Vikan

Tölublað

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 25

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 25
ardráttinn, velti hún því fyrir sér, eins og svo oft á'ður, hvers- vegna í ósköpunum hún hefði giftzt honum. En Jan Foster í Amsterdam var allur annar en Jan Foster í Lombok. Hún dáð- ist að orku hans og fannst hann ævintýralegur. Hann vann á fjar- lægum stað og það var Ijómi í Hollandi yfir þeim, sem unnu á plantekrunum. Hún sá ekkert eftir leiðinlegu einkaritarastarfi sinu og hana dreymdi um á- hyggjulaust líf hitabeltisins, lít- ið, skemmtilegt hús undir pálma- tré og stjörnubjartar nætur. Draumur hennar, sem að mestu leyti var byggður á auglýsinga- pésum S.B.M. skipafélagsins, visnaði og dó eins og allt ann- að, sem flutt var með rótum frá Hollandi til hitabeltisins. Full heimþrár lét Ann senda sér hollenzk fræ og plöntur, hún ætl- aði að rækta túlípana, nellikur og tómata. Þeir draumar urðu líka að engu. Meira að segja hænsnin hér voru smá og unpu ekki, og kýrnar mjólkuðu ekki. Allt, sem hún átti, eftir sex ára hjnaband, voru tvær litlar graf- ir í kirkjugarðinum og veiklu- legur sonur undir moskítóneti. Andlit Jans var purpurarautt, þegar hann rétti úr sér aftur, og hann hallaði sér afturábak í stólnum til þess að ná andanum. — .Rétju mér skyrtuna mína sagði hann. — Og gláptu ekki á mig eins og asni. Allt í einu datt Ann nokkuð í hug. — Heldurðu, að Tjaldane hafi komið með nokkur epli, spurði hún, og rétti honum skyrt- una. — Epli? — Já, ný epli. Síðast kom það með ný epli. Þau voru svolítið skemmd, en það var yndislegt bragð af þeim. Foster brá skyrtunni yfir höf- uðið á sér: ■— Nei Tjaldane kom ekki með epli. Húr. kom með svo- lítið annað í staðinn. Svolítið, sem getur kostað mig hausinn, sagði hann illskulega. — Hver heldurðu að hafi komið með Tjaldane? Sá gamli sjálfur! Og svo talar þú um epli! — Hver? spurði Ann skiln- ingssljó. — Hver? Karlinn! Hinn al- máttugi Mynheer van Halden sú bölvaða eiturnaðra! Hann kom í klúbbinn til þess að hitta mig. Langar til að vita hvað við erum að gera í Lombok. Reka nefið í það, sem honum kemur ekki við. Gláptu ekki svona á mig eins og asni. Þú veizt vel, hvernig hann er. Hanr, er nízkasta og smá- smugulegasta skepna á jörðinni. og hann gerir okkur alla þá bölv- un, sem hann g'etur. — Mynheer van Halden? Hvað er hann að gera hér? spurði Ann rugluð. Hún þekkti Halden ekki meira en hver venjulegur starfs- maður S.B.M skrifstofanna í Amsterdam Hún sá hann einu sinni eða tvisvar áður en hún trúlofaðist; hann óskaði henni til hamingju, eftir að hún var kom- in með hring, og nú minntist hún þess, að fyrst, þegar hún hitti Jan Foster, var það undir mynd Mynheer van Halden í bið- stofu Nitarc hússins. — Stattu ekki bara þarna og gláptu á mig Og hættu þessum andskotans spurningum, öskraði Jan. — Réttu mér sjróna mína! Ég er að flýta mér. Ég verð að fara út á plantekruna og tala við strákana. Það hefur einhver kvartað undan mér. Ég verð að komast að því, hver það er, svo ég geti hálsbrotið hann. Óeirðir! Ég skal sýna þeim óeirðir! Skrifa bréf heim og siga karlinum á mig. -— Eru — eru ■— einhverjar óeirðir? Ég meina — hefurðu ekki gert það sem þú áttir að gera, Jan? Það leit út fyrir, að Jan ætl- aði að fá slag. Svo reiddi hann upp hnefann og gekk að Ann. Hún hallaði sér upp að veggnum os skýldi andliti sínu og óttaðist, að hann myndi berja hana. Hann hafði oft barið hana áður. Hann hafði jafnvel barið barnið. Þeg- ar Jan Foster reiddist, vissi hann ekkt hvað hann gerði. Hann braut búsáhöld og húsgögn, hann slóst í klúbbnum og misþyrmdi kúlíunum í plantekrunni. — Nei sláðu mig ekki, hvísl- aði Ann. Blóðið streymdi aftur frá höfði hans: hann varð náföl- ur og greip andann á lofti. — Haltu kjafti, sagði hann. — Sá gamli vill ekki láta fólk vita, að hann er hér. Þessi út- jaskaði ræfill! Þú ættir að heyra sögurnar, sem gömlu mennirnir segja um hann! Þetta er smá- smugulegt kvikindi. Hann reyndi að beygja sig nið- ur og binda skóreimarnar, en blóðið streymdi honum til höf- uðs á ný, svo hann rétti bölv- andi úr sér. — Komdu! Geturðu ekki gert neitt gagn? Bittu á mig skóna, gelti hann framan í Ann. Hún beygði sig niður til þess að hlýða honum. -— Flýttu þér', sagði hann og sparkaði í hana með hinni löppinni. Ann stóð upp