmlega 100 þús. króhúr í bandarískum dollurum og ítölskum lírum. Þessi feiti, ólögulegi, afdankaði kóngur var aðeins 45 ára gamall þegar hann missti andlitið ofan i krásirnar á mat- borðinu, og allur heimurinn vissi að hann var ímynd og dæmigerð þeirra manna, sem hafa eyðilagt lif sitt með ó- hófslegum lifnaði, eigingirni, nautnasýki og kæruleysi. t lólf ár hafði liann lifað í útlegð með dökk sólgleraugu fyrir augum og tvo lífverði á hælunum. Aðalstarf hans var að elta uppi léttúðardrósir eða fleka heiðvirðar stúlkur — allt, sem i pilsum gengur, og það er haft fyrir satt, að liann hafi þekkt hverja einustu vændiskonu í Róm með fornafni. Þegar einhver stjarnan birtist á Via Veneto með nýjan skart- grip, lcomu kunningjar gjarnan til að skoða liann og spurðu síðan: „Farouk?“ Farouk var ekki nema 16 ára gamall, þegar hann þurfti að fara frá Bretlandi þar sem hann var í skóla •— Royal Military Academy í Woolwich — til að taka við konungs- tign í Egyptalandi vegna dauða föður síns Fuad. Farouk var þá hreykinn af virðingarstöðu sinni sem yfirskátaforingi Egyptalands, hann var hávaxinn, grannur og spengilegur unglingur, laglegur og tígulegur i fasi, eftirlæti allra kvenna. Hann byrjaði vel. Ferðaðist um landið og tók virkan þátt í lífi og áhyggjum almúgans. Hann beitti sér fyrir ýmsum þjóðfélagslegum endurbótum að ráði hins Oxford-lærða ráð- gjafa sins Ahmed Hassaneen Pasha, og saman fóru þeir ó- tal könnunarferðir um hrunin hverfi i Kairo og Alexandriu á striðsárunum. Eftir striðið jók Farouk áhrif sín með þvi að stofna Araba- sambandið. Uni það leyti skeði það að liann skildi við konu sína, Farida drottningu, sem hafði borið honum þrjár dæt- ur, og að hinn trausti ráðgjafi hans Hassaneen Pasha lézt af hjartaslagi. í hans stað komu ýmsir miður hollir ráðgjafar, Pulley .Bey sem var fyrrverandi rakari og rafmagnsmaður í Ítalíu og Kareem Tabet, lævís blaðasnápur frá Lebanon. Það leið heldur ekki á löngu þar til Farouk sat að staðaldri við spilaborðin í Kairo eða ferðaðist með fríðu föruneyti um Miðjarðarhafsströnd Frakklands, þar sem hann leigði gjarnan 30 herbergja íbúðir á dýrustu gistihúsunum og sóaði oftlega fjórum til fimm milljónum króna á viku við spilaborð- in. Nafn hans var iðulega tengt magadönsurum og fegurðar- drottningum. Stríðinu við ísrael lauk með niðurlægjandi ósigri Egypta- lands, og lierforingjar Farouks lögðu ekki dul á þá skoðun sína, að ástæðan væri fégræðgi hirðmanna Forouks, sem græddi offjár á því að selja hernum sprengikúlur, sem sprungu ekki og handsprengjur, sem sprungu í höndunum á hermönn- unum. En Farouk virtist standa á sama. Árið 1949 kom hann af tilviljun aúga á unga og fallega stúlku, sem var að velja skartgripi hjá skartgripasala i Kairo. Njósnarar hans komusl að því að hún liét Narriman Sadek og að hún væri í þann veginn að giftast egypzkum stjórnar- fulltrúa, Zaki Hashem. Farouk brá skjótt við og sendi Hashem til starfa erlendis, en giftist sjálfur Narriman. Ári síðan færði hin nýja drottning konunginum son, prins Fuad. En þessu hjónabandi lauk einnig með skilnaði, og Farouk liélt áfram að safna kvenfólki á svipaðan hátt og hann safnaði sjaldgæfri mynt, frimerkjum, klukkum, skartgripum og klámmyndum. Vaxandi kæruleysi og nautnasýki í lífi Farouks, spilling og óráðsía hjá stjórn lians leiddi til valdatöku flokks lier- foringja, sem stjórnað var af Major General Moliammed Na- guib, en sem síðar varð að víkja fyrir Gamal Abdel Nasser. Farouk var hrakinn frá völdum og flýði í sinni konunglegu lystisnekkju til Napoli, þar sem sagt var að hann liefði geng- ið grátandi í land. Á næstu árum gerðist Farouk ríkisborgari Monaco, en eyddi niéstum tima sínum í Róm. Hann gerðist æ stórtækari og á- kafari í eltingaleik sínum við kvenfólk, enda voru það aðal- lega konur, sem fylgdu honum til grafar í borgarkirkjugarði Rómar. r Sjónvarp til að bakka V í fyrra skeði það i Svíþjóð £>ð stór og þungur vörubíll var að bakka í þrönguin gangi. Fyrir aftan var ung móðir með tvö börn sín, eins og tveggja ára gömul. Þau urðu öll undir bílnum og létust samstundis. Slík slys eru þvi miður ekki óalgeng, enda er það oft miklum erfiðleikum bundið að bakka stórum vörubílum, því útsýnið er svo takmarkað fyrir öku- manninn. Venjan er orðin sú, að þegar tveir menn eru í bilnum, þá fer annar þeirra út og segir bílstjóranum til við að bakka. I Hamborg hafa verið gerðar tilraunir til að bæta úr þessu vandamáli með hjálp tækninnar. Allar bifreiðar sorplireinsun- arinnar eru nú með sjónvarpsskerin í borðinu, sem sýnir allt, sem gerist fyrir aftan bílinn, og þannig getur bílstjór- inn bakkað bílnum með fullu öryggi. Sjónvarpsaugað, sem komið er fyrir aftan á bílnum, hefur 110 gráðu sjónvinkil. Tækið er liægt að setja í samband við geymi bifreiðarinnar og kostar nú um 90 þúsund krónur (isl.). Tækin hafa gefið svo góða raun, að áformað er að setja þau á alla strætisvagna í Hamborg. BBSS

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.