aftur. Andlit hennar var jafn hvítt og nýju skórnir hans. — Kallaðu á drenginn, sagði hún. — Ég er ekki njai. Áður en Jan Foster kvæntist, hafði hann innfædda ráðskonu, eins og flestir starfsmenn plant- ekrunnar. Hún hét Sitah, og hollenzku hefðarfrúrnar í Se- bang voru svo elskulegar að benda Ann á hana. Eftir að Jan Foster kom með Ann til eyjar- innar og settist að í hinu skraut- lega General Alten Street, sett- ist Sitah að hjá Grader lækni. Þegar annað barnið dó, lét Babu orð falla um það. að Sitah hefði formælt litla húsbóndanum. Ann bannaði henni að segia svona vit- leysu, en í dulvitund hennar var ekki laust við hræðslu við þessa hjátrú. — Það er nú meinið við þig, þú ert ekki njai, sagði Jan kvik- indislega. — Þú ert gagnslaus. Þú ert mér bvrði, ég verð vit- laus af að hlusta á sífellt jagið í þér og þetta sífellda röfl um að fara aftur til Hollands. Ef þú værir niai mundirðu gleðja mig, þegar ég væri áhyggjufull- ur, þurrka af mér svitann, ef ég væri þreyttur, og þú myndir vera róleg og ánægð í stað þess að vera að þessu sifellda suði og biðja i m skilnað aðra hverja viku. Hvell og stöðug símahringing í næsta herbergi truflaði hann. Það voru ekki margir símar í Sebang, og það að hafa síma, var óbrigðult tákn um velmegun. — Þetta hlýtur að vera Lom- bok sagði Jan og lagði af stað á öðrum skónum. — Það var eitthvert röfl með kúlíana, sem við rákum. En áður enn hann komst til dyra, kom Madeh og tilkynnti að nonja sendiherrans vildi fá að tala við ncnja bcsar. Hún var akfeit miðaldra kona, sem stjórn- aði hinu litla hollenzka samfél- agi í Sebang með harðri hendi, og skipunum hennar tjóaði ekki að óhlýðnast. Eins og í draumi fór Ann og tók símann og hlust- aði í sívaxandi undrun og spenn- ingi á sendiherrafrúna. Þegar hún kom aftur nokkrum mínút- um síðar, var Jan fullklæddur. Skóreimarnar bundnar, jakkinn hnepptur, hárið smurt og greitt, og hann var að stinga skamm- byssunni i vasa sinn. — Jæja, hvað hafði sendi- herrafrúin svo að segja þér, spurði hann glaðlega. Hvergi sá- ust nein merki reiði hans, og Ann uppgötvaði jafnvel vott af brosi undir gulu yfirvaraskegg- inu. Hún dró andann djúpt. -— Ó, Jan! Hversvegna sagð- irðu mér ekki að við værum boð- in um borð í Tjaldane? Vissirðu kannske ekki um það? Þar á að vera mikil veizfa og öllum er boðið, og Tjaldane á að vera í höfn þangað til á morgun. Er það ekki stórkostlegt? Þetta er dásamlegasti hlutur, sem gerzt hefur síðan ég hef komið hing- að. Það er — það er — eins og hinn stóri heimur hafi komið að heimsækja okkur í þennan af- kima. Almáttugur, ég er svo spennt! Ég veit varla, hvað ég á að segja, og — guð á himnum, í hverju á ég að vera! Græni kióllinn minn er fimm ára gam- all oc alltof aðskorinn, og ég hef séð í blöðunum að víð pils eru í tízku núna! Það er hræði- legt, hvernig það er farið með okkur kvenfólkið hérna — og hárið á mér -— ég er eins og herfa. Þið karlmennirnir eruð hamingjusamir. Þið þurfið ekki nema að fara í annan jakka .. . Bros Jan var orðið að grettu. — Vertu ekki að þessu kjaftæði, sagði hann. —■ Við förum ekki. — Förum við — förum við ekki? spurði Ann mióróma. — Förum við ekki? Það er ómögu- legt! Þú ei’t bara að segja þetta til að stríða mér. Þetta er í eina skiptið, sem eitthvað skeður í Sebang, Jan, og — hversvegna ekki? - Af bví mig langar ekki. — En Jan .. ,. — Allt í laci þá: Veffna bess að ég hef ensan tíma til þess að rápa um eins og asni í nótt. Ég verð að vera á plantekrunni. Það eru ólæti í vændum þar, og bað er eins og þessir asnar geti ekkert cert. nema ég sé þar líka. Ég hef ekki efni á því að hafa kúlíaupphlaup, þegar sá gamli er nálægt. Jan Foster þrammaði þung- lamalesa að barnsvögsunni og tók litla Jan upp. Hann bar ekki meiri virðingu fyrir svefni og þreytu annarra, en veniulegum dauðum hlutum. Litli Jan depl- aði augunum syfjulega framan í föður sinn og fálmaði eftir því athyglisverðasta í andliti hans, gula yfirvaraskegginu. — Apa, Apa, sagði hann og notaði allar nýju tennurnar sínar sex til þess að framkalla þessa samstöfu, sem hann var nýbú- inn að læra. Hann kunni níu orð, fjögur hollenzk og fimm mala- ísk: .-— Hvernig líður þér, höfð- ingi? spurði Jan blíðlega. Hann púaði á hálsinn á barninu og leit Pramhald á bls. 48. 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.